Íslendingar hafa eytt 900 milljónum í Harry Potter Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 9. september 2011 11:00 Vísir/Getty Íslendingar hafa keypt Harry Potter-bækur, mynddiska og bíómiða fyrir 900 milljónir íslenskra króna. Þá er ekki tekið með í reikninginn tölvuleikirnir og þær ótalmörgu skólatöskur, pennaveski og jafnvel boltar sem hafa selst eins og heitar lummur í leik- og ritfangaverslunum landsins. Síðustu forvöð eru að sjá síðustu Harry Potter-myndina, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, í bíó um þessar mundir. Fyrsta Harry Potter-bókin af sjö eftir J.K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út hér á landi í íslenskri þýðingu árið 1999 á vegum bókaútgáfunnar Bjarts. Á þeim bænum höfðu menn óljósan grun um hvað væri í vændum. „Að meðaltali hefur hver bók selst í tuttugu þúsund eintökum,“ segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Bjarti-Veröld, sem gefur bækurnar út hér á landi. Sem þýðir að 140 þúsund Harry Potter-bækur hafa selst hér á landi. Ef hver þeirra kostar í kringum 2.500 krónur hafa Potter-bækur verið seldar fyrir 350 milljónir íslenskra króna. Þorvaldur Árnason, framkvæmdarstjóri Samfilm, segir að frá því að fyrsta myndin um Potter og vini hans var frumsýnd árið 2001 hafi 430 þúsund gestir séð Harry Potter-myndirnar átta, bíómiðar hafi því verið seldir fyrir 360 milljónir. Nýjasta myndin, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, hefur þegar halað inn 63 milljónir í miðasölu. „Í upphafi óraði engan fyrir að þetta yrði svona vinsælt í tíu ár. Maður er náttúrulega bara rosalega glaður og það er ekki hægt að kvarta undan Harry Potter,“ en hver einasta Potter-mynd hefur halað inn yfir milljarð dala í miðasölu á heimsvísu. En þá er ekki allt upptalið því Þorvaldi reiknast til að hátt í 75 þúsund Harry Potter-mynddiskar hafi selst hér á landi og miðað við útsöluverð, sem er 2.500 krónur, gerir það sölu upp á 187 milljónir. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslendingar hafa keypt Harry Potter-bækur, mynddiska og bíómiða fyrir 900 milljónir íslenskra króna. Þá er ekki tekið með í reikninginn tölvuleikirnir og þær ótalmörgu skólatöskur, pennaveski og jafnvel boltar sem hafa selst eins og heitar lummur í leik- og ritfangaverslunum landsins. Síðustu forvöð eru að sjá síðustu Harry Potter-myndina, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, í bíó um þessar mundir. Fyrsta Harry Potter-bókin af sjö eftir J.K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út hér á landi í íslenskri þýðingu árið 1999 á vegum bókaútgáfunnar Bjarts. Á þeim bænum höfðu menn óljósan grun um hvað væri í vændum. „Að meðaltali hefur hver bók selst í tuttugu þúsund eintökum,“ segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Bjarti-Veröld, sem gefur bækurnar út hér á landi. Sem þýðir að 140 þúsund Harry Potter-bækur hafa selst hér á landi. Ef hver þeirra kostar í kringum 2.500 krónur hafa Potter-bækur verið seldar fyrir 350 milljónir íslenskra króna. Þorvaldur Árnason, framkvæmdarstjóri Samfilm, segir að frá því að fyrsta myndin um Potter og vini hans var frumsýnd árið 2001 hafi 430 þúsund gestir séð Harry Potter-myndirnar átta, bíómiðar hafi því verið seldir fyrir 360 milljónir. Nýjasta myndin, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, hefur þegar halað inn 63 milljónir í miðasölu. „Í upphafi óraði engan fyrir að þetta yrði svona vinsælt í tíu ár. Maður er náttúrulega bara rosalega glaður og það er ekki hægt að kvarta undan Harry Potter,“ en hver einasta Potter-mynd hefur halað inn yfir milljarð dala í miðasölu á heimsvísu. En þá er ekki allt upptalið því Þorvaldi reiknast til að hátt í 75 þúsund Harry Potter-mynddiskar hafi selst hér á landi og miðað við útsöluverð, sem er 2.500 krónur, gerir það sölu upp á 187 milljónir.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira