Pistillinn: Góðir og slæmir ávanar Hlynur Bæringsson skrifar 20. ágúst 2011 08:00 Nordic Photos / Getty Images We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore, is not an act, but a habit. (Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.) Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum, þessa línu heyri ég nánast daglega frá þjálfaranum mínum. Því meira sem ég spái í þessi orð því meira finnst mér til þeirra koma. Boðskapurinn er sá að mannskepnan kemur sér alltaf upp ávönum, bæði góðum og slæmum, það er auðvelt að mynda vítahring en erfiðara að losna úr honum, það þekkja allir. Góðir ávanar koma ekki af sjálfum sér, það krefst vinnu og aga. Ef það tekst þá er eftirleikurinn auðveldari, velgengni er yfirleitt afleiðing þess að fólk hefur vanið sig á að breyta rétt. Það á við um alla flóruna, vinnu, skóla, tónlist, íþróttir og bara daglegt líf. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið þessu gaum fyrr á ferlinum. Þá væri ég vafalaust mun betri en ég er í dag. Því flest af því sem mannskepnan gerir er það sem hún hefur vanið sig á. Það að stunda lyftingar af krafti og vinna í sjálfum sér almennt er gott dæmi um góða ávana sem er erfitt að venja sig á en verður svo ómissandi hluti af deginum þegar það tekst. Ég er satt best að segja alltaf að berjast við að gera rétt, er að skána en ansi margt sem má laga. Mörgum af hæfileikaríkustu íþróttamönnum sögunnar hefur mistekist að verða besta útgáfan af sjálfum sér því lífsstíll þeirra hefur verið yfirfullur af slæmum ávönum. Ungir íþróttamenn og þjálfarar þeirra ættu því að huga snemma að því að koma sér upp góðum ávönum, því eins og Aristóteles sagði þá er það að verða mjög góður í einhverju (excellence) ekki eitthvað sem bara gerist, heldur ávöxtur góðra ávana. Þetta er mín uppáhaldstilvitnun, ég ætla að enda pistilinn á orðum sem mér finnst eiga vel við í framhaldi af henni.Sow a thought, and you reap an act, sow an act, and you reap a habit, sow a habit, and you reap a character, sow a character, and you reap a destiny.(Af hugsun er athöfn komin. Af athöfn er ávani kominn. Af ávana er persónuleiki kominn. Af persónuleika eru örlög komin.) Pistillinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira
We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore, is not an act, but a habit. (Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.) Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum, þessa línu heyri ég nánast daglega frá þjálfaranum mínum. Því meira sem ég spái í þessi orð því meira finnst mér til þeirra koma. Boðskapurinn er sá að mannskepnan kemur sér alltaf upp ávönum, bæði góðum og slæmum, það er auðvelt að mynda vítahring en erfiðara að losna úr honum, það þekkja allir. Góðir ávanar koma ekki af sjálfum sér, það krefst vinnu og aga. Ef það tekst þá er eftirleikurinn auðveldari, velgengni er yfirleitt afleiðing þess að fólk hefur vanið sig á að breyta rétt. Það á við um alla flóruna, vinnu, skóla, tónlist, íþróttir og bara daglegt líf. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið þessu gaum fyrr á ferlinum. Þá væri ég vafalaust mun betri en ég er í dag. Því flest af því sem mannskepnan gerir er það sem hún hefur vanið sig á. Það að stunda lyftingar af krafti og vinna í sjálfum sér almennt er gott dæmi um góða ávana sem er erfitt að venja sig á en verður svo ómissandi hluti af deginum þegar það tekst. Ég er satt best að segja alltaf að berjast við að gera rétt, er að skána en ansi margt sem má laga. Mörgum af hæfileikaríkustu íþróttamönnum sögunnar hefur mistekist að verða besta útgáfan af sjálfum sér því lífsstíll þeirra hefur verið yfirfullur af slæmum ávönum. Ungir íþróttamenn og þjálfarar þeirra ættu því að huga snemma að því að koma sér upp góðum ávönum, því eins og Aristóteles sagði þá er það að verða mjög góður í einhverju (excellence) ekki eitthvað sem bara gerist, heldur ávöxtur góðra ávana. Þetta er mín uppáhaldstilvitnun, ég ætla að enda pistilinn á orðum sem mér finnst eiga vel við í framhaldi af henni.Sow a thought, and you reap an act, sow an act, and you reap a habit, sow a habit, and you reap a character, sow a character, and you reap a destiny.(Af hugsun er athöfn komin. Af athöfn er ávani kominn. Af ávana er persónuleiki kominn. Af persónuleika eru örlög komin.)
Pistillinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira