Golfkúlnahríð ógnar fjölskyldu í Kópavogi 9. nóvember 2011 08:00 Golfvöllur GKG í leirdal Örvasalir og Öldusalir eru berskjaldaðir fyrir feilhöggum kylfinga á velli GKG í Leirdal. Planta á trjám til að verja byggðina.Fréttablaðið/Anton Viðvörunarskilti GKG. Íbúi við Örvasali segir líklegra að kylfingar forði sér á harðahlaupum en að þeir gefi sig fram ef þeir valdi tjóni. Í bakgrunni sést í húsin í Örvasölum. „Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu," segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. Jóna og fjölskylda hennar búa við golfvöll GKG í Leirdal. Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni vallarins vegna golfkúlna sem fljúgi inn á lóðir þeirra. „Við erum að fá kúlurnar í húsið og höfum ekki lagt í að klæða það að utan. Við vorum ekki að sækjast eftir staðsetningu við golfvöll en við eigum fatlað barn og fengum úthlutað lóð á þessum stað vegna þess," segir Jóna, sem kveðst hafa hafa kynnt sér málið fyrir fram hjá Kópavogsbæ og verið sagt að erlendur sérfræðingur teldi í lagi að hafa lóðirnar á þessum stað. „En þetta er bara ekki í lagi." Jóna segir að nágrannar golfvallarins þurfi að kaupa aukatryggingar. „Við erum tryggð fyrir tveimur golfkúlum á ári en þurfum að treysta á að þeir sem spila golf á vellinum láti okkur vita ef þeir valda tjóni," segir Jóna og bætir við að skilti hafa verið sett upp við völlinn til að benda kylfingum á þetta. „Það hlæja allir að þessum skiltum og sjá fyrir sér að menn hlaupi bara eins hratt og þeir geti og voni að enginn sjái sig." Þá bendir Jóna á að burtséð frá fjárhagslegu tjóni stafi hreinlega slysahætta af kúlnadrífunni. „Við erum með ónotaða bakgarða. Það er ekki hægt að senda börn þangað út að leika sér og ég veit að nágrannar okkar hafa áhyggjur af börnunum á göngustígunum. Ég á orðið fullan skókassa af golfkúlum," segir hún. Jóna skrifaði bænum og ákvað umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs á mánudag að sett yrði upp um 175 metra trjábelti við Ásakór og Álmakór og um 230 metra belti við Örvasali. Vinna við þetta er þegar hafin. „Þetta verður gert í samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Allt að fjögurra metra há tré á skógræktarsvæðinu á Rjúpnahæð verða flutt og þeim plantað við golfvöllinn. Stefnt er að því að þessu verði lokið fyrir vorið," segir Arna Schram. Jóna segist hafa viljað fá net sem yrði sett upp meðan völlurinn væri opinn. „Það er þakkarvert að það sé eitthvað gert en ég er ekki alveg að sjá að trén geti tekið við þessu." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira
Viðvörunarskilti GKG. Íbúi við Örvasali segir líklegra að kylfingar forði sér á harðahlaupum en að þeir gefi sig fram ef þeir valdi tjóni. Í bakgrunni sést í húsin í Örvasölum. „Maðurinn minn og nágranni voru úti á lóð í sumar og máttu þakka fyrir að þeir fengu ekki í sig golfkúlu sem hvein við hliðina á þeim áður en hún small í húsinu," segir Jóna Bryndís Gísladóttir, íbúi við Örvasali í Kópavogi. Jóna og fjölskylda hennar búa við golfvöll GKG í Leirdal. Arna Schram, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir kvartanir hafa borist frá íbúum í nágrenni vallarins vegna golfkúlna sem fljúgi inn á lóðir þeirra. „Við erum að fá kúlurnar í húsið og höfum ekki lagt í að klæða það að utan. Við vorum ekki að sækjast eftir staðsetningu við golfvöll en við eigum fatlað barn og fengum úthlutað lóð á þessum stað vegna þess," segir Jóna, sem kveðst hafa hafa kynnt sér málið fyrir fram hjá Kópavogsbæ og verið sagt að erlendur sérfræðingur teldi í lagi að hafa lóðirnar á þessum stað. „En þetta er bara ekki í lagi." Jóna segir að nágrannar golfvallarins þurfi að kaupa aukatryggingar. „Við erum tryggð fyrir tveimur golfkúlum á ári en þurfum að treysta á að þeir sem spila golf á vellinum láti okkur vita ef þeir valda tjóni," segir Jóna og bætir við að skilti hafa verið sett upp við völlinn til að benda kylfingum á þetta. „Það hlæja allir að þessum skiltum og sjá fyrir sér að menn hlaupi bara eins hratt og þeir geti og voni að enginn sjái sig." Þá bendir Jóna á að burtséð frá fjárhagslegu tjóni stafi hreinlega slysahætta af kúlnadrífunni. „Við erum með ónotaða bakgarða. Það er ekki hægt að senda börn þangað út að leika sér og ég veit að nágrannar okkar hafa áhyggjur af börnunum á göngustígunum. Ég á orðið fullan skókassa af golfkúlum," segir hún. Jóna skrifaði bænum og ákvað umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs á mánudag að sett yrði upp um 175 metra trjábelti við Ásakór og Álmakór og um 230 metra belti við Örvasali. Vinna við þetta er þegar hafin. „Þetta verður gert í samvinnu við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Allt að fjögurra metra há tré á skógræktarsvæðinu á Rjúpnahæð verða flutt og þeim plantað við golfvöllinn. Stefnt er að því að þessu verði lokið fyrir vorið," segir Arna Schram. Jóna segist hafa viljað fá net sem yrði sett upp meðan völlurinn væri opinn. „Það er þakkarvert að það sé eitthvað gert en ég er ekki alveg að sjá að trén geti tekið við þessu." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira