Reglum um erfðabreyttan mat frestað 3. september 2011 05:30 Jóhannes Gunnarsson Matvælareglugerð skotið á frest Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað gildistöku reglugerðar um merkingu matvæla sem innihalda erfðabreytt matvæli. Neytendasamtökin segja um mikið hagsmunamál fyrir neytendur að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Fréttablaðið/Vilhelm Neytendamál Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað til áramóta gildistöku reglugerðar um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla, sem átti að taka gildi síðastliðinn miðvikudag. Neytendasamtökin mótmæla frestuninni harðlega en lögfræðingur í ráðuneytinu segir innflytjendur hafa beðið um frestinn. Sá hluti reglugerðarinnar sem veit að merkingum dýrafóðurs úr erfðabreyttum hráefnum hefur þegar tekið gildi. Reglugerðin felur í sér að matvæli sem innihalda erfðabreyttar lífverur, til dæmis hveitikorn, maís eða soja, skuli merkt greinilega á umbúðum eða í hillu. Markmiðið með reglunum er að upplýsa neytendur matvæla og kaupendur fóðurs um innihald vöru, það er hvort hún innihaldi erfðabreytt hráefni. Deilur um ágæti erfðabreyttra matvæla hafa verið eitt stærsta neytendamál síðari ára á heimsvísu. Skýrar reglugerðir um merkingu erfðabreyttra matvæla eru í öllum öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) en málin horfa öðru vísi við í Bandaríkjunum og erfitt gæti reynst að fá nauðsynlegar upplýsingar um allar vörur. Baldur Erlingsson, lögfræðingur hjá ráðuneytinu, segir innflytjendur matvöru frá Bandaríkjunum hafa óskað eftir frestinum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir þó að reglurnar muni koma til framkvæmda. „Það er engan bilbug á okkur í ráðuneytinu að finna og þessi reglugerð er á leiðinni,“ segir Bjarni en bætir því við að það hafi þótti sjálfsagt að verða við ósk um frest því að aðlögunin gæti tekið tíma og enn þurfi að fara í gegnum ýmis atriði. „Það er alveg eðlilegt.“ Neytendasamtökin fögnuðu nýju reglugerðinni er hún var undirrituð í lok síðasta árs en harma nú frestunina. „Ég skil ekki þessa frestun og vil fá rök ráðherra fyrir henni,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég spyr því, hverra hagsmuna er verið að gæta? Eru það hagsmunir innflytjenda?“ Jóhannes segir einnig umhugsunarvert hvort til standi að breyta reglunum frekar áður en þær taki gildi. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk Neytendasamtakanna að segja fólki hvort það eigi að kaupa erfðabreyttar vörur eða ekki. „Hins vegar þurfa neytendur slíkar upplýsingar til að geta valið vörur á upplýstan hátt.“ Jóhannes segir innflytjendur hafa fengið nægt svigrúm til að laga sig að reglugerðinni. Þar að auki hafi önnur EES-ríki búið við slíkar reglur um árabil. „En við sitjum enn og bíðum, og það er óviðunandi fyrir íslenska neytendur.“thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Matvælareglugerð skotið á frest Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað gildistöku reglugerðar um merkingu matvæla sem innihalda erfðabreytt matvæli. Neytendasamtökin segja um mikið hagsmunamál fyrir neytendur að ræða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Fréttablaðið/Vilhelm Neytendamál Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað til áramóta gildistöku reglugerðar um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla, sem átti að taka gildi síðastliðinn miðvikudag. Neytendasamtökin mótmæla frestuninni harðlega en lögfræðingur í ráðuneytinu segir innflytjendur hafa beðið um frestinn. Sá hluti reglugerðarinnar sem veit að merkingum dýrafóðurs úr erfðabreyttum hráefnum hefur þegar tekið gildi. Reglugerðin felur í sér að matvæli sem innihalda erfðabreyttar lífverur, til dæmis hveitikorn, maís eða soja, skuli merkt greinilega á umbúðum eða í hillu. Markmiðið með reglunum er að upplýsa neytendur matvæla og kaupendur fóðurs um innihald vöru, það er hvort hún innihaldi erfðabreytt hráefni. Deilur um ágæti erfðabreyttra matvæla hafa verið eitt stærsta neytendamál síðari ára á heimsvísu. Skýrar reglugerðir um merkingu erfðabreyttra matvæla eru í öllum öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) en málin horfa öðru vísi við í Bandaríkjunum og erfitt gæti reynst að fá nauðsynlegar upplýsingar um allar vörur. Baldur Erlingsson, lögfræðingur hjá ráðuneytinu, segir innflytjendur matvöru frá Bandaríkjunum hafa óskað eftir frestinum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir þó að reglurnar muni koma til framkvæmda. „Það er engan bilbug á okkur í ráðuneytinu að finna og þessi reglugerð er á leiðinni,“ segir Bjarni en bætir því við að það hafi þótti sjálfsagt að verða við ósk um frest því að aðlögunin gæti tekið tíma og enn þurfi að fara í gegnum ýmis atriði. „Það er alveg eðlilegt.“ Neytendasamtökin fögnuðu nýju reglugerðinni er hún var undirrituð í lok síðasta árs en harma nú frestunina. „Ég skil ekki þessa frestun og vil fá rök ráðherra fyrir henni,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Ég spyr því, hverra hagsmuna er verið að gæta? Eru það hagsmunir innflytjenda?“ Jóhannes segir einnig umhugsunarvert hvort til standi að breyta reglunum frekar áður en þær taki gildi. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk Neytendasamtakanna að segja fólki hvort það eigi að kaupa erfðabreyttar vörur eða ekki. „Hins vegar þurfa neytendur slíkar upplýsingar til að geta valið vörur á upplýstan hátt.“ Jóhannes segir innflytjendur hafa fengið nægt svigrúm til að laga sig að reglugerðinni. Þar að auki hafi önnur EES-ríki búið við slíkar reglur um árabil. „En við sitjum enn og bíðum, og það er óviðunandi fyrir íslenska neytendur.“thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent