Sátt við ferlið en ekki niðurstöðuna 31. ágúst 2011 06:30 Vinstrihreyfingin – grænt framboð er á móti veru Íslands í Nató og lögðu þingmenn flokksins fram þingsályktunartillögu í maí um úrsögn úr bandalaginu. Samfylkingin vill Ísland áfram innan hernaðarbandalagsins. fréttablaðið/valli katrín jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató. Líkt og komið hefur fram samþykkti flokksráðið ályktun þess efnis að rannsókn færi fram á aðdraganda þess að Ísland samþykkti stuðning við loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Líbíu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að fara yfir veru okkar í Nató, en það liggur fyrir að við erum á móti henni, en einnig um ferlið í kringum þá aðild og það hvernig ákvarðanir eru teknar á þeim vettvangi,“ segir Katrín. Hún segir flest liggja fyrir varðandi aðdraganda stuðnings Íslendinga. Árni Þór Sigurðsson, annar fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, tekur undir það. Hann segir engan vafa á því að Össur Skarphéðinsson utanríkis-ráðherra hafi tekið ákvörðun á réttum forsendum. Andstaða Vinstri grænna hafi legið fyrir, en ráðherrann haft þinglegan meirihluta að baki sér. Árni Þór segir að mögulega skorti upplýsingar um hvernig málið bar að. „Við vorum bæði í ríkisstjórn og í þinginu sammála um að styðja stefnumótun Sameinuðu þjóðanna gagnvart stjórnvöldum í Líbíu.“ Árni Þór segir hins vegar að frá upphafi hafi flokkurinn verið á móti loftárásum Nató á landið. „Það er hins vegar ekkert óljóst í þessu. Utanríkisráðherra ber stjórnskipulega ábyrgð á því að fastafulltrúi Íslands hjá Nató geri ekki athugasemd við loftárásirnar. Þá var hann búinn að kanna hug þingsins samkvæmt lögum og utanríkismálanefnd búin að fjalla um málið. Ákvörðunin hafði meirihlutastuðning á Alþingi.“ Árni Þór segir að þótt ferlið hafi verið rétt hafi flokkurinn verið ósammála niðurstöðunni. Össuri hafi verið ljóst að Vinstri græn gerðu athugasemdir, en hafi haft þinglegan meirihluta á bak við sig. Spurður hvort andstaða Vinstri grænna gagnvart Nató þvælist fyrir þeim í ríkisstjórn minnir Árni Þór á að það sé ekki einsdæmi að flokkur á móti hernaðarbandalögum sitji í ríkisstjórn. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvernig Ísland tekur afstöðu innan hernaðarbandalagsins á meðan það er þar. kolbeinn@frettabladid.isárni þór sigurðsson Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
katrín jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató. Líkt og komið hefur fram samþykkti flokksráðið ályktun þess efnis að rannsókn færi fram á aðdraganda þess að Ísland samþykkti stuðning við loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Líbíu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að fara yfir veru okkar í Nató, en það liggur fyrir að við erum á móti henni, en einnig um ferlið í kringum þá aðild og það hvernig ákvarðanir eru teknar á þeim vettvangi,“ segir Katrín. Hún segir flest liggja fyrir varðandi aðdraganda stuðnings Íslendinga. Árni Þór Sigurðsson, annar fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, tekur undir það. Hann segir engan vafa á því að Össur Skarphéðinsson utanríkis-ráðherra hafi tekið ákvörðun á réttum forsendum. Andstaða Vinstri grænna hafi legið fyrir, en ráðherrann haft þinglegan meirihluta að baki sér. Árni Þór segir að mögulega skorti upplýsingar um hvernig málið bar að. „Við vorum bæði í ríkisstjórn og í þinginu sammála um að styðja stefnumótun Sameinuðu þjóðanna gagnvart stjórnvöldum í Líbíu.“ Árni Þór segir hins vegar að frá upphafi hafi flokkurinn verið á móti loftárásum Nató á landið. „Það er hins vegar ekkert óljóst í þessu. Utanríkisráðherra ber stjórnskipulega ábyrgð á því að fastafulltrúi Íslands hjá Nató geri ekki athugasemd við loftárásirnar. Þá var hann búinn að kanna hug þingsins samkvæmt lögum og utanríkismálanefnd búin að fjalla um málið. Ákvörðunin hafði meirihlutastuðning á Alþingi.“ Árni Þór segir að þótt ferlið hafi verið rétt hafi flokkurinn verið ósammála niðurstöðunni. Össuri hafi verið ljóst að Vinstri græn gerðu athugasemdir, en hafi haft þinglegan meirihluta á bak við sig. Spurður hvort andstaða Vinstri grænna gagnvart Nató þvælist fyrir þeim í ríkisstjórn minnir Árni Þór á að það sé ekki einsdæmi að flokkur á móti hernaðarbandalögum sitji í ríkisstjórn. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvernig Ísland tekur afstöðu innan hernaðarbandalagsins á meðan það er þar. kolbeinn@frettabladid.isárni þór sigurðsson
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira