Hvenær fóru trúmál að skipta sköpum í kosningum? Magnús sveinn Helgason skrifar 1. október 2011 03:00 Magnús sveinn Helgason Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. „Það hefur sýnt sig undanfarið að repúblikanar sem eru líklegir til að kjósa í prófkjörum hafa verið að færast til hægri og hófsömum hefur fækkað. Þessi grasrót er íhaldssöm í siðferðismálum og metur frambjóðendur út frá sinni eigin veraldarsýn. Vilji frambjóðendur komast í gegnum prófkjör þurfa þeir sem sagt að höfða afdráttarlaust til grasrótarinnar. Þarna er um nokkur lykilmál að ræða. Á tíunda áratugnum var það afstaða til fóstureyðinga en nú virðist sem nýjasta prófmálið sé þróunarkenningin gegn sköpunarkenningu Biblíunnar.“ Magnús segir að þessi trúarlegu siðferðismál hafi hafið innreið sína í stjórnmál vestanhafs fyrir alvöru með forsetaframboði demókratans Jimmys Carter árið 1976. Árin þar á undan hafi frjálslyndi aukist í samfélaginu með auknum réttindum kvenna, blökkumanna og annarra hópa sem höfðu áður verið undirokaðir, og kristna íhaldshreyfingin hafi orðið til sem viðbrögð við þeirri þróun. „Þar komu kristnir inn sem ákveðinn öflugur kjósendahópur í fyrsta sinn. Svo náði Ronald Reagan þessum hópi frá demókrötum og síðan þá hafa repúblikanar nokkurn veginn haldið þeim.“ Magnús segir áhrif strangtrúaðra hafa dvínað á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda en þá hafi þeir stimplað sig inn á ný. „Eftir það hafa þeir haft mjög sterka stöðu og mikið vægi í bandarískum stjórnmálum.“ Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. „Það hefur sýnt sig undanfarið að repúblikanar sem eru líklegir til að kjósa í prófkjörum hafa verið að færast til hægri og hófsömum hefur fækkað. Þessi grasrót er íhaldssöm í siðferðismálum og metur frambjóðendur út frá sinni eigin veraldarsýn. Vilji frambjóðendur komast í gegnum prófkjör þurfa þeir sem sagt að höfða afdráttarlaust til grasrótarinnar. Þarna er um nokkur lykilmál að ræða. Á tíunda áratugnum var það afstaða til fóstureyðinga en nú virðist sem nýjasta prófmálið sé þróunarkenningin gegn sköpunarkenningu Biblíunnar.“ Magnús segir að þessi trúarlegu siðferðismál hafi hafið innreið sína í stjórnmál vestanhafs fyrir alvöru með forsetaframboði demókratans Jimmys Carter árið 1976. Árin þar á undan hafi frjálslyndi aukist í samfélaginu með auknum réttindum kvenna, blökkumanna og annarra hópa sem höfðu áður verið undirokaðir, og kristna íhaldshreyfingin hafi orðið til sem viðbrögð við þeirri þróun. „Þar komu kristnir inn sem ákveðinn öflugur kjósendahópur í fyrsta sinn. Svo náði Ronald Reagan þessum hópi frá demókrötum og síðan þá hafa repúblikanar nokkurn veginn haldið þeim.“ Magnús segir áhrif strangtrúaðra hafa dvínað á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda en þá hafi þeir stimplað sig inn á ný. „Eftir það hafa þeir haft mjög sterka stöðu og mikið vægi í bandarískum stjórnmálum.“
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira