Hjálpsemi ókunnugs manns snart Lilju Rós 14. október 2011 06:00 Lilja Rós ásamt syni sínum reykjavíkurborg Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs harmar þau mistök sem áttu sér stað.Fréttablaðið/Stefán „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var Lilja fyrir mistök rukkuð um of háa upphæð um síðustu mánaðamót fyrir leikskólapláss sonar hennar. Í kjölfarið óskaði hún ítrekað eftir því við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurbogar að reikningurinn yrði bakfærður, en fékk þau svör að einungis væri hægt að bæta henni þetta upp með lægri reikningi um næstu mánaðamót. Lilja sá ekki fram á að eiga fyrir útgjöldum út mánuðinn án þessara peninga og taldi því lausnina sem henni var boðin gera lítið fyrir sig. Málið leystist hins vegar í gær þegar Lilja fékk loks endurgreitt. Hún segir þungu fargi af sér létt og er snortin vegna viðbragða manns sem hafði samband við hana í kjölfar fréttarinnar í gær. „Maðurinn vildi einfaldlega gefa mér 15 þúsund krónur til að brúa bilið hjá mér. Þegar endurgreiðslan hafði borist lét ég hann svo vita að þessu hefði verið bjargað. Þá sagði hann að ég mætti bara eiga peningana, njóta vel og hafa það sem best,“ segir Lilja full af þakklæti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur borgin iðulega reynt að koma til móts við fólk í stöðu Lilju. Almennt hafi mál líkt og hennar hins vegar verið leyst með lægri reikningi mánuðinn eftir. Mál Lilju hafi verið tekið til skoðunar eftir að Fréttablaðið hafði samband og starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið undir það búið að endurgreiða henni. Samskiptabrestur hafi hins vegar valdið því að málið leystist ekki fyrir helgi þegar Lilja hafði samband við sviðið öðru sinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir mistök hafa átt sér stað hjá borginni í þessu máli. „Það er komið í ljós að þarna áttu sér stað mistök. Ég auðvitað harma þau og mér þykir þetta mjög leiðinlegt gagnvart þessum viðskiptavini okkar,“ segir Ragnar. „Þetta þýðir það að við munum núna taka upp okkar verklag. Hingað til hefur þetta verið þannig að ef menn hafa greitt of mikið hafa þeir fengið inneign hjá borginni til næsta mánaðar. Nú ætlum við á mínu sviði að skoða hvort ástæða sé til að breyta þessu verklagi,“ segir Ragnar og bætir við að hann hafi fullan skilning á því að á þessum erfiðu tímum geti fólk lent í vanda vegna verklags sem þessa. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
reykjavíkurborg Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs harmar þau mistök sem áttu sér stað.Fréttablaðið/Stefán „Ég er algjörlega orðlaus yfir þessum viðbrögðum og rosalega þakklát,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára gömul einstæð móðir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var Lilja fyrir mistök rukkuð um of háa upphæð um síðustu mánaðamót fyrir leikskólapláss sonar hennar. Í kjölfarið óskaði hún ítrekað eftir því við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurbogar að reikningurinn yrði bakfærður, en fékk þau svör að einungis væri hægt að bæta henni þetta upp með lægri reikningi um næstu mánaðamót. Lilja sá ekki fram á að eiga fyrir útgjöldum út mánuðinn án þessara peninga og taldi því lausnina sem henni var boðin gera lítið fyrir sig. Málið leystist hins vegar í gær þegar Lilja fékk loks endurgreitt. Hún segir þungu fargi af sér létt og er snortin vegna viðbragða manns sem hafði samband við hana í kjölfar fréttarinnar í gær. „Maðurinn vildi einfaldlega gefa mér 15 þúsund krónur til að brúa bilið hjá mér. Þegar endurgreiðslan hafði borist lét ég hann svo vita að þessu hefði verið bjargað. Þá sagði hann að ég mætti bara eiga peningana, njóta vel og hafa það sem best,“ segir Lilja full af þakklæti. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur borgin iðulega reynt að koma til móts við fólk í stöðu Lilju. Almennt hafi mál líkt og hennar hins vegar verið leyst með lægri reikningi mánuðinn eftir. Mál Lilju hafi verið tekið til skoðunar eftir að Fréttablaðið hafði samband og starfsfólk skóla- og frístundasviðs verið undir það búið að endurgreiða henni. Samskiptabrestur hafi hins vegar valdið því að málið leystist ekki fyrir helgi þegar Lilja hafði samband við sviðið öðru sinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir mistök hafa átt sér stað hjá borginni í þessu máli. „Það er komið í ljós að þarna áttu sér stað mistök. Ég auðvitað harma þau og mér þykir þetta mjög leiðinlegt gagnvart þessum viðskiptavini okkar,“ segir Ragnar. „Þetta þýðir það að við munum núna taka upp okkar verklag. Hingað til hefur þetta verið þannig að ef menn hafa greitt of mikið hafa þeir fengið inneign hjá borginni til næsta mánaðar. Nú ætlum við á mínu sviði að skoða hvort ástæða sé til að breyta þessu verklagi,“ segir Ragnar og bætir við að hann hafi fullan skilning á því að á þessum erfiðu tímum geti fólk lent í vanda vegna verklags sem þessa. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira