Lífið

Bjóða fram sverð sín og skildi

á ekki von á góðu Kit Harington, ein af stjörnum Game of Thrones, á ekki von á góðu ef hann lendir í klónum á jarlinum Hafsteini Péturssyni og félögum hans í Rimmugýgi.
á ekki von á góðu Kit Harington, ein af stjörnum Game of Thrones, á ekki von á góðu ef hann lendir í klónum á jarlinum Hafsteini Péturssyni og félögum hans í Rimmugýgi.
„Ef kallið kemur þá erum við tilbúnir,“ segir Hafsteinn Pétursson, jarl og forsvarsmaður skylmingafélagsins Rimmugýgjar í Hafnarfirði.

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er tökulið þáttanna Game of Thrones væntanlegt hingað til lands seinna á þessu ári en það hyggst dvelja hér í tvær vikur. Þættirnir hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum, verið hlaðnir lofi og það er engu til sparað að gera þá sem glæsilegasta úr garði. Þannig munu tökur á annarri þáttaröðinni fara fram í þremur löndum samtímis: Norður-Írlandi, Króatíu og Íslandi en slíkt er víst einsdæmi í sjónvarpsframleiðslu.

Sé tekið mið af bókunum sem þættirnir byggja á má telja líklegt að tökurnar hér á landi verði mannaflsfrekar. Sérstaklega þyrfti að manna hlutverk villimanna sem búa handan við svokallaðan ísvegg. Hafsteinn segir þá vera kjörna í hlutverkið. „Ef þá vantar vígfima menn með sverð þá erum við til,“ segir Hafsteinn sem horfði á fyrsta þáttinn á sunnudaginn var. Og leist bara vel á.

Rimmugýgur æfir tvisvar í viku í bílakjallara undir verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði en skylmingafélagið var áður með aðstöðu í íþróttahúsi Lækjarskóla. „En við misstum það til lúðrasveitarinnar. Það hefði líka verið of lítið fyrir okkur í dag,“ en fimmtíu manns eru að staðaldri á æfingum Rimmugýgjar.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.