Ríki og borg þurfa að lána Hörpu 730 milljónir króna 8. nóvember 2011 09:00 Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna síðastliðinn fimmtudag. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári á núverandi verðlagi. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánið sem eigendur Austurhafnar eru að veita beri 7% fasta vexti. Lánið er veitt til 12 mánaða og á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögnun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðast á í hana á fyrsta ársfjórðungi 2012 með skuldabréfaútgáfu. Til að ljúka að fullu fjármögnun þeirra félaga sem eiga og reka Hörpu og annarra byggingareita á svæðinu þarf sú skuldabréfaútgáfa að vera upp á 18,3 milljarða króna. Eigendalánið er meðal annars veitt vegna þess að sambankalán sem átti að fjármagna byggingu Hörpu, og var tekið í janúar 2010, dugði ekki til að fjármagna verkefnið að fullu. Eigendalánið sem nú hefur verið samþykkt að veita mun brúa það bil ef frá er talinn lokafrágangur á nokkrum rýmum. Auk þess mun hluti lánsins renna til Situs, dótturfélags Austurhafnar sem á aðra byggingareiti á svæðinu, og hluti mun renna til rekstrarfélagsins Ago. Í minnisblaði Austurhafnar til eigenda sinna, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með því að bíða fram á næsta ár geri forsvarsmenn félagsins sér vonir um að kjör á endurfjármögnuninni muni batna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna með fjórum atkvæðum gegn einu. Kjartan Magnússon greiddi atkvæði gegn henni. Til stóð að ráðast í endurfjármögnun á sambankaláninu, sem Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu á þessu ári. Í minnisblaðinu kemur fram að 17.093 milljóna króna þak hafi verið á sambankaláninu. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra byggingarreita er hins vegar áætlaður hærri en sem því þaki nemur. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði, er áætlaður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex milljarðar króna.- þsj Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna síðastliðinn fimmtudag. Til viðbótar við lánið nema framlög ríkis og borgar vegna Hörpu 960 milljónum króna á ári á núverandi verðlagi. Heimildir Fréttablaðsins herma að lánið sem eigendur Austurhafnar eru að veita beri 7% fasta vexti. Lánið er veitt til 12 mánaða og á að endurgreiðast þegar Austurhöfn hefur tryggt sér endurfjármögnun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðast á í hana á fyrsta ársfjórðungi 2012 með skuldabréfaútgáfu. Til að ljúka að fullu fjármögnun þeirra félaga sem eiga og reka Hörpu og annarra byggingareita á svæðinu þarf sú skuldabréfaútgáfa að vera upp á 18,3 milljarða króna. Eigendalánið er meðal annars veitt vegna þess að sambankalán sem átti að fjármagna byggingu Hörpu, og var tekið í janúar 2010, dugði ekki til að fjármagna verkefnið að fullu. Eigendalánið sem nú hefur verið samþykkt að veita mun brúa það bil ef frá er talinn lokafrágangur á nokkrum rýmum. Auk þess mun hluti lánsins renna til Situs, dótturfélags Austurhafnar sem á aðra byggingareiti á svæðinu, og hluti mun renna til rekstrarfélagsins Ago. Í minnisblaði Austurhafnar til eigenda sinna, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með því að bíða fram á næsta ár geri forsvarsmenn félagsins sér vonir um að kjör á endurfjármögnuninni muni batna. Borgarráð samþykkti lánveitinguna með fjórum atkvæðum gegn einu. Kjartan Magnússon greiddi atkvæði gegn henni. Til stóð að ráðast í endurfjármögnun á sambankaláninu, sem Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, veittu á þessu ári. Í minnisblaðinu kemur fram að 17.093 milljóna króna þak hafi verið á sambankaláninu. Áætlaður heildarkostnaður vegna byggingar Hörpu, reksturs hennar fram að endurfjármögnun og kostnaðar vegna annarra byggingarreita er hins vegar áætlaður hærri en sem því þaki nemur. Heildarkostnaður vegna Hörpu og tengdra verkefna, að meðtöldum afskrifuðum kostnaði, er áætlaður 27,7 milljarðar króna. Þegar samningar um byggingu hússins voru undirritaðir í apríl 2002 var áætlaður kostnaður um sex milljarðar króna.- þsj
Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira