Náðu að klára prófin fyrir helgi en lokapartíi aflýst 24. maí 2011 06:30 Fjóla Bergrún og systir hennar, Svava Margrét, láta ekki myrka daga og öskufjúk trufla sig um of. Sú yngri er dugleg að leika sér og hin styttir sér stundir í tölvunni. Fréttablaðið/Vilhelm „Sem betur fer vorum við með grímu," segir Svava Margrét Sigmarsdóttir, nýorðin sex ára leikskólamær á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heimsækja „Laugu frænku". Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í öskufjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyjafjallajökli í fyrra. „En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna." Ekki er þó allt jafn ánægjulegt því Svava hafði séð hvernig lítill fugl barðist í eldhúsglugganum dágóða stund og vildi komast inn. „Svo stoppaði hann og datt niður og dó," sagði litla stúlkan. Hún játti því þó að kannski væri sennilegt, sem Kristín Ásgeirsdóttir móðir hennar skaut inn í samtalið, að fuglinn hefði áreiðanlega fundið skjól undir runna. Þá bætti pabbinn, Sigmar Helgason, því við að þröstur hefði hagað sér óvenjulega um morguninn þegar hann tók veðrið og hoppað um á regnskálinni í stað þess að forða sér á meðan hann athafnaði sig. Sigmar er umsjónarmaður veðurstöðvarinnar á Klaustri. Stóra systir Svövu, Fjóla Bergrún Sigmarsdóttir, er að útskrifast úr 10. bekk Kirkjubæjarskóla. Báðar eru heima því skóla- og leikskólahaldi hefur verið aflýst á Kirkjubæjarklaustri meðan ófært er vegna öskufoks og myrkurs. Í Reykjavík er að hefjast prófavika. „En við kláruðum prófin akkúrat í síðustu viku," segir Fjóla. „Það átti hins vegar að vera útskriftarpartí hjá okkur í kvöld, en það verður bara að hafa það," bætir hún við. Stefnt er að skólaslitum 1. júní næstkomandi, en óvíst hvað verður um skólahald þangað til. Útskriftarnemarnir verði því líklega af „Vordögum", frjálslegri skóladögum og leikjum sem áttu að vera fram að skólaslitum. Fjölskyldufólkið, rétt eins og aðrir á Klaustri, virðist láta sér ástandið í léttu rúmi liggja. „Maður er bara feginn að hafa húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Búðin er opin og hvaðeina," segir Kristín. Þau hjón viðurkenna þó að nokkurt verk sé fyrir dyrum við hreinsistarf á Klaustri, svo sem við að sópa ösku af húsþökum. „Það blæs ekki af þeim hér undir fjallinu. En við höfum nógan tíma," segir Sigmar. olikr@frettabladid.isUnnar Steinn Jónsson Unnar er verslunarstjóri í Kjarvali og grínast með að hann sé líka héraðsbakari. Fréttablaðið/VilhelmAdolf Árnason Í nógu var að snúast í Björgunarmiðstöðinni á Klaustri í gær. Adolf Árnason varðstjóri segir til að mynda hringt á bæi til að athuga stöðuna hjá fólki. Fréttablaðið/Vilhelm Grímsvötn Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Sem betur fer vorum við með grímu," segir Svava Margrét Sigmarsdóttir, nýorðin sex ára leikskólamær á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heimsækja „Laugu frænku". Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í öskufjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyjafjallajökli í fyrra. „En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna." Ekki er þó allt jafn ánægjulegt því Svava hafði séð hvernig lítill fugl barðist í eldhúsglugganum dágóða stund og vildi komast inn. „Svo stoppaði hann og datt niður og dó," sagði litla stúlkan. Hún játti því þó að kannski væri sennilegt, sem Kristín Ásgeirsdóttir móðir hennar skaut inn í samtalið, að fuglinn hefði áreiðanlega fundið skjól undir runna. Þá bætti pabbinn, Sigmar Helgason, því við að þröstur hefði hagað sér óvenjulega um morguninn þegar hann tók veðrið og hoppað um á regnskálinni í stað þess að forða sér á meðan hann athafnaði sig. Sigmar er umsjónarmaður veðurstöðvarinnar á Klaustri. Stóra systir Svövu, Fjóla Bergrún Sigmarsdóttir, er að útskrifast úr 10. bekk Kirkjubæjarskóla. Báðar eru heima því skóla- og leikskólahaldi hefur verið aflýst á Kirkjubæjarklaustri meðan ófært er vegna öskufoks og myrkurs. Í Reykjavík er að hefjast prófavika. „En við kláruðum prófin akkúrat í síðustu viku," segir Fjóla. „Það átti hins vegar að vera útskriftarpartí hjá okkur í kvöld, en það verður bara að hafa það," bætir hún við. Stefnt er að skólaslitum 1. júní næstkomandi, en óvíst hvað verður um skólahald þangað til. Útskriftarnemarnir verði því líklega af „Vordögum", frjálslegri skóladögum og leikjum sem áttu að vera fram að skólaslitum. Fjölskyldufólkið, rétt eins og aðrir á Klaustri, virðist láta sér ástandið í léttu rúmi liggja. „Maður er bara feginn að hafa húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Búðin er opin og hvaðeina," segir Kristín. Þau hjón viðurkenna þó að nokkurt verk sé fyrir dyrum við hreinsistarf á Klaustri, svo sem við að sópa ösku af húsþökum. „Það blæs ekki af þeim hér undir fjallinu. En við höfum nógan tíma," segir Sigmar. olikr@frettabladid.isUnnar Steinn Jónsson Unnar er verslunarstjóri í Kjarvali og grínast með að hann sé líka héraðsbakari. Fréttablaðið/VilhelmAdolf Árnason Í nógu var að snúast í Björgunarmiðstöðinni á Klaustri í gær. Adolf Árnason varðstjóri segir til að mynda hringt á bæi til að athuga stöðuna hjá fólki. Fréttablaðið/Vilhelm
Grímsvötn Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira