Himneskar karamellukökur Rikku 5. júlí 2011 12:30 Ástríðukokkurinn Rikka. Fréttablaðið/GVA Friðrika Hjördís Geirsdóttir er landsmönnum að góðu kunn, ekki síst fyrir skrif og þætti um matreiðslu. Undanfarna mánuði hefur hún staðið fyrir námskeiðum í bollakökugerð sem hafa notið fádæma vinsælda og ákvað að fylgja þeim eftir með útgáfu á nýrri bók, Bollakökur Rikku. „Tvímælalaust. Hingað til hefur ekki brugðist að þær hitta alltaf í mark hvort heldur sem er í afmælum, fermingum eða brúðkaupum," svarar Friðrika, eða Rikka eins og hún er betur þekkt, glöð í bragði þegar blaðamaður hittir hana í blíðskaparverðri í garðinum heima og spyr hvort svona kökur henti við öll tækifæri. Þar er hún að leggja lokahönd á bollaköku sem veitir ágætis innsýn í viðfangsefni bókarinnar; Dísætur draumur sem bráðnar í munni. Rikka er þekkt fyrir að fara ótroðnar leiðir í matseld og segir nýjungagirni hafa leitt sig út í kökubaksturinn. „Mig langaði að breyta alveg til eftir að ég gaf út síðustu bók, Léttir réttir Hagkaups. Ég fór því að læra bollakökugerð í London í fyrra og ákvað svo að miðla af þeirri frábæru reynslu gegnum námskeið hér heima, í samstarfi við Hagkaup. Vildi leggja mitt af mörkum til að gleðja aðra, með því að sýna hvað einföld athöfn eins og kökugerð getur haft mannbætandi áhrif. Bókin er framhald á því." Óhætt er að segja að Rikka hafi unnið bókina af heilum hug enda annálaður sælkeri. „Ég get ekki leynt því og finnst alveg jafn gaman að gefa öðrum kökur eins og að fá mér sjálf," viðurkennir hún og segir sérlega ljúft að baka handa sonunum tveimur, sem eru matgæðingar eins og móðir þeirra. Blaðamaður stenst þá ekki mátið og spyr hvort fleiri börn séu á leiðinni. „Nei, uppeldi á tveimur leikskólabörnum meðfram fullri vinnu nægir mér alveg í bili," segir Rikka og brosir út í annað. „Ætli megi ekki segja að börnin hafi færst í bókarform, síðasta bókin kom út stuttu eftir að ég átti yngri strákinn og nú hefur „fjórða barnið" litið dagsins ljós." Rikka ætlar svo að hvíla sig á ritstörfum í bili því í haust mun hún birtast aftur á skjám landsmanna með nýjan matreiðsluþátt. „Þar ætla ég að sýna hvernig á að búa til vinsæla þjóðarrétti. Ætla þó ekki að gefa of mikið upp að sinni en lofa að réttirnir verða spennandi og góðir." Himneskar karamellukökur - 24 stk. 150 g sykur 150 g púðursykur 125 g smjör 2 egg 260 g hveiti 1 tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 40 g kakó 200 ml mjólk Hitið ofninn í 170°. Hrærið sykur og smjör vel saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í og hrærið. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við smjörblönduna ásamt mjólkinni. Sprautið deiginu jafnt í formin og bakið í 16-18 mínútur.Súkkulaði- og karamellukrem500 g flórsykur60 g kakó1 egg80 g smjör, brætt1 tsk. vanilludropar½ tsk. salt70 g Dumle-karamellur3 msk. súkkulaðispænir Setjið flórsykur og kakó í skál og hrærið eggi og bræddu smjöri saman við ásamt vanilludropum og salti. Bræðið karamellurnar í örbylgju og kælið. Hrærið þeim svo saman við kremið og kælið stutta stund. Sprautið kreminu á kökurnar og skreytið með súkkulaðispæni. roald@frettabladid.is Bollakökur Eftirréttir Rikka Smákökur Uppskriftir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Friðrika Hjördís Geirsdóttir er landsmönnum að góðu kunn, ekki síst fyrir skrif og þætti um matreiðslu. Undanfarna mánuði hefur hún staðið fyrir námskeiðum í bollakökugerð sem hafa notið fádæma vinsælda og ákvað að fylgja þeim eftir með útgáfu á nýrri bók, Bollakökur Rikku. „Tvímælalaust. Hingað til hefur ekki brugðist að þær hitta alltaf í mark hvort heldur sem er í afmælum, fermingum eða brúðkaupum," svarar Friðrika, eða Rikka eins og hún er betur þekkt, glöð í bragði þegar blaðamaður hittir hana í blíðskaparverðri í garðinum heima og spyr hvort svona kökur henti við öll tækifæri. Þar er hún að leggja lokahönd á bollaköku sem veitir ágætis innsýn í viðfangsefni bókarinnar; Dísætur draumur sem bráðnar í munni. Rikka er þekkt fyrir að fara ótroðnar leiðir í matseld og segir nýjungagirni hafa leitt sig út í kökubaksturinn. „Mig langaði að breyta alveg til eftir að ég gaf út síðustu bók, Léttir réttir Hagkaups. Ég fór því að læra bollakökugerð í London í fyrra og ákvað svo að miðla af þeirri frábæru reynslu gegnum námskeið hér heima, í samstarfi við Hagkaup. Vildi leggja mitt af mörkum til að gleðja aðra, með því að sýna hvað einföld athöfn eins og kökugerð getur haft mannbætandi áhrif. Bókin er framhald á því." Óhætt er að segja að Rikka hafi unnið bókina af heilum hug enda annálaður sælkeri. „Ég get ekki leynt því og finnst alveg jafn gaman að gefa öðrum kökur eins og að fá mér sjálf," viðurkennir hún og segir sérlega ljúft að baka handa sonunum tveimur, sem eru matgæðingar eins og móðir þeirra. Blaðamaður stenst þá ekki mátið og spyr hvort fleiri börn séu á leiðinni. „Nei, uppeldi á tveimur leikskólabörnum meðfram fullri vinnu nægir mér alveg í bili," segir Rikka og brosir út í annað. „Ætli megi ekki segja að börnin hafi færst í bókarform, síðasta bókin kom út stuttu eftir að ég átti yngri strákinn og nú hefur „fjórða barnið" litið dagsins ljós." Rikka ætlar svo að hvíla sig á ritstörfum í bili því í haust mun hún birtast aftur á skjám landsmanna með nýjan matreiðsluþátt. „Þar ætla ég að sýna hvernig á að búa til vinsæla þjóðarrétti. Ætla þó ekki að gefa of mikið upp að sinni en lofa að réttirnir verða spennandi og góðir." Himneskar karamellukökur - 24 stk. 150 g sykur 150 g púðursykur 125 g smjör 2 egg 260 g hveiti 1 tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 40 g kakó 200 ml mjólk Hitið ofninn í 170°. Hrærið sykur og smjör vel saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í og hrærið. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við smjörblönduna ásamt mjólkinni. Sprautið deiginu jafnt í formin og bakið í 16-18 mínútur.Súkkulaði- og karamellukrem500 g flórsykur60 g kakó1 egg80 g smjör, brætt1 tsk. vanilludropar½ tsk. salt70 g Dumle-karamellur3 msk. súkkulaðispænir Setjið flórsykur og kakó í skál og hrærið eggi og bræddu smjöri saman við ásamt vanilludropum og salti. Bræðið karamellurnar í örbylgju og kælið. Hrærið þeim svo saman við kremið og kælið stutta stund. Sprautið kreminu á kökurnar og skreytið með súkkulaðispæni. roald@frettabladid.is
Bollakökur Eftirréttir Rikka Smákökur Uppskriftir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira