Merki þess að ástin þrautir vinnur allar 25. ágúst 2011 07:00 Stoltir foreldrar með erfingjann Drengurinn hefur verið nefndur Adam Ástráður. Hann þykir líkur báðum foreldrum sínum. fréttablaðið/stefán „Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu. „Þetta hefur því verið afar erfitt fyrir hana, hún átti til dæmis erfitt með svefn og svo bættist morgunógleði ofan á allt saman,“ segir Buggle. Drengnum hefur verið gefið nafnið Adam Ástráður, afanum til mikillar ánægju, en hann verður skírður eftir um það bil mánuð. Buggle er uppalinn í Bandaríkjunum en á íslenska móður og hefur verið búsettur hér á landi í rúm níu ár. Adam Ástráður fær því föðurnafn eftir íslenskum hefðum og verður Kristofersson. Buggle segir að aðstandendur sínir í Bandaríkjunum hafi verið áhyggjufullir meðan á meðgöngunni stóð en Ásdís er fjörutíu og eins árs og þar sem hún er fjölfötluð var mikil hætta á því að hún fengi blóðtappa. „Þau eru því afar kát núna og ég á von á systur minni í heimsókn von bráðar,“ segir hann. Adam Ástráður var sannkölluð himnasending en þau hjón, sem hafa nú verið gift í tvö ár, voru farin að huga að því að nýta sér þjónustu staðgöngumóður. Þau voru einnig farin að velta fyrir sér ættleiðingu en það hefði getað orðið flókið því lög kveða á um að fjölfatlað fólk geti ekki ættleitt börn. En nú hefur sá litli skorið blessunarlega á hnútinn. En hverjum líkist Adam litli? „Ég myndi segja að hann hefði munninn og augun frá mér en nefið og eyrun frá Ásdísi þannig að hann er góð blanda af okkur báðum,“ segir faðirinn. Buggle er tölvuviðgerðarmaður en hann er einnig að vinna við forritun og það kemur sér vel að hann getur unnið við það heima við. Hann er jafnframt stuðningsfulltrúi konu sinnar svo hann hefur komið málum nokkuð haganlega fyrir nú í annríkinu sem fram undan er. „Ég er síðan að vinna að því að gerast verktaki við ljósmyndun og grafíska hönnun,“ segir hann og vonast til að kraftaverkin setji nú svip sinn á starfsframann líkt og þau hafa gert í einkalífinu. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
„Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu. „Þetta hefur því verið afar erfitt fyrir hana, hún átti til dæmis erfitt með svefn og svo bættist morgunógleði ofan á allt saman,“ segir Buggle. Drengnum hefur verið gefið nafnið Adam Ástráður, afanum til mikillar ánægju, en hann verður skírður eftir um það bil mánuð. Buggle er uppalinn í Bandaríkjunum en á íslenska móður og hefur verið búsettur hér á landi í rúm níu ár. Adam Ástráður fær því föðurnafn eftir íslenskum hefðum og verður Kristofersson. Buggle segir að aðstandendur sínir í Bandaríkjunum hafi verið áhyggjufullir meðan á meðgöngunni stóð en Ásdís er fjörutíu og eins árs og þar sem hún er fjölfötluð var mikil hætta á því að hún fengi blóðtappa. „Þau eru því afar kát núna og ég á von á systur minni í heimsókn von bráðar,“ segir hann. Adam Ástráður var sannkölluð himnasending en þau hjón, sem hafa nú verið gift í tvö ár, voru farin að huga að því að nýta sér þjónustu staðgöngumóður. Þau voru einnig farin að velta fyrir sér ættleiðingu en það hefði getað orðið flókið því lög kveða á um að fjölfatlað fólk geti ekki ættleitt börn. En nú hefur sá litli skorið blessunarlega á hnútinn. En hverjum líkist Adam litli? „Ég myndi segja að hann hefði munninn og augun frá mér en nefið og eyrun frá Ásdísi þannig að hann er góð blanda af okkur báðum,“ segir faðirinn. Buggle er tölvuviðgerðarmaður en hann er einnig að vinna við forritun og það kemur sér vel að hann getur unnið við það heima við. Hann er jafnframt stuðningsfulltrúi konu sinnar svo hann hefur komið málum nokkuð haganlega fyrir nú í annríkinu sem fram undan er. „Ég er síðan að vinna að því að gerast verktaki við ljósmyndun og grafíska hönnun,“ segir hann og vonast til að kraftaverkin setji nú svip sinn á starfsframann líkt og þau hafa gert í einkalífinu. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira