Trier málar sig út í horn í Cannes 20. maí 2011 08:00 Tilraun Lars Von Trier til að gantast með nasisma, Adolf Hitler og Albert Speer misheppnaðist algjörlega og hefur honum verið vísað heim frá Cannes. Hann hefði betur haldið fyrir munninn á sér. Nordic Photos/Getty Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur komið sér í rækileg vandræði með yfirlýsingum sínum um gyðinga, helförina og Adolf Hitler á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var rekinn af hátíðinni í hádeginu í gær. Sænski leikarinn Stellan Skarsgaard kom leikstjóranum til varnar, sagði að þetta væri bara Trier. „Ég iða alltaf í skinninu yfir því að fara á blaðamannafund með Trier því þá gerist alltaf eitthvað spennandi, ólíkt öðrum blaðamannafundum sem yfirleitt eru hundleiðinlegir.“ Peter Aalbæk, framkvæmdastjóri Zentropa, var hins vegar ekki á sama máli og Skarsgaard, sagði ummæli leikstjórans hafa verið barnaleg og vitlaus. Undir það tók Henrik Bo Nielsen, framkvæmdastjóri danska kvikmyndasjóðsins. „Þetta var algjörlega út í hött af Trier að segja þetta.“ Trier reyndi að biðjast afsökunar á orðum sínum og dró þau til baka. Á blaðamannafundi með dönskum blaðamönnum sagðist hann vera meiri klámhundur en nasisti. „Ef ég hef sært einhvern með orðum mínum þá biðst ég innilegrar afsökunar. Ég hef ekkert á móti gyðingum, hef enga kynþáttafordóma og ég er ekki nasisti,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Triers og framleiðslufyrirtækisins Zentropa. En allt kom fyrir ekki. Orðin voru komin á kreik í heimspressunni og eftir krísufund hjá skipuleggjendum Cannes-hátíðarinnar var ákveðið að vísa Trier heim þótt mynd hans mætti enn vera í keppninni. Sölufyrirtæki voru þá þegar farin að rifta samningum við leikstjórann og eigandi veitingastaðarins Mouton Cadet neitaði að hýsa frumsýningarhófið hans. Ástæðan var mjög einföld: eigandinn var gyðingur. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur komið sér í rækileg vandræði með yfirlýsingum sínum um gyðinga, helförina og Adolf Hitler á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var rekinn af hátíðinni í hádeginu í gær. Sænski leikarinn Stellan Skarsgaard kom leikstjóranum til varnar, sagði að þetta væri bara Trier. „Ég iða alltaf í skinninu yfir því að fara á blaðamannafund með Trier því þá gerist alltaf eitthvað spennandi, ólíkt öðrum blaðamannafundum sem yfirleitt eru hundleiðinlegir.“ Peter Aalbæk, framkvæmdastjóri Zentropa, var hins vegar ekki á sama máli og Skarsgaard, sagði ummæli leikstjórans hafa verið barnaleg og vitlaus. Undir það tók Henrik Bo Nielsen, framkvæmdastjóri danska kvikmyndasjóðsins. „Þetta var algjörlega út í hött af Trier að segja þetta.“ Trier reyndi að biðjast afsökunar á orðum sínum og dró þau til baka. Á blaðamannafundi með dönskum blaðamönnum sagðist hann vera meiri klámhundur en nasisti. „Ef ég hef sært einhvern með orðum mínum þá biðst ég innilegrar afsökunar. Ég hef ekkert á móti gyðingum, hef enga kynþáttafordóma og ég er ekki nasisti,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Triers og framleiðslufyrirtækisins Zentropa. En allt kom fyrir ekki. Orðin voru komin á kreik í heimspressunni og eftir krísufund hjá skipuleggjendum Cannes-hátíðarinnar var ákveðið að vísa Trier heim þótt mynd hans mætti enn vera í keppninni. Sölufyrirtæki voru þá þegar farin að rifta samningum við leikstjórann og eigandi veitingastaðarins Mouton Cadet neitaði að hýsa frumsýningarhófið hans. Ástæðan var mjög einföld: eigandinn var gyðingur. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira