Telja að merkingar hækki ekki verð 1. október 2011 03:00 Repja Fjöldi matvælaframleiðenda um heim allan notar erfðabreytt hráefni í framleiðslu sína. norcidphotos/afp Nýjar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum hér á landi eiga að taka gildi um næstu áramót. Neytendasamtökin hafa kallað lengi eftir þessum breytingum. Þau telja ósennilegt að merkingarnar leiði til hærra vöruverðs. „Við sjáum ekki að það séu rök fyrir því að matarverð hækki. Það þarf að merkja margar af þessum vörum hvort eð er og ég geri ráð fyrir því að framleiðendurnir viti að það séu erfðabreytt hráefni í vörunum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. Brynhildur bendir einnig á að sú umræða sem hefur átt sér stað um erfðabreytt matvæli eigi fullkomlega rétt á sér í víðu samhengi, þó að matvælin séu ekki beinlínis hættuleg. „Ef þau væru skaðleg væru þau ekki á markaðnum. Það er tæknin sem er umdeilanleg og hagsmunir þeirra fyrirtækja sem hafa einkaleyfi á framleiðslunni,“ segir hún. „Ef neytendur vilja ekki svona vörur þá eiga þeir að hafa val. Það hafa allir neytendur í Evrópu nema við.“ Fram að því hefur Ísland verið eina landið í Evrópu sem skyldar ekki framleiðendur eða seljendur til að gefa upp innihald erfðabreytts hráefnis. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu, þar sem einnig kemur fram að margir seljendur hafa þó lýst yfir óánægju með þessar nýju reglur og segja að það gæti orðið vandamál að flytja inn erfðabreyttan mat frá Bandaríkjunum sem ekki er rétt merktur. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2005 kom í ljós að 91 prósent aðspurðra vill merkingar á erfðabreyttar vörur. Þannig liggur ljóst fyrir hver vilji íslenskra neytenda er, segir í grein Neytendablaðsins. - sv Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Nýjar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum hér á landi eiga að taka gildi um næstu áramót. Neytendasamtökin hafa kallað lengi eftir þessum breytingum. Þau telja ósennilegt að merkingarnar leiði til hærra vöruverðs. „Við sjáum ekki að það séu rök fyrir því að matarverð hækki. Það þarf að merkja margar af þessum vörum hvort eð er og ég geri ráð fyrir því að framleiðendurnir viti að það séu erfðabreytt hráefni í vörunum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. Brynhildur bendir einnig á að sú umræða sem hefur átt sér stað um erfðabreytt matvæli eigi fullkomlega rétt á sér í víðu samhengi, þó að matvælin séu ekki beinlínis hættuleg. „Ef þau væru skaðleg væru þau ekki á markaðnum. Það er tæknin sem er umdeilanleg og hagsmunir þeirra fyrirtækja sem hafa einkaleyfi á framleiðslunni,“ segir hún. „Ef neytendur vilja ekki svona vörur þá eiga þeir að hafa val. Það hafa allir neytendur í Evrópu nema við.“ Fram að því hefur Ísland verið eina landið í Evrópu sem skyldar ekki framleiðendur eða seljendur til að gefa upp innihald erfðabreytts hráefnis. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu, þar sem einnig kemur fram að margir seljendur hafa þó lýst yfir óánægju með þessar nýju reglur og segja að það gæti orðið vandamál að flytja inn erfðabreyttan mat frá Bandaríkjunum sem ekki er rétt merktur. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2005 kom í ljós að 91 prósent aðspurðra vill merkingar á erfðabreyttar vörur. Þannig liggur ljóst fyrir hver vilji íslenskra neytenda er, segir í grein Neytendablaðsins. - sv
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira