Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða 17. september 2011 07:30 Stopp Engar langreyðar eru veiddar þetta sumarið og segir utanríkisráðherra það benda sterklega til þess að ekki sé markaður fyrir afurðirnar.Fréttablaðið/anton Össur Skarphéðinsson Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. „Við höfum alltaf sagt að við nýtum auðlindir okkar með sjálfbærum hætti. Það má draga í efa að við nýtum þær með sjálfbærum hætti ef við veiðum langreyði sem ekki er hægt að selja. Það hafa verið bornar brigður á að hægt sé að selja afurðirnar,“ segir Össur. „Í mínum huga er engin spurning um að veiðar á hrefnu eru sjálfbærar, en í strangasta skilningi sjálfbærni er hægt að setja spurningarmerki við að langreyðarveiðarnar séu það.“ Hann segir að ekki verði betur séð en ekki sé hægt að selja afurðirnar nú, sem sé væntanlega ástæða þess að ekki sé verið að veiða stórhveli um þessar mundir. Þrátt fyrir efasemdir um sjálfbærni stórhvelaveiða Íslendinga segist Össur hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að vinaþjóð eins og Bandaríkin skuli hafa gripið til þeirra ráða að beita Ísland diplómatískum þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða í atvinnuskyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. „Það veldur mér vonbrigðum að sjá þá skammsýni sem felst í því að ætla hugsanlega að láta þetta koma niður á samstarfi um norðurslóðir,“ segir Össur. Hann segir að viðræður hafi staðið yfir við bandarísk stjórnvöld um samstarf sem þjónað hefði hagsmunum beggja þjóða. „Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður, það eru margar þjóðir sem vilja samstarf við Íslendinga um norðurslóðir. Við verðum þá bara að einbeita okkur að þeim, ef Bandaríkjamenn hafa ekki áhuga á að eiga við okkur samstarf,“ segir Össur. „Ég get nefnt Rússa, Kínverja, Norðmenn og fleiri.“ brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. „Við höfum alltaf sagt að við nýtum auðlindir okkar með sjálfbærum hætti. Það má draga í efa að við nýtum þær með sjálfbærum hætti ef við veiðum langreyði sem ekki er hægt að selja. Það hafa verið bornar brigður á að hægt sé að selja afurðirnar,“ segir Össur. „Í mínum huga er engin spurning um að veiðar á hrefnu eru sjálfbærar, en í strangasta skilningi sjálfbærni er hægt að setja spurningarmerki við að langreyðarveiðarnar séu það.“ Hann segir að ekki verði betur séð en ekki sé hægt að selja afurðirnar nú, sem sé væntanlega ástæða þess að ekki sé verið að veiða stórhveli um þessar mundir. Þrátt fyrir efasemdir um sjálfbærni stórhvelaveiða Íslendinga segist Össur hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að vinaþjóð eins og Bandaríkin skuli hafa gripið til þeirra ráða að beita Ísland diplómatískum þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða í atvinnuskyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. „Það veldur mér vonbrigðum að sjá þá skammsýni sem felst í því að ætla hugsanlega að láta þetta koma niður á samstarfi um norðurslóðir,“ segir Össur. Hann segir að viðræður hafi staðið yfir við bandarísk stjórnvöld um samstarf sem þjónað hefði hagsmunum beggja þjóða. „Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður, það eru margar þjóðir sem vilja samstarf við Íslendinga um norðurslóðir. Við verðum þá bara að einbeita okkur að þeim, ef Bandaríkjamenn hafa ekki áhuga á að eiga við okkur samstarf,“ segir Össur. „Ég get nefnt Rússa, Kínverja, Norðmenn og fleiri.“ brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira