Eldhætta af lúpínu í byggð 29. október 2011 06:00 Jón Viðar Matthíasson „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður stórbruni þar sem lúpínan vex í miklu magni," segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. „Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hættunni." Í Hvítbók um náttúruvernd segir að með hlýnandi veðurfari skapist aukin hætta á tjóni af völdum bruna í náttúrunni. „Lúpína er hér sérstakt áhyggjuefni. Hún myndar miklar og þéttar breiður kringum þéttbýlisstaði, á skógræktar- og landgræðslusvæðum og í sumarbústaðalöndum." Á haustin myndast mikil sina í lúpínubreiðum og um leið gríðarlegur eldsmatur. Mælingar sýna að um fimm til tíu tonn af þurrefni eru á hektara í lúpínusinu, sem er er tífalt það magn sem er í graslendi. Í Hvítbókinni er varpað fram þeirri spurningu hvaða aðilar eigi að meta nauðsyn viðbragða. Full ástæða sé til að huga að setningu skýrari reglna um viðbrögð við náttúrueldum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, deilir áhyggjum vegna þeirrar hættu sem lúpínunni fylgir. „Minni sláttur, í kjölfar hrunsins, og krafturinn í lúpínunni er áhyggjuefni," segir Jón Viðar og kastar fram þeirri hugmynd að eyða lúpínu kerfisbundið þar sem hún er á stórum svæðum og mynda þannig „brunahólf" eða „eldgötu" sem geri sinubruna viðráðanlegri. „Við erum að byggja upp náttúruperlur nærri byggð sem tiltölulega lítill bruni getur eyðilagt á dagparti. Því er full ástæða til að vera á varðbergi," segir Jón Viðar. Hann segir slökkviliðin ágætlega útbúin til að fást við eldana en lengi megi gera betur. Jón Gunnar segir að búast megi við að sinueldar verði viðvarandi og aukið vandamál á höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi vegna aukins gróðurs í landi. „Það þarf líka að hafa hugfast að lúpínusinan brennur mun hraðar og myndar margfaldan hita á við venjulegan sinueld. Þetta er tifandi tímasprengja." - sháJón Gunnar Ottósson Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður stórbruni þar sem lúpínan vex í miklu magni," segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. „Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hættunni." Í Hvítbók um náttúruvernd segir að með hlýnandi veðurfari skapist aukin hætta á tjóni af völdum bruna í náttúrunni. „Lúpína er hér sérstakt áhyggjuefni. Hún myndar miklar og þéttar breiður kringum þéttbýlisstaði, á skógræktar- og landgræðslusvæðum og í sumarbústaðalöndum." Á haustin myndast mikil sina í lúpínubreiðum og um leið gríðarlegur eldsmatur. Mælingar sýna að um fimm til tíu tonn af þurrefni eru á hektara í lúpínusinu, sem er er tífalt það magn sem er í graslendi. Í Hvítbókinni er varpað fram þeirri spurningu hvaða aðilar eigi að meta nauðsyn viðbragða. Full ástæða sé til að huga að setningu skýrari reglna um viðbrögð við náttúrueldum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, deilir áhyggjum vegna þeirrar hættu sem lúpínunni fylgir. „Minni sláttur, í kjölfar hrunsins, og krafturinn í lúpínunni er áhyggjuefni," segir Jón Viðar og kastar fram þeirri hugmynd að eyða lúpínu kerfisbundið þar sem hún er á stórum svæðum og mynda þannig „brunahólf" eða „eldgötu" sem geri sinubruna viðráðanlegri. „Við erum að byggja upp náttúruperlur nærri byggð sem tiltölulega lítill bruni getur eyðilagt á dagparti. Því er full ástæða til að vera á varðbergi," segir Jón Viðar. Hann segir slökkviliðin ágætlega útbúin til að fást við eldana en lengi megi gera betur. Jón Gunnar segir að búast megi við að sinueldar verði viðvarandi og aukið vandamál á höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi vegna aukins gróðurs í landi. „Það þarf líka að hafa hugfast að lúpínusinan brennur mun hraðar og myndar margfaldan hita á við venjulegan sinueld. Þetta er tifandi tímasprengja." - sháJón Gunnar Ottósson
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira