Vonaðist eftir lægri tilboðum 12. október 2011 02:30 Vaðlaheiði Göngin í gegn um Vaðlaheiði munu stytta hringveginn um 16 kílómetra. ÍAV og svissneska fyrirtækið Marti áttu lægsta tilboðið í Vaðlaheiðargöng, en tilboðin voru opnuð í gærmorgun. Tilboðið hljóðar upp á 8,9 milljarða króna, sem nemur 95 prósentum af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar vegna verksins. Hún hljóðaði upp á rúma 9,3 milljarða króna. Þrjú önnur tilboð bárust en þau voru öll yfir kostnaðaráætlun. Kristján L. Möller, stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum hf., segir tilboðin nú verða skoðuð áfram og slíkt geti tekið allt að tvo mánuði. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar munu nú fara yfir tilboðin og sjá hvort það verði einhverjir fyrirvarar þar,“ segir hann. „Í framhaldi af því munum við sjá hvort verkið verði gerlegt eða ekki.“ Kristján segist bjartsýnn á að framkvæmdir geti hafist fljótlega eftir áramót, þótt hann hafi vonast til þess að tilboðin yrðu lægri. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra bíður nú eftir greinargerð frá stjórn Vaðlaheiðarganga. „Nú er það hennar að meta hvort framkvæmdin verði sjálfbær í efnahagslegu tilliti,“ segir Ögmundur. „Ég fagna því ef þetta er að ná fram að ganga á þeim forsendum sem var lagt upp með. En þær eru alveg skýrar – þetta verkefni verður ekki fjármagnað úr ríkissjóði, heldur einvörðungu úr notendagjöldum.“ Vaðlaheiðargöng verða 7,5 kílómetrar og munu stytta hringveginn um 16 kílómetra. Gert er ráð fyrir opnun í árslok 2014.- sv Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
ÍAV og svissneska fyrirtækið Marti áttu lægsta tilboðið í Vaðlaheiðargöng, en tilboðin voru opnuð í gærmorgun. Tilboðið hljóðar upp á 8,9 milljarða króna, sem nemur 95 prósentum af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar vegna verksins. Hún hljóðaði upp á rúma 9,3 milljarða króna. Þrjú önnur tilboð bárust en þau voru öll yfir kostnaðaráætlun. Kristján L. Möller, stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum hf., segir tilboðin nú verða skoðuð áfram og slíkt geti tekið allt að tvo mánuði. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar munu nú fara yfir tilboðin og sjá hvort það verði einhverjir fyrirvarar þar,“ segir hann. „Í framhaldi af því munum við sjá hvort verkið verði gerlegt eða ekki.“ Kristján segist bjartsýnn á að framkvæmdir geti hafist fljótlega eftir áramót, þótt hann hafi vonast til þess að tilboðin yrðu lægri. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra bíður nú eftir greinargerð frá stjórn Vaðlaheiðarganga. „Nú er það hennar að meta hvort framkvæmdin verði sjálfbær í efnahagslegu tilliti,“ segir Ögmundur. „Ég fagna því ef þetta er að ná fram að ganga á þeim forsendum sem var lagt upp með. En þær eru alveg skýrar – þetta verkefni verður ekki fjármagnað úr ríkissjóði, heldur einvörðungu úr notendagjöldum.“ Vaðlaheiðargöng verða 7,5 kílómetrar og munu stytta hringveginn um 16 kílómetra. Gert er ráð fyrir opnun í árslok 2014.- sv
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira