Tugir stórfyrirtækja hafa flúið krónuna 15. september 2011 05:00 Upplýsti á þingi að 37 af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gerðu reikninga sína upp í erlendri mynt.fréttablaðið/stefán Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lét taka saman fyrir sig. Samanlögð velta fyrirtækjanna frá þeim tíma sem þau hófu að gera upp í erlendri mynt nemur 1.635 milljörðum króna. Af þessum fyrirtækjum eru ellefu sjávarútvegsfyrirtæki, sem samanlagt eiga um 42 prósent af aflamarki. Magnús Orri segir það umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtækin njóti kostanna við uppgjör í erlendri mynt berjist samtök þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna, með kjafti og klóm gegn því að almenningur fái notið sömu kjara. „Útgerðarmennirnir gera upp í evrum og njóta þannig lægri vaxta og minni sveiflna en standa svo í baráttunni gegn því að starfsmenn þeirra, fiskvinnslufólk og sjómenn, fái sömu kjör.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ljóst væri að evran væri komin inn bakdyramegin sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar. „Það er ljóst að stór og vel rekin fyrirtæki telja hagsmunum sínum betur borgið við það að gera upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni. Það þarf að skoða, það er nokkuð ljóst.“ Ragnheiður sagði það einnig umhugsunarefni hvernig gjaldeyrishöftin kæmu við fyrirtækin. Þau gætu leitt til þess að fyrirtæki með hátt hlutfall tekna í erlendri mynt færði höfuðstöðvar sínar úr landi. Magnús Orri tekur undir þessar áhyggjur og segir það að fyrirtækin flýi krónuna auka líkur á því að þau flytji höfuðstöðvar sínar út. „Stóru verðmætu fyrirtækin okkar eiga þess kost að fara út úr krónunni og það hafa mörg þeirra gert. Almenningur hefur ekki sama valkost og situr eftir með háa vexti og óvissu í rekstri heimila.“kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lét taka saman fyrir sig. Samanlögð velta fyrirtækjanna frá þeim tíma sem þau hófu að gera upp í erlendri mynt nemur 1.635 milljörðum króna. Af þessum fyrirtækjum eru ellefu sjávarútvegsfyrirtæki, sem samanlagt eiga um 42 prósent af aflamarki. Magnús Orri segir það umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtækin njóti kostanna við uppgjör í erlendri mynt berjist samtök þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna, með kjafti og klóm gegn því að almenningur fái notið sömu kjara. „Útgerðarmennirnir gera upp í evrum og njóta þannig lægri vaxta og minni sveiflna en standa svo í baráttunni gegn því að starfsmenn þeirra, fiskvinnslufólk og sjómenn, fái sömu kjör.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ljóst væri að evran væri komin inn bakdyramegin sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar. „Það er ljóst að stór og vel rekin fyrirtæki telja hagsmunum sínum betur borgið við það að gera upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni. Það þarf að skoða, það er nokkuð ljóst.“ Ragnheiður sagði það einnig umhugsunarefni hvernig gjaldeyrishöftin kæmu við fyrirtækin. Þau gætu leitt til þess að fyrirtæki með hátt hlutfall tekna í erlendri mynt færði höfuðstöðvar sínar úr landi. Magnús Orri tekur undir þessar áhyggjur og segir það að fyrirtækin flýi krónuna auka líkur á því að þau flytji höfuðstöðvar sínar út. „Stóru verðmætu fyrirtækin okkar eiga þess kost að fara út úr krónunni og það hafa mörg þeirra gert. Almenningur hefur ekki sama valkost og situr eftir með háa vexti og óvissu í rekstri heimila.“kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira