Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2025 12:10 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Arnar Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Fundurinn er fyrirhugaður klukkan eitt í dag, en nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir honum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. „Það eru væntanlega þeir nefndarmenn sem óska eftir fundinum sem munu spyrja utanríkisráðherra, sem mætir á fundinn, og leiða umræðuna með þeim hætti,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar. Pawel segir ekkert óeðlilegt að kallað sé til fundar til að ræða Evrópumál og öryggis- og varnarmál. „Enda var brugðist hratt við bæði af minni hálfu sem formaður utanríkismálanefndar að koma honum á og ráðherra sem var meira en tilbúinn að mæta og sitja fyrir svörum.“ Umræðan byggi á ágreiningi um ESB Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, sagði um helgina að leikritt hefði verið sett á svið í tengslum við heimsóknina, sem setja verði í samhengi við markmið ríkisstjórnarinnar um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Pawel telur gagnrýnina að miklu leyti afleiðingu þess að fólk sé ósammála um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í Evrópumálum. „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að þjóðin eigi að fá að kjósa um framhald aðildarviðræðna. Svo eru einhverjir sem eru á móti því. Ég held að þessi umræða sé ákveðin birtingarmynd þess.“ Fundurinn lokaður Hefð er fyrir því að trúnaður ríki um margt sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar. Pawel segir að málin verði þó að einhverjum hluta rædd á breiðum grundvelli og hluti þeirrar umræðu kunni að rata fyrir sjónir almennings. „Fundir fastanefnda Alþingis eru almennt lokaðir og það má ekki greina frá orðum einstaka nefndarmanna, en heimilt er að greina frá orðum gesta ef þeir veita sérstakt leyfi fyrir því.“ Utanríkismál Alþingi Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fundurinn er fyrirhugaður klukkan eitt í dag, en nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir honum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. „Það eru væntanlega þeir nefndarmenn sem óska eftir fundinum sem munu spyrja utanríkisráðherra, sem mætir á fundinn, og leiða umræðuna með þeim hætti,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar. Pawel segir ekkert óeðlilegt að kallað sé til fundar til að ræða Evrópumál og öryggis- og varnarmál. „Enda var brugðist hratt við bæði af minni hálfu sem formaður utanríkismálanefndar að koma honum á og ráðherra sem var meira en tilbúinn að mæta og sitja fyrir svörum.“ Umræðan byggi á ágreiningi um ESB Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, sagði um helgina að leikritt hefði verið sett á svið í tengslum við heimsóknina, sem setja verði í samhengi við markmið ríkisstjórnarinnar um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Pawel telur gagnrýnina að miklu leyti afleiðingu þess að fólk sé ósammála um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í Evrópumálum. „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að þjóðin eigi að fá að kjósa um framhald aðildarviðræðna. Svo eru einhverjir sem eru á móti því. Ég held að þessi umræða sé ákveðin birtingarmynd þess.“ Fundurinn lokaður Hefð er fyrir því að trúnaður ríki um margt sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar. Pawel segir að málin verði þó að einhverjum hluta rædd á breiðum grundvelli og hluti þeirrar umræðu kunni að rata fyrir sjónir almennings. „Fundir fastanefnda Alþingis eru almennt lokaðir og það má ekki greina frá orðum einstaka nefndarmanna, en heimilt er að greina frá orðum gesta ef þeir veita sérstakt leyfi fyrir því.“
Utanríkismál Alþingi Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira