Áfram auglýst eftir vændi á netsíðum 29. september 2011 06:00 Steinunn Gyðu- og guðjónsdóttir Mótmæli gegn vændi Auðvelt er að finna auglýsingar frá mönnum sem óska eftir því að kaupa vændi.fréttablaðið/valli Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. „Það sem er að gerast á þessum stefnumótasíðum er að auglýsingar frá mönnum sem eru að óska eftir því að komast í kynni við konur sem selja sig, eru ekki teknar út,“ segir Steinunn. „Það er nákvæmlega þetta sem er ólöglegt, það er bannað að kaupa vændi.“ Steinunn segir nýjum rannsóknum á sviðinu afar ábótavant hér á landi. Á síðustu árum hafa verið gerðar stórar lagabreytingar varðandi vændiskaup. Engin leið sé til að finna tölur um umfang sölu og kaupa vegna þessa. „Þetta er í takt við annað sem er að gerast. Við vitum að þó nektarstaðir séu bannaðir, þá er enn verið að dansa á þessum stöðum. Það er ein birtingarmyndin á þessu máli.“ Steinunn bendir á að með einföldum prófunum, til að mynda á Einkamál.is, geti maður fundið auglýsingar þar sem óskað er eftir kaupum á vændi. Sé dollaramerkið ($) slegið inn í leit, koma á annan tug auglýsinga þar sem óskað er eftir kaupum á kynlífi. Sumar auglýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, en sú nýjasta var sett inn þann 26. september. Talið er að 20 þúsund krónur sé algengasta verðið fyrir hvert skipti. „Ef maður setur inn auglýsingu hefur maður ekki undan,“ segir Steinunn. „Það skiptir engu máli hvort maður segist vera þrítug eða fimmtán ára.“Aðspurð hvort hún geti skilgreint vændiskaupendur hér á landi eftir einkennum, segir Steinunn kaupendur koma úr öllum stéttum samfélagsins. „Okkar niðurstaða er sú að þetta eru fyrst og fremst karlar, á öllum aldri, frá öllum bakgrunnum, frá mismunandi stöðum, kvæntir og ókvæntir. Það er ekkert hægt að alhæfa í þessum málum.“ Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir þolendur vændis í byrjun mánaðarins. Engin hefur flutt inn enn, en þó segir Steinunn að samtökunum hafi borist þó nokkuð margar fyrirspurnir. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Mótmæli gegn vændi Auðvelt er að finna auglýsingar frá mönnum sem óska eftir því að kaupa vændi.fréttablaðið/valli Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi. „Það sem er að gerast á þessum stefnumótasíðum er að auglýsingar frá mönnum sem eru að óska eftir því að komast í kynni við konur sem selja sig, eru ekki teknar út,“ segir Steinunn. „Það er nákvæmlega þetta sem er ólöglegt, það er bannað að kaupa vændi.“ Steinunn segir nýjum rannsóknum á sviðinu afar ábótavant hér á landi. Á síðustu árum hafa verið gerðar stórar lagabreytingar varðandi vændiskaup. Engin leið sé til að finna tölur um umfang sölu og kaupa vegna þessa. „Þetta er í takt við annað sem er að gerast. Við vitum að þó nektarstaðir séu bannaðir, þá er enn verið að dansa á þessum stöðum. Það er ein birtingarmyndin á þessu máli.“ Steinunn bendir á að með einföldum prófunum, til að mynda á Einkamál.is, geti maður fundið auglýsingar þar sem óskað er eftir kaupum á vændi. Sé dollaramerkið ($) slegið inn í leit, koma á annan tug auglýsinga þar sem óskað er eftir kaupum á kynlífi. Sumar auglýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, en sú nýjasta var sett inn þann 26. september. Talið er að 20 þúsund krónur sé algengasta verðið fyrir hvert skipti. „Ef maður setur inn auglýsingu hefur maður ekki undan,“ segir Steinunn. „Það skiptir engu máli hvort maður segist vera þrítug eða fimmtán ára.“Aðspurð hvort hún geti skilgreint vændiskaupendur hér á landi eftir einkennum, segir Steinunn kaupendur koma úr öllum stéttum samfélagsins. „Okkar niðurstaða er sú að þetta eru fyrst og fremst karlar, á öllum aldri, frá öllum bakgrunnum, frá mismunandi stöðum, kvæntir og ókvæntir. Það er ekkert hægt að alhæfa í þessum málum.“ Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir þolendur vændis í byrjun mánaðarins. Engin hefur flutt inn enn, en þó segir Steinunn að samtökunum hafi borist þó nokkuð margar fyrirspurnir. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira