Baráttan erfiða um orðsporið 2. október 2011 13:00 Þegar í óefni er komið veltir Starkaður Leví, helsta persóna skáldsögunnar Mannorðs eftir Bjarna Bjarnason, því fyrir sér hvort hægt sé að kaupa nýtt mannorð. Fréttablaðið/Anton Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni. „Sögupersónan elti mig eins og skugginn um kaffihús, flugvélar, flugstöðvar og hótel og ég saknaði hennar dálítið þegar ég þurfti að skilja við hana. Ef ég glugga í bókina núna er ég ekki að spá í hana sem bókmenntaverk, heldur að gá hvernig gamall félagi minn hefur það," segir Bjarni Bjarnason rithöfundur um níundu skáldsögu sína, Mannorð, sem kom út í síðustu viku. Að sögn Bjarna flaug téð sögupersóna, Starkaður Leví, of nærri sólu á útrásartímanum og brenndi vængina. Í bókinni nýtur hann hins ljúfa lífs erlendis en fer svo að sakna heimahaganna og áttar sig á að hann þráir viðurkenningu frá sínu eigin fólki. Þegar til Íslands er komið biður Starkaður þjóðina opinberlega fyrirgefningar en lendir þess í stað í stökustu vandræðum. Honum er bolað út af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu, hrint í Kringlunni og fleira í þeim dúr. Þegar ofan á bætist hugsanlegur fangelsisdómur vaknar hjá honum sú hugmynd hvort mögulegt sé að kaupa sér nýtt mannorð. Leiða þær umleitanir Starkað að Almari Loga, vel liðnum rithöfundi sem undir niðri hefur glatað trú á samfélag sitt. Bjarni, sem hóf að skrifa Mannorð í apríl í fyrra, nýtti sér meðal annars munnmælasögur um þær viðtökur sem útrásarvíkingar höfðu fengið í sínu daglega lífi eftir hrunið við skriftirnar. Hann segist hafa beðið marga um að lesa handritið að bókinni yfir, þar á meðal fólk sem tengt er viðskiptaheiminum. „Í ljós kom að lesendur meta það með mismunandi hætti hvernig gott mannorð verður til. Baráttan um orðsporið er mikið til barátta um „status" í borgaralegum heimi. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en verið samt hataðir. Þá verður bersýnilegt að mannorð veltur á fullkomlega huglægum gildum, hverfulum samskiptum allt niður í hvort einhver brosti falskt eða ekki á svipulu augnabliki. Að reyna að stjórna orðspori getur verið eins og að reyna að stjórna vindinum. Það er þó nokkuð sem Starkaður Leví reynir að gera í sögunni með miklum en umdeilanlegum árangri," segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni afar dularfulla tilfinningu fylgja því að senda frá sér þessa bók. „Allt breyttist hjá mér. Ég skrifaði bókina mest á kaffihúsinu Súfistanum. Þegar ég var búinn með bókina var kaffihúsinu lokað og innréttingin rifin niður, sem er óhugnanlega mikið í anda sögunnar. Á sama tíma þurrkaðist Facebook-síðan mín út og hefur ekkert bólað á henni síðan, sem er enn meira í anda sögunnar. Ég get því með sanni sagt að þegar ég hafi látið verkið frá mér hafi ég glatað stórum hluta af sjálfum mér. Núna er ég að leita að nýju kaffihúsi til að vinna á, nýju Facebook-sjálfi og áhugaverðri sögupersónu. Allar hugmyndir eru vel þegnar." kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni. „Sögupersónan elti mig eins og skugginn um kaffihús, flugvélar, flugstöðvar og hótel og ég saknaði hennar dálítið þegar ég þurfti að skilja við hana. Ef ég glugga í bókina núna er ég ekki að spá í hana sem bókmenntaverk, heldur að gá hvernig gamall félagi minn hefur það," segir Bjarni Bjarnason rithöfundur um níundu skáldsögu sína, Mannorð, sem kom út í síðustu viku. Að sögn Bjarna flaug téð sögupersóna, Starkaður Leví, of nærri sólu á útrásartímanum og brenndi vængina. Í bókinni nýtur hann hins ljúfa lífs erlendis en fer svo að sakna heimahaganna og áttar sig á að hann þráir viðurkenningu frá sínu eigin fólki. Þegar til Íslands er komið biður Starkaður þjóðina opinberlega fyrirgefningar en lendir þess í stað í stökustu vandræðum. Honum er bolað út af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu, hrint í Kringlunni og fleira í þeim dúr. Þegar ofan á bætist hugsanlegur fangelsisdómur vaknar hjá honum sú hugmynd hvort mögulegt sé að kaupa sér nýtt mannorð. Leiða þær umleitanir Starkað að Almari Loga, vel liðnum rithöfundi sem undir niðri hefur glatað trú á samfélag sitt. Bjarni, sem hóf að skrifa Mannorð í apríl í fyrra, nýtti sér meðal annars munnmælasögur um þær viðtökur sem útrásarvíkingar höfðu fengið í sínu daglega lífi eftir hrunið við skriftirnar. Hann segist hafa beðið marga um að lesa handritið að bókinni yfir, þar á meðal fólk sem tengt er viðskiptaheiminum. „Í ljós kom að lesendur meta það með mismunandi hætti hvernig gott mannorð verður til. Baráttan um orðsporið er mikið til barátta um „status" í borgaralegum heimi. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en verið samt hataðir. Þá verður bersýnilegt að mannorð veltur á fullkomlega huglægum gildum, hverfulum samskiptum allt niður í hvort einhver brosti falskt eða ekki á svipulu augnabliki. Að reyna að stjórna orðspori getur verið eins og að reyna að stjórna vindinum. Það er þó nokkuð sem Starkaður Leví reynir að gera í sögunni með miklum en umdeilanlegum árangri," segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni afar dularfulla tilfinningu fylgja því að senda frá sér þessa bók. „Allt breyttist hjá mér. Ég skrifaði bókina mest á kaffihúsinu Súfistanum. Þegar ég var búinn með bókina var kaffihúsinu lokað og innréttingin rifin niður, sem er óhugnanlega mikið í anda sögunnar. Á sama tíma þurrkaðist Facebook-síðan mín út og hefur ekkert bólað á henni síðan, sem er enn meira í anda sögunnar. Ég get því með sanni sagt að þegar ég hafi látið verkið frá mér hafi ég glatað stórum hluta af sjálfum mér. Núna er ég að leita að nýju kaffihúsi til að vinna á, nýju Facebook-sjálfi og áhugaverðri sögupersónu. Allar hugmyndir eru vel þegnar." kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp