Blossi frá gervitungli og loftsteinn hrapaði 28. október 2011 06:00 Jónas og Sigurlaug Hjónin í Antíkbúðinni í Hafnarfirði stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins í gær en þau sáu stóran eldhnött með litskrúðugum hala springa yfir Garðabæ í fyrrakvöld. Fréttablaðið/anton „Við hjónin vorum að íhuga hvort við ættum ekki að láta stinga okkur inn sem geðveikum,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, sem í fyrrakvöld sá afar einkennilegan ljósagang á himninum. Jónas segir að hann hafi verið ásamt Sigurlaugu Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni, á heimleið frá Hafnarfirði þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í sjö. „Þegar við vorum nýkomin framhjá IKEA sá ég stóran, grænan eldhnött, silfurlitaðan fremst, koma frá Bláfjallasvæðinu og það stóðu litaðir logar aftan úr honum. Svo sprakk hann eftir um tíu sekúndur með neistaflugi fyrir framan augun á okkur. Þetta var furðulegasti hlutur sem ég hef séð á himinhvolfinu og hef ég þó séð ýmislegt,“ segir Jónas. Eftir að hafa teygt sig fram í framrúðuna og horft á ljósið færast um það bil lárétt frá austri til vesturs yfir Garðabæ í um fimm sekúndur segist Jónas hafa bent konu sinni á fyrirbærið. „Þetta var á fleygiferð og sprakk síðan með hvítum neistum. Svo var það bara horfið,“ lýsir Sigurlaug. Jónas og Sigurlaug voru ekki ein um að sjá torkennileg ljós á lofti í fyrrakvöld. Visir.is greindi frá nokkrum slíkum tilvikum. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir öll ljósin eiga sér skýringar. „Miðað við lýsingar frá Dalvík sá fólk þar endurvarp sólarljóss frá loftneti á gervihnetti. Þetta er eins og gríðarbjartur blettur sem líður yfir himininn. Þetta kvöld voru einmitt tveir slíkir mjög bjartir blossar sem urðu skærari en björtustu reikistjörnur,“ upplýsir Sævar. Þá segir Sævar tvær skýringar koma til greina miðað við frásögn konu sem sá þrjú ljós á hreyfingu við Akrafjall. „Ef ljósin voru ofan við Akrafjall þá voru þetta þrjú gervitungl saman. Ef ljósin voru ofan á fjallinu var þetta væntanlega bara fólk í göngutúr með höfuðljós eða vasaljós,“ útskýrir hann. Í Kópavogi sáu feðgin skæru grænu ljósi bregða fyrir í norðaustri. „Það hljómar afar mikið eins og norðurljós. Þau sjást einmitt best í norðurátt,“ segir Sævar, sem kveður norðurljós einmitt geta birst og horfið á andartaki. „Þeirra lýsing hljómar gríðarlega líkt lofsteinahrapi,“ segir Sævar um frásögn Jónasar og Sigurlaugar. „Þá getur skyndilega allt lýst upp með eldglæringum þegar steinninn splundrast og skilur eftir sig rák í margar mínútur á eftir. Þetta hefur verið mjög tignarlegt stjörnuhrap. Slíkt gerist í um hundrað kílómetra hæð yfir jörðinni.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
„Við hjónin vorum að íhuga hvort við ættum ekki að láta stinga okkur inn sem geðveikum,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, sem í fyrrakvöld sá afar einkennilegan ljósagang á himninum. Jónas segir að hann hafi verið ásamt Sigurlaugu Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni, á heimleið frá Hafnarfirði þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í sjö. „Þegar við vorum nýkomin framhjá IKEA sá ég stóran, grænan eldhnött, silfurlitaðan fremst, koma frá Bláfjallasvæðinu og það stóðu litaðir logar aftan úr honum. Svo sprakk hann eftir um tíu sekúndur með neistaflugi fyrir framan augun á okkur. Þetta var furðulegasti hlutur sem ég hef séð á himinhvolfinu og hef ég þó séð ýmislegt,“ segir Jónas. Eftir að hafa teygt sig fram í framrúðuna og horft á ljósið færast um það bil lárétt frá austri til vesturs yfir Garðabæ í um fimm sekúndur segist Jónas hafa bent konu sinni á fyrirbærið. „Þetta var á fleygiferð og sprakk síðan með hvítum neistum. Svo var það bara horfið,“ lýsir Sigurlaug. Jónas og Sigurlaug voru ekki ein um að sjá torkennileg ljós á lofti í fyrrakvöld. Visir.is greindi frá nokkrum slíkum tilvikum. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir öll ljósin eiga sér skýringar. „Miðað við lýsingar frá Dalvík sá fólk þar endurvarp sólarljóss frá loftneti á gervihnetti. Þetta er eins og gríðarbjartur blettur sem líður yfir himininn. Þetta kvöld voru einmitt tveir slíkir mjög bjartir blossar sem urðu skærari en björtustu reikistjörnur,“ upplýsir Sævar. Þá segir Sævar tvær skýringar koma til greina miðað við frásögn konu sem sá þrjú ljós á hreyfingu við Akrafjall. „Ef ljósin voru ofan við Akrafjall þá voru þetta þrjú gervitungl saman. Ef ljósin voru ofan á fjallinu var þetta væntanlega bara fólk í göngutúr með höfuðljós eða vasaljós,“ útskýrir hann. Í Kópavogi sáu feðgin skæru grænu ljósi bregða fyrir í norðaustri. „Það hljómar afar mikið eins og norðurljós. Þau sjást einmitt best í norðurátt,“ segir Sævar, sem kveður norðurljós einmitt geta birst og horfið á andartaki. „Þeirra lýsing hljómar gríðarlega líkt lofsteinahrapi,“ segir Sævar um frásögn Jónasar og Sigurlaugar. „Þá getur skyndilega allt lýst upp með eldglæringum þegar steinninn splundrast og skilur eftir sig rák í margar mínútur á eftir. Þetta hefur verið mjög tignarlegt stjörnuhrap. Slíkt gerist í um hundrað kílómetra hæð yfir jörðinni.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira