Öldruðu drykkjufólki fjölgar 25. október 2011 03:45 Valgerður Rúnarsdóttir læknir Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn. „Þessir einstaklingar fóru að koma hingað í auknum mæli fyrir nokkrum árum og það verður líklega ekkert lát á því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi. Hún segir skýringarnar á áfengisvanda þessara aldurshópa nokkrar. „Þjóðin er að eldast auk þess sem neyslumynstrið hefur breyst. Það er meira um léttvínsdrykkju og bjórdrykkju. Það er drukkið flesta daga vikunnar en ekki bara dottið í það um helgar.“ Ef áfengis er neytt fjóra daga vikunnar flokkast drykkjan undir dagdrykkju, að sögn Valgerðar. „Hófsemdarmörk fyrir hraustar konur undir 65 ára er einn drykkur á dag, það er að segja eitt léttvínsglas eða lítill bjór.“ Valgerður segir áfengissýki hins vegar ekki greinda eftir fjölda drykkja, heldur því hvort einstaklingar drekki svo vandræði hljótist af, vilji hafa það öðruvísi en geti ekki hætt. „Ef það er sagt við viðkomandi að hann eða hún sé að skemma í sér lifrina og hann hættir ekki eða heldur að hann geti skipt um sort þá eru þau viðbrögð grunsamleg.“ Í öllum aldursflokkum eru konur einungis þriðjungur þeirra sem koma á Vog, að því er læknirinn greinir frá. „Það er svipað hér og annars staðar. Maður veit ekki alveg hver skýringin er. Hluti hennar er kannski sá að þær leita annarra lausna. Þær eru oft með lyfjavanda en sjá það ekki og fara lengra í þá átt. Það eru jafnframt meiri fordómar gagnvart eldri konum í þessari stöðu. Það þykir verra ef um mömmu eða ömmu er að ræða en einhvern karl sem á barnabörn.“ Valgerður tekur það fram að drykkjan hafi neikvæð áhrif á alla undirliggjandi sjúkdóma hjá fullorðnum. „Drykkja þeirra verður framtíðarvandamál heilbrigðisgeirans,“ fullyrðir hún. Drykkjumynstrið er stundum talið breytast vegna breyttra félagslegra þátta. „Það getur breyst vegna þess að einstaklingarnir eru hættir að vinna eða vegna þess að makinn veikist. Þetta getur verið blanda af félagslegu og heilsufarslegu umhverfi. Eldri borgarar þurfa að fá meðferð við hæfi.“ - ibs Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn. „Þessir einstaklingar fóru að koma hingað í auknum mæli fyrir nokkrum árum og það verður líklega ekkert lát á því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi. Hún segir skýringarnar á áfengisvanda þessara aldurshópa nokkrar. „Þjóðin er að eldast auk þess sem neyslumynstrið hefur breyst. Það er meira um léttvínsdrykkju og bjórdrykkju. Það er drukkið flesta daga vikunnar en ekki bara dottið í það um helgar.“ Ef áfengis er neytt fjóra daga vikunnar flokkast drykkjan undir dagdrykkju, að sögn Valgerðar. „Hófsemdarmörk fyrir hraustar konur undir 65 ára er einn drykkur á dag, það er að segja eitt léttvínsglas eða lítill bjór.“ Valgerður segir áfengissýki hins vegar ekki greinda eftir fjölda drykkja, heldur því hvort einstaklingar drekki svo vandræði hljótist af, vilji hafa það öðruvísi en geti ekki hætt. „Ef það er sagt við viðkomandi að hann eða hún sé að skemma í sér lifrina og hann hættir ekki eða heldur að hann geti skipt um sort þá eru þau viðbrögð grunsamleg.“ Í öllum aldursflokkum eru konur einungis þriðjungur þeirra sem koma á Vog, að því er læknirinn greinir frá. „Það er svipað hér og annars staðar. Maður veit ekki alveg hver skýringin er. Hluti hennar er kannski sá að þær leita annarra lausna. Þær eru oft með lyfjavanda en sjá það ekki og fara lengra í þá átt. Það eru jafnframt meiri fordómar gagnvart eldri konum í þessari stöðu. Það þykir verra ef um mömmu eða ömmu er að ræða en einhvern karl sem á barnabörn.“ Valgerður tekur það fram að drykkjan hafi neikvæð áhrif á alla undirliggjandi sjúkdóma hjá fullorðnum. „Drykkja þeirra verður framtíðarvandamál heilbrigðisgeirans,“ fullyrðir hún. Drykkjumynstrið er stundum talið breytast vegna breyttra félagslegra þátta. „Það getur breyst vegna þess að einstaklingarnir eru hættir að vinna eða vegna þess að makinn veikist. Þetta getur verið blanda af félagslegu og heilsufarslegu umhverfi. Eldri borgarar þurfa að fá meðferð við hæfi.“ - ibs
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira