Álitamál hvort skoða má símreikning 27. október 2011 06:00 Sigurður G. Guðjónsson Fram kemur í lögbannskröfu Iceland Express að starfsmenn félagsins hafi komist á snoðir um fyrirætlanir Matthíasar með því að skoða yfirlit yfir notkun hans á farsíma sem hann fékk að taka með sér frá félaginu en það greiddi fyrir út sex mánaða uppsagnarfrestinn. Þar hafi komið í ljós að hann hafi átt í samskiptum við viðskiptavini og starfsmenn Iceland Express eftir starfslok sín og reynt að lokka þá til liðs við nýtt flugfélag. Í fjarskiptalögum eru ákvæði um sundurliðaða símreikninga og þar segir að áskrifandi að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að skoða slíkan sundurliðaðan reikning. Björn Geirsson, forstöðumaður lögfræðideildar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir hins vegar álitamál hvernig skuli túlka þetta ákvæði. „Greinarmunurinn á áskrifanda og notanda í þessu sambandi er ekki skýr í fjarskiptalögum. Það má hugsanlega leiða út frá ákvæðum persónuverndarlaga að persónuvernd einstaklingsins eigi ekki að miðast við hvort hann er greiðandi að reikningnum eða ekki. Þarna er um persónulega notkun að ræða, nema það hafi verið einhverjir sérstakir skilmálar um að símtækið yrði bara notað í starfstengd símtöl. En þetta eru bara almennar vangaveltur og við tökum enga afstöðu til svona máls nema það komi inn á okkar borð sem kvörtun,“ segir Björn. Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur Iceland Express, segir fráleitt að það standist ekki lög og reglur að skoða sundurliðaðan símreikning sem Iceland Express greiði fyrir. Slíkt tíðkist þó ekki hjá félaginu. „En allt í einu koma starfsmenn til okkar og segja: Matthías er stöðugt að hringja í okkur og bjóða okkur störf. Svo er verið að tala við erlenda birgja og þá segja þeir: Matthías er alltaf að hringja í okkur og bjóða okkur eitthvað nýtt. Auðvitað vilja menn þá ganga úr skugga um að það sé rétt og þá blasir það bara við.“ Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Fram kemur í lögbannskröfu Iceland Express að starfsmenn félagsins hafi komist á snoðir um fyrirætlanir Matthíasar með því að skoða yfirlit yfir notkun hans á farsíma sem hann fékk að taka með sér frá félaginu en það greiddi fyrir út sex mánaða uppsagnarfrestinn. Þar hafi komið í ljós að hann hafi átt í samskiptum við viðskiptavini og starfsmenn Iceland Express eftir starfslok sín og reynt að lokka þá til liðs við nýtt flugfélag. Í fjarskiptalögum eru ákvæði um sundurliðaða símreikninga og þar segir að áskrifandi að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að skoða slíkan sundurliðaðan reikning. Björn Geirsson, forstöðumaður lögfræðideildar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir hins vegar álitamál hvernig skuli túlka þetta ákvæði. „Greinarmunurinn á áskrifanda og notanda í þessu sambandi er ekki skýr í fjarskiptalögum. Það má hugsanlega leiða út frá ákvæðum persónuverndarlaga að persónuvernd einstaklingsins eigi ekki að miðast við hvort hann er greiðandi að reikningnum eða ekki. Þarna er um persónulega notkun að ræða, nema það hafi verið einhverjir sérstakir skilmálar um að símtækið yrði bara notað í starfstengd símtöl. En þetta eru bara almennar vangaveltur og við tökum enga afstöðu til svona máls nema það komi inn á okkar borð sem kvörtun,“ segir Björn. Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur Iceland Express, segir fráleitt að það standist ekki lög og reglur að skoða sundurliðaðan símreikning sem Iceland Express greiði fyrir. Slíkt tíðkist þó ekki hjá félaginu. „En allt í einu koma starfsmenn til okkar og segja: Matthías er stöðugt að hringja í okkur og bjóða okkur störf. Svo er verið að tala við erlenda birgja og þá segja þeir: Matthías er alltaf að hringja í okkur og bjóða okkur eitthvað nýtt. Auðvitað vilja menn þá ganga úr skugga um að það sé rétt og þá blasir það bara við.“
Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira