Misbeiting hugmyndafræðinnar Davíð Þór Jónsson skrifar 17. september 2011 06:00 Ég er sósíalisti. Ég tel að allir eigi að hafa jafnan rétt til menntunar og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Ég tel reynsluna hafa sýnt að einkarekstur á grunnþjónustu samfélagsins leiði undantekningalítið til misréttis. Markmið einkafyrirtækja er að skila hagnaði og sumt á að mínum dómi einfaldlega ekki að skila hagnaði. Ég er kristinn. Ég trúi á Guð. Ég trúi að maður eigi að gera öðrum það sem maður vill að aðrir geri sér, að það sé ekki nóg að láta það ógert að gera öðrum það sem maður vill ekki að aðrir geri sér. Ég trúi með öðrum orðum á guð sem leggur á okkur ábyrgð og skyldur, ekki bara taumhald og bönn. Ég er femínisti. Ég styð félagslegt, efnahagslegt og pólitískt jafnrétti kynjanna. Mér finnst að allir eigi að fá sömu tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kynferði. Í raun get ég ekki verið sósíalisti án þess að vera femínisti. Öllu sem hér hefur verið nefnt hefur verið miskunnarlaust misbeitt í gegn um tíðina. Öll þessi hugmyndafræði bræðralags, samhjálpar og mannjöfnuðar hefur verið notuð til að réttlæta mannréttindabrot, misrétti og kúgun. En gúlagið var ekki sósíalismi. Krossferðir og hommahatur eru ekki kristindómur. Ekki frekar en að 11. september hafi verið islam eða að pyntingar og aftökur guðleysingja á kirkjunnar fólki í Austur-Evrópu kommúnismans hafi verið siðrænn húmanismi. Vandamálið er ekki hugmyndafræði. Vandamálið er hrætt fólk sem notar hugmyndafræði til að réttlæta ofbeldi. Ofbeldi er viðbragð hugleysingjans við því sem hann upplifir sem „öðruvísi“. Vandamálið er óttinn við „hina“ og hugsun sem hólfar fólk niður í „okkur“ og „hina“. Vandamálið er óþol gagnvart því sem fellur ekki að manns eigin þægilegu heimsmynd. Femínismi, sem setur konur í þá stöðu að þurfa að afsaka og réttlæta klæðaburð sinn, notkun á snyrtivörum, verkaskiptinguna inni á heimilinu eða jafnvel langanir í kynlífi, er á villigötum. Þegar hugmyndafræði, sama hvaða nafni hún nefnist, fer að fela í sér ritskoðun, tískulögreglu og persónunjósnir er hún löngu hætt að snúast um hugsjónir. Þá hefur vænisýkin tekið völdin, eins og svo sorglega mörg dæmi sanna. Það gildir einu með hvaða hugtökum gerræði er skreytt, á hvaða hugmyndafræði það er hengt. Ofbeldi verður alltaf ofbeldi. Það verður aldrei kristindómur, islam, sósíalismi eða femínismi, hvað sem hver segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun
Ég er sósíalisti. Ég tel að allir eigi að hafa jafnan rétt til menntunar og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Ég tel reynsluna hafa sýnt að einkarekstur á grunnþjónustu samfélagsins leiði undantekningalítið til misréttis. Markmið einkafyrirtækja er að skila hagnaði og sumt á að mínum dómi einfaldlega ekki að skila hagnaði. Ég er kristinn. Ég trúi á Guð. Ég trúi að maður eigi að gera öðrum það sem maður vill að aðrir geri sér, að það sé ekki nóg að láta það ógert að gera öðrum það sem maður vill ekki að aðrir geri sér. Ég trúi með öðrum orðum á guð sem leggur á okkur ábyrgð og skyldur, ekki bara taumhald og bönn. Ég er femínisti. Ég styð félagslegt, efnahagslegt og pólitískt jafnrétti kynjanna. Mér finnst að allir eigi að fá sömu tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kynferði. Í raun get ég ekki verið sósíalisti án þess að vera femínisti. Öllu sem hér hefur verið nefnt hefur verið miskunnarlaust misbeitt í gegn um tíðina. Öll þessi hugmyndafræði bræðralags, samhjálpar og mannjöfnuðar hefur verið notuð til að réttlæta mannréttindabrot, misrétti og kúgun. En gúlagið var ekki sósíalismi. Krossferðir og hommahatur eru ekki kristindómur. Ekki frekar en að 11. september hafi verið islam eða að pyntingar og aftökur guðleysingja á kirkjunnar fólki í Austur-Evrópu kommúnismans hafi verið siðrænn húmanismi. Vandamálið er ekki hugmyndafræði. Vandamálið er hrætt fólk sem notar hugmyndafræði til að réttlæta ofbeldi. Ofbeldi er viðbragð hugleysingjans við því sem hann upplifir sem „öðruvísi“. Vandamálið er óttinn við „hina“ og hugsun sem hólfar fólk niður í „okkur“ og „hina“. Vandamálið er óþol gagnvart því sem fellur ekki að manns eigin þægilegu heimsmynd. Femínismi, sem setur konur í þá stöðu að þurfa að afsaka og réttlæta klæðaburð sinn, notkun á snyrtivörum, verkaskiptinguna inni á heimilinu eða jafnvel langanir í kynlífi, er á villigötum. Þegar hugmyndafræði, sama hvaða nafni hún nefnist, fer að fela í sér ritskoðun, tískulögreglu og persónunjósnir er hún löngu hætt að snúast um hugsjónir. Þá hefur vænisýkin tekið völdin, eins og svo sorglega mörg dæmi sanna. Það gildir einu með hvaða hugtökum gerræði er skreytt, á hvaða hugmyndafræði það er hengt. Ofbeldi verður alltaf ofbeldi. Það verður aldrei kristindómur, islam, sósíalismi eða femínismi, hvað sem hver segir.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun