Börnin njóta myndanna 5. júlí 2011 13:00 Bergrún segir að heimasíða Innlits/útlits, innlitutlit.is, verði virk í sumar. Þar er ýmis ráð að finna. Fréttablaðið/GVA „Ég málaði herbergi fyrir son minn sem part af hreiðurgerðinni þegar ég var ólétt," segir Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og annar stjórnanda sjónvarpsþáttarins Innlit/útlit á Skjá einum. Verkefnið vatt upp á sig og hún hefur gert barnaherbergi víðar. Bergrún gefur sér tíma til að líta upp úr verkefni dagsins og segja blaðamanni frá. „Núna er ég að mála herbergi barns sem á foreldra sem báðir eru tónlistarmenn. Það eru þau Gunnar Ben í Skálmöld og Þóra Marteinsdóttir tónskáld sem báðu mig um að kíkja á herbergið. Það lá beinast við að gera líflegt herbergi með hljóðfærum." Bergrún segir að hún hafi í byrjun ákveðið að hafa formin sem hún málar einföld. „Það var upprunalega hugmyndin. Mér finnst veggfóður og borðar óþarflega flóknir fyrir lítil börn, þessi allra yngstu. Ég vil að börnin geti notið myndanna," segir Bergrún og bætir við að barnaleikföng séu nógu litrík til þess að lífga upp á herbergið. „Sonur minn er tuttugu mánaða núna og elskar dýrin á veggnum. Hann vaknar á morgnana og byrjar að gera apahljóð og fílahljóð því dýrin eru við rúmið. Það er mjög gaman að vakna við það," upplýsir Bergrún brosandi. Innt eftir því hvernig Bergrún málar herbergin segir hún: „Þegar ég málaði vegginn hjá syni mínum þá gerði ég það fríhendis. Núna hef ég verið að prufa mig áfram með að búa til stensla," útskýrir Bergrún sem segir það spara tíma. „Hvert herbergi á að vera einstakt. Ég nýti kannski sömu dýr nokkrum sinnum, en bæti þá einhverju öðru við."En hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég er að fara að gera rosa flott víkingaherbergi í næstu viku. Ég er mjög spennt fyrir því," segir Bergrún og heldur áfram: „Foreldrarnir eru víkingar og sonur þeirra tekur þátt í því með þeim. Herbergið hans er samt enn þá á hugmyndastigi." Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni bergruniris.com. martaf@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Ég málaði herbergi fyrir son minn sem part af hreiðurgerðinni þegar ég var ólétt," segir Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og annar stjórnanda sjónvarpsþáttarins Innlit/útlit á Skjá einum. Verkefnið vatt upp á sig og hún hefur gert barnaherbergi víðar. Bergrún gefur sér tíma til að líta upp úr verkefni dagsins og segja blaðamanni frá. „Núna er ég að mála herbergi barns sem á foreldra sem báðir eru tónlistarmenn. Það eru þau Gunnar Ben í Skálmöld og Þóra Marteinsdóttir tónskáld sem báðu mig um að kíkja á herbergið. Það lá beinast við að gera líflegt herbergi með hljóðfærum." Bergrún segir að hún hafi í byrjun ákveðið að hafa formin sem hún málar einföld. „Það var upprunalega hugmyndin. Mér finnst veggfóður og borðar óþarflega flóknir fyrir lítil börn, þessi allra yngstu. Ég vil að börnin geti notið myndanna," segir Bergrún og bætir við að barnaleikföng séu nógu litrík til þess að lífga upp á herbergið. „Sonur minn er tuttugu mánaða núna og elskar dýrin á veggnum. Hann vaknar á morgnana og byrjar að gera apahljóð og fílahljóð því dýrin eru við rúmið. Það er mjög gaman að vakna við það," upplýsir Bergrún brosandi. Innt eftir því hvernig Bergrún málar herbergin segir hún: „Þegar ég málaði vegginn hjá syni mínum þá gerði ég það fríhendis. Núna hef ég verið að prufa mig áfram með að búa til stensla," útskýrir Bergrún sem segir það spara tíma. „Hvert herbergi á að vera einstakt. Ég nýti kannski sömu dýr nokkrum sinnum, en bæti þá einhverju öðru við."En hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég er að fara að gera rosa flott víkingaherbergi í næstu viku. Ég er mjög spennt fyrir því," segir Bergrún og heldur áfram: „Foreldrarnir eru víkingar og sonur þeirra tekur þátt í því með þeim. Herbergið hans er samt enn þá á hugmyndastigi." Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni bergruniris.com. martaf@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira