Hetjur voru einu sinni börn 16. júní 2011 11:00 Brynhildur segir ekki sjálfgefið að sagan flytjist á milli kynslóða. Í bók sinni um Jón forseta reynir hún að sýna hvernig það var að vera barn á nítjándu öld. Í bókinni er Jónifylgt eftir frá æskuárum í Arnarfirði fram á fullorðinsár í Kaupmannahöfn. Ný bók fyrir börn um ævi og störf Jóns Sigurðssonar kemur út á morgun. Brynhildur Þórarinsdóttir, höfundur bókarinnar, segir brýnt að börn séu vakin til vitundar um að þau geti haft áhrif og tekið þátt í mótun samfélagsins. Óskabarn: Bókin um Jón Sigurðsson nefnist ný bók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sem kemur út á 200 ára afmæli sjálfstæðishetjunnar á morgun. Bókin er skrifuð fyrir börn um ævi og störf Jóns forseta, æskuár hans, sjálfstæðisbaráttuna, lýðræðishugtakið og byltingar í Evrópu á 19. öld. Bókin byggir á sýningu um sama efni sem Brynhildur og Sigurjón Jóhannsson settu upp í Þjóðmenningarhúsinu og er bókin ríkulega skreytt með vatnslitamyndum Sigurjóns. Brynhildur segist hafa reynt að rýna ekki aðeins í sögu stjórnmálamanns heldur finna fleti sem börnum gætu þótt merkilegir. „Sagan byrjar á barninu Jóni, þar sem hann ólst upp í Arnarfirði í upphafi 19. aldar; síðar segjum við frá unga manninum Jóni, sem flutti til Reykjavíkur og loks stjórnmálamanninum í Kaupmannahöfn. Þar fléttast inn í söguna fóstursonur Jóns þannig að bókin fjallar að miklu leyti um hvernig það var að vera barn á þessum tíma." Bókin verður því eins konar ferðalag um nítjándu öldina fyrir yngri kynslóðirnar; öld þar sem íslenska sveitasamfélagið var að taka breytingum, nútímavæðingin gekk í garð og lýðræði var að breiðast út um Evrópu. „Það verða heilmiklar breytingar á Íslandi á þessum tíma. Arnarfjörður árið 1817, þegar Jón var sex ára, er börnum nú til dags framandi. Sama á við um Reykjavík í kringum 1830, sem á lítið skylt við þá borg sem þau þekkja nú. Það er meðal annars komið inn á samgöngur á þessum tíma, samskipti fólks, fjölskyldulíf og erfiðleika á borð við barnadauða, kulda og almenna vosbúð. En samt voru börn alltaf börn. Jón þurfti að vinna frá sjö ára aldri – en hann þurfti líka að leika sér. Þetta finnst krökkum mjög gaman að fræðast um." Brynhildur segir að stundum sé látið eins og sagan gangi allt að því sjálfkrafa niður til yngri kynslóða. Börn viti hins vegar ekki endilega hvers vegna 17. júní er haldinn hátíðlegur eða hver maðurinn á fimm hundruð króna seðlinum er. „Það þarf að búa til betri tengingu fyrir börn við þjóðhátíðardaginn og um leið setja hann í evrópskt samhengi; sjálfstæðisbaráttan var ekki fundin upp hér. Í gegnum Jón er að hægt að segja söguna af því hvernig lýðræði var að þróast í Evrópu og hversu mikilvægt er að fólk taki þátt í að móta samfélag sitt á hverjum tíma. Við viljum vekja börn til vitundar um að þau geti haft áhrif og unnið að sínum hugmyndum um breytt og betra samfélag eins og Jón gerði. Allar hetjur voru jú einu sinni börn." bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í bókinni er Jónifylgt eftir frá æskuárum í Arnarfirði fram á fullorðinsár í Kaupmannahöfn. Ný bók fyrir börn um ævi og störf Jóns Sigurðssonar kemur út á morgun. Brynhildur Þórarinsdóttir, höfundur bókarinnar, segir brýnt að börn séu vakin til vitundar um að þau geti haft áhrif og tekið þátt í mótun samfélagsins. Óskabarn: Bókin um Jón Sigurðsson nefnist ný bók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sem kemur út á 200 ára afmæli sjálfstæðishetjunnar á morgun. Bókin er skrifuð fyrir börn um ævi og störf Jóns forseta, æskuár hans, sjálfstæðisbaráttuna, lýðræðishugtakið og byltingar í Evrópu á 19. öld. Bókin byggir á sýningu um sama efni sem Brynhildur og Sigurjón Jóhannsson settu upp í Þjóðmenningarhúsinu og er bókin ríkulega skreytt með vatnslitamyndum Sigurjóns. Brynhildur segist hafa reynt að rýna ekki aðeins í sögu stjórnmálamanns heldur finna fleti sem börnum gætu þótt merkilegir. „Sagan byrjar á barninu Jóni, þar sem hann ólst upp í Arnarfirði í upphafi 19. aldar; síðar segjum við frá unga manninum Jóni, sem flutti til Reykjavíkur og loks stjórnmálamanninum í Kaupmannahöfn. Þar fléttast inn í söguna fóstursonur Jóns þannig að bókin fjallar að miklu leyti um hvernig það var að vera barn á þessum tíma." Bókin verður því eins konar ferðalag um nítjándu öldina fyrir yngri kynslóðirnar; öld þar sem íslenska sveitasamfélagið var að taka breytingum, nútímavæðingin gekk í garð og lýðræði var að breiðast út um Evrópu. „Það verða heilmiklar breytingar á Íslandi á þessum tíma. Arnarfjörður árið 1817, þegar Jón var sex ára, er börnum nú til dags framandi. Sama á við um Reykjavík í kringum 1830, sem á lítið skylt við þá borg sem þau þekkja nú. Það er meðal annars komið inn á samgöngur á þessum tíma, samskipti fólks, fjölskyldulíf og erfiðleika á borð við barnadauða, kulda og almenna vosbúð. En samt voru börn alltaf börn. Jón þurfti að vinna frá sjö ára aldri – en hann þurfti líka að leika sér. Þetta finnst krökkum mjög gaman að fræðast um." Brynhildur segir að stundum sé látið eins og sagan gangi allt að því sjálfkrafa niður til yngri kynslóða. Börn viti hins vegar ekki endilega hvers vegna 17. júní er haldinn hátíðlegur eða hver maðurinn á fimm hundruð króna seðlinum er. „Það þarf að búa til betri tengingu fyrir börn við þjóðhátíðardaginn og um leið setja hann í evrópskt samhengi; sjálfstæðisbaráttan var ekki fundin upp hér. Í gegnum Jón er að hægt að segja söguna af því hvernig lýðræði var að þróast í Evrópu og hversu mikilvægt er að fólk taki þátt í að móta samfélag sitt á hverjum tíma. Við viljum vekja börn til vitundar um að þau geti haft áhrif og unnið að sínum hugmyndum um breytt og betra samfélag eins og Jón gerði. Allar hetjur voru jú einu sinni börn." bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira