Íbúasamtök ósátt við frestun framkvæmda 28. september 2011 04:00 Umferðarþungi í Reykjavík Sundabraut átti meðal annars að létta á umferðarþunga um Vesturlandsveg.fréttablaðið/anton Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. „Þetta var eitt af loforðunum sem okkur voru gefin á sínum tíma. Það er margbúið að sanna að þetta yrði ein arðbærasta framkvæmd landsins,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. „Íbúar hafa gert ráð fyrir Sundabraut frá byrjun og það hefur óhemjumikil vinna farið í að skipuleggja hana. Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun.“ Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segist skilja ákvörðunina á ákveðinn hátt, þó Sundabraut hafi verið baráttumál Kjalarnesinga í langan tíma. „Þegar sorpið kom í Álfsnes var það gulrót fyrir Kjalnesinga að Sundabraut kæmi. Síðan hefur umferðin aukist gríðarlega og vegurinn ber hana engan veginn,“ segir Ásgeir. „Hins vegar vonast ég til þess að myndarlegt framlag komi til Kjalarness af þessum milljörðum sem munu fara í almenningssamgöngur. Það er ófremdarástand í þessu og kostar okkur gríðarlega fjármuni að keyra á einkabílum á milli.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal við Sundabraut, verði frestað í að minnsta kosti fimm ár. Þess í stað muni einn milljarður á ári næstu tíu árin fara í eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness, segir íbúa bæjarins fulla efasemda um fyrirætlanir stjórnvalda. „Við erum mjög óánægð með þetta,“ segir hann. „Við teljum Sundabraut nauðsynlega vegna umferðarþungans sem myndast á veginum. Það er mikilvægt öryggismál að þessi braut verði lögð.“ Árni segir gríðarlega hagsmuni liggja í Sundabraut, bæði fyrir íbúa Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Hann efast stórlega um að þingmenn Norðvesturkjördæmis muni samþykkja áform ríkisstjórnarinnar. „Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt,“ segir hann. „Ef atvinnulíf fer að taka við sér má gera ráð fyrir því að umferð aukist og þá er ótækt að þessi flöskuháls dragi úr því að það gangi hratt og örugglega fram.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. „Þetta var eitt af loforðunum sem okkur voru gefin á sínum tíma. Það er margbúið að sanna að þetta yrði ein arðbærasta framkvæmd landsins,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. „Íbúar hafa gert ráð fyrir Sundabraut frá byrjun og það hefur óhemjumikil vinna farið í að skipuleggja hana. Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun.“ Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segist skilja ákvörðunina á ákveðinn hátt, þó Sundabraut hafi verið baráttumál Kjalarnesinga í langan tíma. „Þegar sorpið kom í Álfsnes var það gulrót fyrir Kjalnesinga að Sundabraut kæmi. Síðan hefur umferðin aukist gríðarlega og vegurinn ber hana engan veginn,“ segir Ásgeir. „Hins vegar vonast ég til þess að myndarlegt framlag komi til Kjalarness af þessum milljörðum sem munu fara í almenningssamgöngur. Það er ófremdarástand í þessu og kostar okkur gríðarlega fjármuni að keyra á einkabílum á milli.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal við Sundabraut, verði frestað í að minnsta kosti fimm ár. Þess í stað muni einn milljarður á ári næstu tíu árin fara í eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness, segir íbúa bæjarins fulla efasemda um fyrirætlanir stjórnvalda. „Við erum mjög óánægð með þetta,“ segir hann. „Við teljum Sundabraut nauðsynlega vegna umferðarþungans sem myndast á veginum. Það er mikilvægt öryggismál að þessi braut verði lögð.“ Árni segir gríðarlega hagsmuni liggja í Sundabraut, bæði fyrir íbúa Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Hann efast stórlega um að þingmenn Norðvesturkjördæmis muni samþykkja áform ríkisstjórnarinnar. „Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt,“ segir hann. „Ef atvinnulíf fer að taka við sér má gera ráð fyrir því að umferð aukist og þá er ótækt að þessi flöskuháls dragi úr því að það gangi hratt og örugglega fram.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira