HBO staðfestir að Game of Thrones sé á leið til Íslands 24. ágúst 2011 12:00 Jon Snow sem leikinn er af Kit Harington er sendur í könnunarleiðangur norður fyrir Vegginn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þau atriði verða tekin upp á Íslandi. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. Bandaríski sjónvarpsrisinn HBO staðfesti í gær tvo nýja tökustaði fyrir aðra þáttaröð af Game of Thrones, sem slegið hafa rækilega í gegn hjá sjónvarpsáhorfendum um allan heim. Fréttablaðið sagði frá þessum áformum í síðustu viku en nú hefur formleg staðfesting verið send út. Króatía varð fyrir valinu í sumartökur en Ísland verður notað fyrir kaldari senur. Á fréttavef Entertainment Weekly kemur fram að Ísland eigi að vera notað fyrir svæðið norðan Veggsins sem Jon Snow og Næturverðir hans kanna. Blaðamaður Entertainment Weekly lýsir því jafnframt yfir að þetta sýni glögglega þann mikla metnað sem lagður er í þættina, það hljóti að vera einsdæmi að sjónvarpsþættir séu teknir upp í þremur löndum á tímum tölvutækni en aðalbækistöðvar tökuliðsins verða á Norður-Írlandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga tökurnar að standa yfir í hálfan mánuð og því ljóst að þetta er umfangsmikið verkefni. Þá er jafnframt ágætis möguleiki á því að íslensk karlmenni sem telja sig lipur með sverð eigi möguleika á því að fá statistahlutverk. Hins vegar er enn ekki orðið ljóst hversu margir munu koma að þessu tökum. Þetta er annað stóra tökuverkefnið sem berst til Íslands á skömmum tíma því fyrr í sumar tók leikstjórinn Ridley Scott upp senur fyrir kvikmynd sína Prometheus við Heklu og Dettifoss. Ekki liggur hins vegar fyrir hvar tökulið Game of Thrones hyggst athafna sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoða tökuliðið en forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekkert tjá sig um málið. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. Bandaríski sjónvarpsrisinn HBO staðfesti í gær tvo nýja tökustaði fyrir aðra þáttaröð af Game of Thrones, sem slegið hafa rækilega í gegn hjá sjónvarpsáhorfendum um allan heim. Fréttablaðið sagði frá þessum áformum í síðustu viku en nú hefur formleg staðfesting verið send út. Króatía varð fyrir valinu í sumartökur en Ísland verður notað fyrir kaldari senur. Á fréttavef Entertainment Weekly kemur fram að Ísland eigi að vera notað fyrir svæðið norðan Veggsins sem Jon Snow og Næturverðir hans kanna. Blaðamaður Entertainment Weekly lýsir því jafnframt yfir að þetta sýni glögglega þann mikla metnað sem lagður er í þættina, það hljóti að vera einsdæmi að sjónvarpsþættir séu teknir upp í þremur löndum á tímum tölvutækni en aðalbækistöðvar tökuliðsins verða á Norður-Írlandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga tökurnar að standa yfir í hálfan mánuð og því ljóst að þetta er umfangsmikið verkefni. Þá er jafnframt ágætis möguleiki á því að íslensk karlmenni sem telja sig lipur með sverð eigi möguleika á því að fá statistahlutverk. Hins vegar er enn ekki orðið ljóst hversu margir munu koma að þessu tökum. Þetta er annað stóra tökuverkefnið sem berst til Íslands á skömmum tíma því fyrr í sumar tók leikstjórinn Ridley Scott upp senur fyrir kvikmynd sína Prometheus við Heklu og Dettifoss. Ekki liggur hins vegar fyrir hvar tökulið Game of Thrones hyggst athafna sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoða tökuliðið en forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekkert tjá sig um málið. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira