Varkárni um Vaðlaheiðargöng Steinunn Stefánsdóttir skrifar 9. nóvember 2011 06:00 Allt stefnir nú í að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika á undan vegaframkvæmdum sem þó eru ofar á samgönguáætlun, svo sem nýjum Norðfjarðargöngum og Dýrafjarðargöngum, auk samgöngubóta á sunnanverðum Vestfjörðum og til Vestmannaeyja. Vaðlaheiðargöngin nýju verða byggð af félagi sem er að rúmlega hálfu í eigu Vegagerðarinnar en að tæplega hálfu í eigu Greiðrar leiðar, sem aftur er að mestu í eigu Akureyrarbæjar og KEA. Framkvæmdin er fjármögnuð með láni frá ríkinu en kostnaðaráætlun vegna ganganna hljóðar upp á 11 milljarða króna með virðisaukaskatti. Ætlunin er að endurfjármagna félagið að framkvæmd lokinni og endurgreiða ríkinu skuldina. Gert er ráð fyrir að með tæplega þúsund króna veggjaldi takist að greiða upp kostnað vegna ganganna á 25 til 30 árum. Allt lítur þetta ósköp vel út en ekki má þó gleyma því að fé sem lánað er af ríkissjóði fer þá ekki til annarra málefna á meðan, málefna sem hugsanlega nýttust fleira fólki og/eða skiluðu ríkissjóði meiru til baka þegar upp er staðið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í vikunni kom fram ólíkt mat aðila á því hvort Vaðlaheiðargöng yrðu sjálfbær eða ekki. Norðlendingurinn Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var afar bjartsýnn á að göngin yrðu sjálfbær og gerð þeirra kæmi ekki til með að varpa kostnaði á ríkissjóð. Innanríkisráðherrann og Reykjavíkurþingmaðurinn Ögmundur Jónasson var á hinn bóginn varfærnari í mati sínu og ítrekaði að lykilforsenda aðkomu ríkissjóðs væri að göngin stæðu undir sér með notendagjöldum svo sem vegatolli. Mat Félags íslenskra bifreiðaeigenda er að áætlun um Vaðlaheiðargöng sé of bjartsýn þar sem gert er ráð fyrir að níu bílar af hverjum tíu fari um göngin þrátt fyrir að stytting vegarins nemi einungis 16 kílómetrum, sem gera má ráð fyrir að spari 300 til 500 krónur í eldsneytiskostnað í hverri ferð. Vaðlaheiðargöng verða vissulega á fjölfarinni leið, mun fjölfarnari en göng til Norðfjarðar og Dýrafjarðar. Á hinn bóginn kæmu síðarnefndu göngin í stað erfiðra vegakafla sem iðulega lokast á vetrum um lengri eða skemmri tíma meðan vegurinn yfir Víkurskarð sem áfram yrði valkostur á móti Vaðlaheiðargöngum er greiðfær og góður nema fáeina daga á ári. Vaðlaheiðargöng eru þannig vissulega samgöngubót en á engan hátt samgöngubylting eins og göng yrðu fyrir Norðfirðinga og íbúa á Vestfjörðum, einkum norðanverðum. Það er skiljanlegt að Norðlendingum sé kappsmál að gerð séu göng um Vaðlaheiði. Framkvæmdin sjálf kæmi sér þar vel, auk þess sem leiðin frá Akureyri og austur um yrði styttri og greiðari. Krafan hlýtur þó að vera sú að fram fari úttekt aðila sem engra hagsmuna eiga að gæta varðandi Vaðlaheiðargöng á arðsemi framkvæmdarinnar. 11 milljarðar eru engir smápeningar, jafnvel þótt þeir verði endurgreiddar síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun
Allt stefnir nú í að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika á undan vegaframkvæmdum sem þó eru ofar á samgönguáætlun, svo sem nýjum Norðfjarðargöngum og Dýrafjarðargöngum, auk samgöngubóta á sunnanverðum Vestfjörðum og til Vestmannaeyja. Vaðlaheiðargöngin nýju verða byggð af félagi sem er að rúmlega hálfu í eigu Vegagerðarinnar en að tæplega hálfu í eigu Greiðrar leiðar, sem aftur er að mestu í eigu Akureyrarbæjar og KEA. Framkvæmdin er fjármögnuð með láni frá ríkinu en kostnaðaráætlun vegna ganganna hljóðar upp á 11 milljarða króna með virðisaukaskatti. Ætlunin er að endurfjármagna félagið að framkvæmd lokinni og endurgreiða ríkinu skuldina. Gert er ráð fyrir að með tæplega þúsund króna veggjaldi takist að greiða upp kostnað vegna ganganna á 25 til 30 árum. Allt lítur þetta ósköp vel út en ekki má þó gleyma því að fé sem lánað er af ríkissjóði fer þá ekki til annarra málefna á meðan, málefna sem hugsanlega nýttust fleira fólki og/eða skiluðu ríkissjóði meiru til baka þegar upp er staðið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í vikunni kom fram ólíkt mat aðila á því hvort Vaðlaheiðargöng yrðu sjálfbær eða ekki. Norðlendingurinn Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var afar bjartsýnn á að göngin yrðu sjálfbær og gerð þeirra kæmi ekki til með að varpa kostnaði á ríkissjóð. Innanríkisráðherrann og Reykjavíkurþingmaðurinn Ögmundur Jónasson var á hinn bóginn varfærnari í mati sínu og ítrekaði að lykilforsenda aðkomu ríkissjóðs væri að göngin stæðu undir sér með notendagjöldum svo sem vegatolli. Mat Félags íslenskra bifreiðaeigenda er að áætlun um Vaðlaheiðargöng sé of bjartsýn þar sem gert er ráð fyrir að níu bílar af hverjum tíu fari um göngin þrátt fyrir að stytting vegarins nemi einungis 16 kílómetrum, sem gera má ráð fyrir að spari 300 til 500 krónur í eldsneytiskostnað í hverri ferð. Vaðlaheiðargöng verða vissulega á fjölfarinni leið, mun fjölfarnari en göng til Norðfjarðar og Dýrafjarðar. Á hinn bóginn kæmu síðarnefndu göngin í stað erfiðra vegakafla sem iðulega lokast á vetrum um lengri eða skemmri tíma meðan vegurinn yfir Víkurskarð sem áfram yrði valkostur á móti Vaðlaheiðargöngum er greiðfær og góður nema fáeina daga á ári. Vaðlaheiðargöng eru þannig vissulega samgöngubót en á engan hátt samgöngubylting eins og göng yrðu fyrir Norðfirðinga og íbúa á Vestfjörðum, einkum norðanverðum. Það er skiljanlegt að Norðlendingum sé kappsmál að gerð séu göng um Vaðlaheiði. Framkvæmdin sjálf kæmi sér þar vel, auk þess sem leiðin frá Akureyri og austur um yrði styttri og greiðari. Krafan hlýtur þó að vera sú að fram fari úttekt aðila sem engra hagsmuna eiga að gæta varðandi Vaðlaheiðargöng á arðsemi framkvæmdarinnar. 11 milljarðar eru engir smápeningar, jafnvel þótt þeir verði endurgreiddar síðar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun