Margrét Lára: Er ekki að fara að kaupa kvóta og skip Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. október 2011 07:30 Margrét Lára er að gera sinn besta samning en segist þó ekki hafa efni á því að kaupa skip og kvóta.fréttablaðið/vilhelm „Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir að þeir vildu vita í lok ágúst hvort ég ætlaði að koma. Það var samt ekki skrifað undir neina samninga fyrr en um daginn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, nýjasti liðsmaður Turbine Potsdam. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. „Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð í ágústglugganum en ég vildi ekki fara þá. Ég vildi fá að klára tímabilið með Kristianstad. Félagið var samt sem áður til í að fá mig sem er jákvætt,“ sagði Margrét en hún hefur undanfarin þrjú ár leikið með sænska félaginu Kristianstad. Hún endaði tímabilið þar um helgina með því að skora þrennu. „Þjálfari Potsdam hefur mikla trú á mér og þess vegna var hann til í að bíða. Hann ætlar að nota mig sem sóknarþenkjandi miðjumann í 3-4-3 leikkerfi. Hann vill spila sóknarbolta og ég held að leikstíll liðsins henti mínum leikstíl vel. Ég veit samt að þetta verður ekkert auðvelt. Það eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og ég þarf að hafa fyrir því að komast í liðið og nýta þau tækifæri sem ég fæ almennilega.“ Margrét Lára verður ekki lögleg hjá félaginu fyrr en í janúar en má þó spila bikarleiki. Hún fær því kærkomna hvíld núna áður en alvaran byrjar í Þýskalandi. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil og ég er rosalega þreytt. Ég er líka að koma mér upp úr erfiðum meiðslum og þarf mína hvíld. Auðvitað verður erfitt að koma inn á miðju tímabili en ef ég stend mig vel þá hlýt ég að fá mín tækifæri.“ Eyjastúlkan neitar því ekki að það sé ákveðinn draumur að rætast með því að ganga í raðir Potsdam. Liðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og verið í úrslitum Meistaradeildar síðustu tvö ár. Liðið vann Meistaradeildina 2010. „Ég hef alltaf sagt að ef ég færi til Þýskalands færi ég til Turbine Potsdam. Það er því draumur að rætast hjá mér. Liðið er margfaldur Þýskalands- og Evrópumeistari. Þetta er stórt skref fyrir mig og íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára en þetta er ekki bara skref upp á við varðandi fótboltann því tekjurnar hækka líka umtalsvert. „Ég hækka launin mín umtalsvert og hef aldrei fengið slíkan samning. Ég er því líka að brjóta ákveðið blað í þeim efnum og vonandi opnar þetta leiðina fyrir fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni,“ sagði Margrét en hún vill þó ekki gefa upp hvað verið sé að greiða í þýska boltanum. „Ég hef það fínt. Það er ekki hægt að bera mig og Gylfa Sigurðsson hjá Hoffenheim saman. Ég er ekkert að fara að kaupa mér kvóta og skip,“ sagði Margrét Lára létt en sagði þó að hún gæti lifað vel af þeim launum sem hún fengi í Þýskalandi. „Það eru fimm ár síðan ég fór síðast til Þýskalands. Þá var ég mun óþroskaðri á flestum sviðum en núna er ég tilbúin og spennt fyrir slagnum sem bíður. Þetta verður erfitt en ég ætla að standa mig.“ Þýski boltinn Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Sjá meira
„Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir að þeir vildu vita í lok ágúst hvort ég ætlaði að koma. Það var samt ekki skrifað undir neina samninga fyrr en um daginn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, nýjasti liðsmaður Turbine Potsdam. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. „Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð í ágústglugganum en ég vildi ekki fara þá. Ég vildi fá að klára tímabilið með Kristianstad. Félagið var samt sem áður til í að fá mig sem er jákvætt,“ sagði Margrét en hún hefur undanfarin þrjú ár leikið með sænska félaginu Kristianstad. Hún endaði tímabilið þar um helgina með því að skora þrennu. „Þjálfari Potsdam hefur mikla trú á mér og þess vegna var hann til í að bíða. Hann ætlar að nota mig sem sóknarþenkjandi miðjumann í 3-4-3 leikkerfi. Hann vill spila sóknarbolta og ég held að leikstíll liðsins henti mínum leikstíl vel. Ég veit samt að þetta verður ekkert auðvelt. Það eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og ég þarf að hafa fyrir því að komast í liðið og nýta þau tækifæri sem ég fæ almennilega.“ Margrét Lára verður ekki lögleg hjá félaginu fyrr en í janúar en má þó spila bikarleiki. Hún fær því kærkomna hvíld núna áður en alvaran byrjar í Þýskalandi. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil og ég er rosalega þreytt. Ég er líka að koma mér upp úr erfiðum meiðslum og þarf mína hvíld. Auðvitað verður erfitt að koma inn á miðju tímabili en ef ég stend mig vel þá hlýt ég að fá mín tækifæri.“ Eyjastúlkan neitar því ekki að það sé ákveðinn draumur að rætast með því að ganga í raðir Potsdam. Liðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og verið í úrslitum Meistaradeildar síðustu tvö ár. Liðið vann Meistaradeildina 2010. „Ég hef alltaf sagt að ef ég færi til Þýskalands færi ég til Turbine Potsdam. Það er því draumur að rætast hjá mér. Liðið er margfaldur Þýskalands- og Evrópumeistari. Þetta er stórt skref fyrir mig og íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára en þetta er ekki bara skref upp á við varðandi fótboltann því tekjurnar hækka líka umtalsvert. „Ég hækka launin mín umtalsvert og hef aldrei fengið slíkan samning. Ég er því líka að brjóta ákveðið blað í þeim efnum og vonandi opnar þetta leiðina fyrir fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni,“ sagði Margrét en hún vill þó ekki gefa upp hvað verið sé að greiða í þýska boltanum. „Ég hef það fínt. Það er ekki hægt að bera mig og Gylfa Sigurðsson hjá Hoffenheim saman. Ég er ekkert að fara að kaupa mér kvóta og skip,“ sagði Margrét Lára létt en sagði þó að hún gæti lifað vel af þeim launum sem hún fengi í Þýskalandi. „Það eru fimm ár síðan ég fór síðast til Þýskalands. Þá var ég mun óþroskaðri á flestum sviðum en núna er ég tilbúin og spennt fyrir slagnum sem bíður. Þetta verður erfitt en ég ætla að standa mig.“
Þýski boltinn Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport