Endurskoða þarf hvata og gatnakerfi 26. ágúst 2011 02:00 sverrir viðar hauksson Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. „Í Noregi er komið eitt stærsta rafbílasamfélag í heiminum, þar eru komnir upp undir fjögur þúsund rafbílar. Þeir eru eiginlega allir á Óslóarsvæðinu og flestir í úthverfunum sem annar bíll heimilisins. Norðmenn hafa fellt niður öll gjöld af rafbílum, þannig að þeir nálgast bensínbíla í innkaupaverði, og boðið er upp á fría hleðslu.“ Sverrir segir að stóri hvatinn varðandi rafmagnsbílana liggi þó í gatnakerfinu. „Rafbílar mega nýta sér akreinar sem eru sérstaklega fyrir strætisvagna. Ég ræddi við mann í Ósló sem býr í úthverfi. Ef hann keyrir á bensínbíl er hann einn klukkutíma og korter á leiðinni heim úr vinnunni. Sé hann á rafmagnsbílnum tekur sama ferð korter. Þarna er hvatinn.“ Sverrir bendir á að að þessu þurfi að huga í skipulagi gatnakerfa. Fækka þurfi umferðarljósum og leggja fleiri mislæg gatnamót og slaufur. Það spari beinharða peninga, þar sem það kosti nokkur þúsund á mánuði fyrir lítinn fólksbíl að standa stopp á rauðu ljósi í daglegri umferð. „Reyndar er kominn búnaður í bíla sem stöðvar vélina á ljósum, svokallaður „stop and go“ búnaður. Þessu fylgir hins vegar ákveðið flækjustig, en stjórnvöld geta leyst úr því með því að fella niður skatta á ákveðna aukahluti sem gera bíla vistvænni.“ Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. „Í Noregi er komið eitt stærsta rafbílasamfélag í heiminum, þar eru komnir upp undir fjögur þúsund rafbílar. Þeir eru eiginlega allir á Óslóarsvæðinu og flestir í úthverfunum sem annar bíll heimilisins. Norðmenn hafa fellt niður öll gjöld af rafbílum, þannig að þeir nálgast bensínbíla í innkaupaverði, og boðið er upp á fría hleðslu.“ Sverrir segir að stóri hvatinn varðandi rafmagnsbílana liggi þó í gatnakerfinu. „Rafbílar mega nýta sér akreinar sem eru sérstaklega fyrir strætisvagna. Ég ræddi við mann í Ósló sem býr í úthverfi. Ef hann keyrir á bensínbíl er hann einn klukkutíma og korter á leiðinni heim úr vinnunni. Sé hann á rafmagnsbílnum tekur sama ferð korter. Þarna er hvatinn.“ Sverrir bendir á að að þessu þurfi að huga í skipulagi gatnakerfa. Fækka þurfi umferðarljósum og leggja fleiri mislæg gatnamót og slaufur. Það spari beinharða peninga, þar sem það kosti nokkur þúsund á mánuði fyrir lítinn fólksbíl að standa stopp á rauðu ljósi í daglegri umferð. „Reyndar er kominn búnaður í bíla sem stöðvar vélina á ljósum, svokallaður „stop and go“ búnaður. Þessu fylgir hins vegar ákveðið flækjustig, en stjórnvöld geta leyst úr því með því að fella niður skatta á ákveðna aukahluti sem gera bíla vistvænni.“
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira