Hagvöxtur & ávöxtun Már Wolfgang Mixa skrifar 5. október 2011 06:00 Hagvöxtur er drifinn áfram af tveimur þáttum: Fjölgun einstaklinga í þjóðfélaginu sem skapa verðmæti og aukinni framleiðni, þá oftast vegna tækniframfara. Þessi hagvöxtur hefur haldist afar jafn í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. Árleg magnbreyting á milli ára var rúmlega 3% á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár var hún aftur á móti einungis 1,6% þrátt fyrir gífurlega þenslu í útlánum og alla þá tæknibyltingu sem fylgdi komu veraldarvefsins. Tölur fyrir Evrópu eru svipaðar. Miðað við rúmlega 1% árlega fjölgun íbúa þá hefur árleg framleiðni hverrar manneskju í Bandaríkjunum lækkað úr 2% niður í ½%. Tölur á Íslandi eru aðeins hærri síðustu tíu ár en eru óðum að nálgast meðaltal helstu viðskiptaþjóða okkar, sem þýðir að hagvöxtur er óðum að dragast saman. Aukning þjóðarframleiðslu yfir lengri tíma helst í hendur við raunhæfa ávöxtun verðbréfa, hvort sem um er að ræða hlutabréf eða skuldabréf. Í Bandaríkjunum hefur söguleg nafnávöxtun verðbréfa verið rúmlega 6%, sem endurspeglar aukningu þjóðarframleiðslunnar í dollurum talið. Af þeirri tölu er u.þ.b. helmingur tilkominn vegna verðbólgu; hinn helmingurinn kemur fram í aukinni magnaukningu þjóðfélags sem lýst er að ofan. Þessi hluti endurspeglar þá raunávöxtun sem fjárfestar hafa notið í fortíðinni og geta vænst í framtíðinni. Minni hagvöxtur kemur til með að hafa óhjákvæmileg áhrif varðandi framtíðarvæntingar. Á Íslandi á slíkt líklegast helst við lögbundna 3,5% ávöxtunarkröfu gerða til lífeyrissjóða (og er lægsta viðmiðunartalan á yfirlitum séreignasparnaðar varðandi framtíðareign), þó svo að hagvöxtur hafi yfir tíu ára tímabil ekki náð slíkum hæðum í 30 ár. Tvennt er í boði. Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Hinn kosturinn, sem er síst auðveldari, felur í sér að uppbygging íslensks atvinnulífs komist undan viðjum pólitískra áhrifa. Fjárfestingar þurfa að mynda nauðsynlega raunávöxtun sem til lengri tíma þjónar hagsmunum íslensku þjóðarinnar í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hagvöxtur er drifinn áfram af tveimur þáttum: Fjölgun einstaklinga í þjóðfélaginu sem skapa verðmæti og aukinni framleiðni, þá oftast vegna tækniframfara. Þessi hagvöxtur hefur haldist afar jafn í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. Árleg magnbreyting á milli ára var rúmlega 3% á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár var hún aftur á móti einungis 1,6% þrátt fyrir gífurlega þenslu í útlánum og alla þá tæknibyltingu sem fylgdi komu veraldarvefsins. Tölur fyrir Evrópu eru svipaðar. Miðað við rúmlega 1% árlega fjölgun íbúa þá hefur árleg framleiðni hverrar manneskju í Bandaríkjunum lækkað úr 2% niður í ½%. Tölur á Íslandi eru aðeins hærri síðustu tíu ár en eru óðum að nálgast meðaltal helstu viðskiptaþjóða okkar, sem þýðir að hagvöxtur er óðum að dragast saman. Aukning þjóðarframleiðslu yfir lengri tíma helst í hendur við raunhæfa ávöxtun verðbréfa, hvort sem um er að ræða hlutabréf eða skuldabréf. Í Bandaríkjunum hefur söguleg nafnávöxtun verðbréfa verið rúmlega 6%, sem endurspeglar aukningu þjóðarframleiðslunnar í dollurum talið. Af þeirri tölu er u.þ.b. helmingur tilkominn vegna verðbólgu; hinn helmingurinn kemur fram í aukinni magnaukningu þjóðfélags sem lýst er að ofan. Þessi hluti endurspeglar þá raunávöxtun sem fjárfestar hafa notið í fortíðinni og geta vænst í framtíðinni. Minni hagvöxtur kemur til með að hafa óhjákvæmileg áhrif varðandi framtíðarvæntingar. Á Íslandi á slíkt líklegast helst við lögbundna 3,5% ávöxtunarkröfu gerða til lífeyrissjóða (og er lægsta viðmiðunartalan á yfirlitum séreignasparnaðar varðandi framtíðareign), þó svo að hagvöxtur hafi yfir tíu ára tímabil ekki náð slíkum hæðum í 30 ár. Tvennt er í boði. Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Hinn kosturinn, sem er síst auðveldari, felur í sér að uppbygging íslensks atvinnulífs komist undan viðjum pólitískra áhrifa. Fjárfestingar þurfa að mynda nauðsynlega raunávöxtun sem til lengri tíma þjónar hagsmunum íslensku þjóðarinnar í heild.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar