Máttu ekki neita að selja Heilagan papa 28. september 2011 05:30 Umdeildur Munkur Tjón brugghússins Ölvisholts vegna ákvörðunar ÁTVR um páskabjórinn Heilagan papa nam nokkrum milljónum króna. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var óheimilt að neita að taka bjórtegund í sölu vegna trúarlegra skírskotana á umbúðum, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis. Brugghúsið Ölvisholt ætlaði að selja páskabjórinn Heilagan papa síðastliðið vor, en ÁTVR neitaði að taka bjórinn í sölu þar sem forsvarsmenn verslunarinnar töldu trúarvísanir á umbúðum bjórsins brjóta í bága við almennt velsæmi. Á umbúðunum er mynd af krjúpandi munki með kross í hendi. Umboðsmaður Alþingis telur að ÁTVR hafi ekki haft heimild til að brjóta gegn tjáningar- og atvinnufrelsi bjórframleiðandans með því að neita að selja bjórinn. Jón E. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts, segir tjónið af því að skipta um merkimiða á bjórflöskunum hafa numið nokkrum milljónum króna. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir álit umboðsmanns snúast um lögin eins og þau hafi verið þegar málið hafi komið upp. Síðan þá hafi lögin breyst, og ÁTVR hafi skýrari heimildir í nýju lögunum. Hún vildi þó ekki segja til um hvort bjór í sömu eða sambærilegum umbúðum yrði hafnað á nýjan leik, en sagði hvert tilvik skoðað. „Það er í raun ótrúlegt hvernig ÁTVR tekur sér einhliða vald til að setja reglur án þess að hafa til þess nokkrar heimildir,“ segir Árni Helgason, lögmaður Ölvisholts. Hann segir nýju lögin í raun festa þetta fyrirkomulag í sessi. Hann segir að það veki spurningar hvaða sérfræðinga ÁTVR ætli að hafa við störf til að meta hvaða umbúðir geti sært velsæmi ákveðinna þjóðfélagshópa.- bj Fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var óheimilt að neita að taka bjórtegund í sölu vegna trúarlegra skírskotana á umbúðum, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis. Brugghúsið Ölvisholt ætlaði að selja páskabjórinn Heilagan papa síðastliðið vor, en ÁTVR neitaði að taka bjórinn í sölu þar sem forsvarsmenn verslunarinnar töldu trúarvísanir á umbúðum bjórsins brjóta í bága við almennt velsæmi. Á umbúðunum er mynd af krjúpandi munki með kross í hendi. Umboðsmaður Alþingis telur að ÁTVR hafi ekki haft heimild til að brjóta gegn tjáningar- og atvinnufrelsi bjórframleiðandans með því að neita að selja bjórinn. Jón E. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts, segir tjónið af því að skipta um merkimiða á bjórflöskunum hafa numið nokkrum milljónum króna. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir álit umboðsmanns snúast um lögin eins og þau hafi verið þegar málið hafi komið upp. Síðan þá hafi lögin breyst, og ÁTVR hafi skýrari heimildir í nýju lögunum. Hún vildi þó ekki segja til um hvort bjór í sömu eða sambærilegum umbúðum yrði hafnað á nýjan leik, en sagði hvert tilvik skoðað. „Það er í raun ótrúlegt hvernig ÁTVR tekur sér einhliða vald til að setja reglur án þess að hafa til þess nokkrar heimildir,“ segir Árni Helgason, lögmaður Ölvisholts. Hann segir nýju lögin í raun festa þetta fyrirkomulag í sessi. Hann segir að það veki spurningar hvaða sérfræðinga ÁTVR ætli að hafa við störf til að meta hvaða umbúðir geti sært velsæmi ákveðinna þjóðfélagshópa.- bj
Fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira