Fjórða eldgosið síðan hléinu lauk 23. maí 2011 02:30 Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996. Fréttablaðið/ÞÖK Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Gosið 1996 hófst 30. september og stóð til 14. október, en þá hófst gosið miðja vegu milli Grímsvatna og Bárðarbungu og bræddi 3,5 kílómetra langa sprungu í jökulinn. Hún fékk nafnið Gjálp, en þaðan streymdi vatn til Grímsvatna allt þangað til hlaup hófst í Skeiðará 5. nóvember. Hlaupið varð eitt hið stærsta í sögunni og skolaði burt brúnni yfir Gígju, olli verulegum skemmdum á Skeiðarárbrú og eyðilagði um 10 kílómetra kafla af þjóðveginum yfir sandana. Raflínur og símalínur sópuðust einnig burt á stórum köflum og var tjónið á þeim tíma metið á um milljarð króna. Talið er að rennslið í þessu hlaupi hafi numið 45 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Næst gaus í Grímsvötnum í desember 1998 og síðan aftur í nóvember 2004. Öll þessi þrjú gos í Grímsvötnum voru mun minni en gosið núna. Síðustu 800 árin eða svo er vitað um að minnsta kosti sextíu gos á eldstöðvakerfi Grímsvatna. Að sögn vísindamanna á Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands eru Grímsvötn eitt öflugasta jarðhitasvæði jarðarinnar. Margt bendir til þess að virkni Grímsvatna komi í lotum, og standi hver lota í eina til eina og hálfa öld en síðan komi nokkurra áratuga hlé á milli. Á rólega tímabilinu frá 1938 til 1996 varð reyndar að minnsta kosti eitt lítið gos í Grímsvötnum árið 1983. Einnig hefur verið leitt getum að því að lítil eldgos hafi átt sér stað þar í lok Grímsvatnahlaupa árin 1945 og 1954, þótt ekki sé vitað um það með neinni vissu. Helstu fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Gosið 1996 hófst 30. september og stóð til 14. október, en þá hófst gosið miðja vegu milli Grímsvatna og Bárðarbungu og bræddi 3,5 kílómetra langa sprungu í jökulinn. Hún fékk nafnið Gjálp, en þaðan streymdi vatn til Grímsvatna allt þangað til hlaup hófst í Skeiðará 5. nóvember. Hlaupið varð eitt hið stærsta í sögunni og skolaði burt brúnni yfir Gígju, olli verulegum skemmdum á Skeiðarárbrú og eyðilagði um 10 kílómetra kafla af þjóðveginum yfir sandana. Raflínur og símalínur sópuðust einnig burt á stórum köflum og var tjónið á þeim tíma metið á um milljarð króna. Talið er að rennslið í þessu hlaupi hafi numið 45 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Næst gaus í Grímsvötnum í desember 1998 og síðan aftur í nóvember 2004. Öll þessi þrjú gos í Grímsvötnum voru mun minni en gosið núna. Síðustu 800 árin eða svo er vitað um að minnsta kosti sextíu gos á eldstöðvakerfi Grímsvatna. Að sögn vísindamanna á Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands eru Grímsvötn eitt öflugasta jarðhitasvæði jarðarinnar. Margt bendir til þess að virkni Grímsvatna komi í lotum, og standi hver lota í eina til eina og hálfa öld en síðan komi nokkurra áratuga hlé á milli. Á rólega tímabilinu frá 1938 til 1996 varð reyndar að minnsta kosti eitt lítið gos í Grímsvötnum árið 1983. Einnig hefur verið leitt getum að því að lítil eldgos hafi átt sér stað þar í lok Grímsvatnahlaupa árin 1945 og 1954, þótt ekki sé vitað um það með neinni vissu.
Helstu fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira