Telja línur í Veiðivötn umhverfismatsskyldar 29. september 2011 05:00 Við veiðivötn Mosaþembur eru í hættu ef rafstrengur og ljósleiðari eru plægðir niður í jöröina utan vegstæðis í Veiðivötnum, segir Hilmar J. Malmquist, sem er í stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands. Mynd/Hilmar J. Malmquist „Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag standa Neyðarlínan og Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar að fyrirhugaðri lagningu 22 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara frá fjarskiptastöð á Vatnsfelli yfir í Veiðivötn og þaðan í Snjóöldu. Ætlunin er að auka öryggi á staðnum og koma í veg fyrir mengun af olíurafstöðvum. Í leyfisumsókn Neyðarlínunnar til Rangárþings ytra segir að plægja eigi strengina niður og fylgja vegslóðum að hluta. Framkvæmdin sé ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Hreppsráðið samþykkti málið en byggingarfulltrúi sendi það til umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Starfsmaður stofnunarinnar fer á vettvang í dag til að skoða aðstæður. Hilmar segir Náttúruverndarsamtökin ekki sammála lagatúlkun framkvæmdaaðilanna. Vísar hann í annan viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem getið er um flutning á raforku með jarðstrengjum utan þéttbýlis sem eru tíu kílómetrar eða lengri og eru grafnir niður eða lagðir í stokk. „Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer um annaðhvort náttúruverndarsvæði eða almennt verndarsvæði,“ bendir Hilmar á. „Þetta er eldfjallaland og víðerni sem eru eitt helsta náttúrufarseinkenni Íslands.“ Hilmar segir að þar sem strengirnir verði plægðir í sand fjúki yfir bæði plógfar og hjólför eftir tækið sem notað verði. „En þar sem eru ásar og hæðir með gróðri gegnir öðru máli. Þá er hætt við að förin verði lengur,“ segir Hilmar, sem kveður lausnina geta falist í að línurnar fylgdu vegslóðum alfarið. Hart sé undir víða og inn við Veiðivötn séu mosaþembur sem erfitt sé að raska ekki við framkvæmdir. „Við sjáum ekkert á móti þessu ef framkvæmdin fylgir veghelgunarsvæði Veiðivatnaleiðarinnar. Það lengir leiðina en fyrir vikið er engin áhætta tekin með umhverfisáhrifin. Það er þekkt að menn fara í alla slóða, meðal annars vegna ókunnugleika. Komi eitthvað fyrir og það þarf að fara í viðgerðir utan slóða eru menn farnir að setja mark sitt á landið. Þetta er einfaldlega þannig svæði að það á að kosta öllu til að forða því frá svona ummerkjum. Vegurinn er alveg nóg.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
„Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag standa Neyðarlínan og Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar að fyrirhugaðri lagningu 22 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara frá fjarskiptastöð á Vatnsfelli yfir í Veiðivötn og þaðan í Snjóöldu. Ætlunin er að auka öryggi á staðnum og koma í veg fyrir mengun af olíurafstöðvum. Í leyfisumsókn Neyðarlínunnar til Rangárþings ytra segir að plægja eigi strengina niður og fylgja vegslóðum að hluta. Framkvæmdin sé ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Hreppsráðið samþykkti málið en byggingarfulltrúi sendi það til umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Starfsmaður stofnunarinnar fer á vettvang í dag til að skoða aðstæður. Hilmar segir Náttúruverndarsamtökin ekki sammála lagatúlkun framkvæmdaaðilanna. Vísar hann í annan viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem getið er um flutning á raforku með jarðstrengjum utan þéttbýlis sem eru tíu kílómetrar eða lengri og eru grafnir niður eða lagðir í stokk. „Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer um annaðhvort náttúruverndarsvæði eða almennt verndarsvæði,“ bendir Hilmar á. „Þetta er eldfjallaland og víðerni sem eru eitt helsta náttúrufarseinkenni Íslands.“ Hilmar segir að þar sem strengirnir verði plægðir í sand fjúki yfir bæði plógfar og hjólför eftir tækið sem notað verði. „En þar sem eru ásar og hæðir með gróðri gegnir öðru máli. Þá er hætt við að förin verði lengur,“ segir Hilmar, sem kveður lausnina geta falist í að línurnar fylgdu vegslóðum alfarið. Hart sé undir víða og inn við Veiðivötn séu mosaþembur sem erfitt sé að raska ekki við framkvæmdir. „Við sjáum ekkert á móti þessu ef framkvæmdin fylgir veghelgunarsvæði Veiðivatnaleiðarinnar. Það lengir leiðina en fyrir vikið er engin áhætta tekin með umhverfisáhrifin. Það er þekkt að menn fara í alla slóða, meðal annars vegna ókunnugleika. Komi eitthvað fyrir og það þarf að fara í viðgerðir utan slóða eru menn farnir að setja mark sitt á landið. Þetta er einfaldlega þannig svæði að það á að kosta öllu til að forða því frá svona ummerkjum. Vegurinn er alveg nóg.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira