Fólk sniðgangi lambakjöt 16. júlí 2011 07:00 Gylfi Arnbjörnsson. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. „Neytendur eiga að svara þessu með því að hætta að kaupa lambakjöt. Það gengur ekki að bændur séu með svona svikamyllu.“ Gylfi segir þetta sýna að nauðsynlegt sé að fella niður innflutningsvernd á lambakjöti. Ófært sé að bændur fari með afurðina til annarra landa þegar verðið er hagstætt og framkalli skort innanlands og hækki verðið á vörunni hérlendis. Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að ekki sé sjálfgefið að hækkunin leiti út í verðlagið. Hagræðing hafi orðið í slátrun og innistæða sé fyrir hærra verði til bænda. Þá áréttar hann að um nokkurs konar væntingavísitölu bænda sé að ræða sem sláturleyfishafar fari ekki endilega eftir. Hann þorir þó ekki að lofa því að hækkunin komi ekki fram í verðlagi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir hækkunina vondar fréttir fyrir íslenska neytendur. Hún segist ekki fá séð að hærra afurðaverð erlendis eigi að endurspeglast á innlendum mörkuðum. „Ég hef fullan skilning á því að aðföng og ýmis kostnaður bænda hafi hækkað mikið, en það hefur svo sannarlega gerst hjá heimilunum í landinu líka.“ Þórunn segir hækkanirnar úr takti við þau fyrirheit sem gefin hafi verið í kjarasamningum undanfarið. Undir það tekur Gylfi. Hann segir fráleitt að bændur velti kostnaði yfir á neytendur og segir þetta minna á samráð á grænmetismarkaði í Öskjuhlíð um árið. Fréttir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. „Neytendur eiga að svara þessu með því að hætta að kaupa lambakjöt. Það gengur ekki að bændur séu með svona svikamyllu.“ Gylfi segir þetta sýna að nauðsynlegt sé að fella niður innflutningsvernd á lambakjöti. Ófært sé að bændur fari með afurðina til annarra landa þegar verðið er hagstætt og framkalli skort innanlands og hækki verðið á vörunni hérlendis. Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að ekki sé sjálfgefið að hækkunin leiti út í verðlagið. Hagræðing hafi orðið í slátrun og innistæða sé fyrir hærra verði til bænda. Þá áréttar hann að um nokkurs konar væntingavísitölu bænda sé að ræða sem sláturleyfishafar fari ekki endilega eftir. Hann þorir þó ekki að lofa því að hækkunin komi ekki fram í verðlagi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir hækkunina vondar fréttir fyrir íslenska neytendur. Hún segist ekki fá séð að hærra afurðaverð erlendis eigi að endurspeglast á innlendum mörkuðum. „Ég hef fullan skilning á því að aðföng og ýmis kostnaður bænda hafi hækkað mikið, en það hefur svo sannarlega gerst hjá heimilunum í landinu líka.“ Þórunn segir hækkanirnar úr takti við þau fyrirheit sem gefin hafi verið í kjarasamningum undanfarið. Undir það tekur Gylfi. Hann segir fráleitt að bændur velti kostnaði yfir á neytendur og segir þetta minna á samráð á grænmetismarkaði í Öskjuhlíð um árið.
Fréttir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira