Hýsir leikara uppá jökli í 25 fermetra gámahúsum 14. nóvember 2011 08:00 Gísli D. Reynisson keypti trukkana og með þeim fylgdu gámahús sem hægt er að setja upp hvar sem er. „Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra," segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreytilegum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Gísli og fyrirtæki hans verður þannig tökuliði Game of Thrones innan handar en tökur hefjast í lok þessa mánaðar fyrir austan; fyrst við Skálafellsjökul og svo á Höfðabrekkuheiði. Gámarnir sem um ræðir eru fjögurra metra langir en þegar hliðarnar hafa verið felldar út og öllu tjaldað til eru þeir eins og 25 fermetra hús. Gísli er eldri en tvívetra í þessum bransa og hóf að aðstoða kvikmyndatökufólk fyrir tíu árum. Vík og nágrenni hefur verið vinsæll tökustaður hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki og Gísli því unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, Tomb Rider og Die Another Day. „Maður er bara að reyna skapa sér eitthvað meðfram öðrum verkefnum, ég byrjaði á því að kaupa trukka sem henta mjög vel í þetta og þeim fylgdu þessi hús," segir Gísli og reynir að gera lítið úr sínum hlut í þessum stóru Hollywood-kvikmyndum þótt húsin hans hafi örugglega reynst hin besta vin uppá íslenska hálendinu.Gámarnir hafa séð um að hýsa leikara við erfiðar aðstæður eins og sést.Verkefnin sem fylgja kvikmyndagerðinni eru æði fjölbreytt og þannig hefur Gísli yfir að ráða tankbíl en hann kemst nánast hvert á land sem er. Eins og önnur farartæki Gísla. „Stundum þarf að bleyta og rykbinda fyrir tökur og stundum þarf að framleiða snjó uppá jökli. Þá kemur tankbíllinn að góðum notum," útskýrir Gísli og viðurkennir að hann hlakki mikið til að sjá Prometheus eftir Ridley Scott sem tekinn var upp hér á landi í sumar. „Þar var gríðarlega flott leikmynd og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu." En starf Gísla er síður en svo auðvelt og vinnudagarnir geta verið ansi langir, stundum tuttugu klukkustundir. „Ég þarf að vera fyrstur á tökustað til að setja allt upp og svo síðastur í burtu þegar allt er búið. En þetta getur verið þrælgaman inná milli." freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira
„Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra," segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreytilegum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Gísli og fyrirtæki hans verður þannig tökuliði Game of Thrones innan handar en tökur hefjast í lok þessa mánaðar fyrir austan; fyrst við Skálafellsjökul og svo á Höfðabrekkuheiði. Gámarnir sem um ræðir eru fjögurra metra langir en þegar hliðarnar hafa verið felldar út og öllu tjaldað til eru þeir eins og 25 fermetra hús. Gísli er eldri en tvívetra í þessum bransa og hóf að aðstoða kvikmyndatökufólk fyrir tíu árum. Vík og nágrenni hefur verið vinsæll tökustaður hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki og Gísli því unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, Tomb Rider og Die Another Day. „Maður er bara að reyna skapa sér eitthvað meðfram öðrum verkefnum, ég byrjaði á því að kaupa trukka sem henta mjög vel í þetta og þeim fylgdu þessi hús," segir Gísli og reynir að gera lítið úr sínum hlut í þessum stóru Hollywood-kvikmyndum þótt húsin hans hafi örugglega reynst hin besta vin uppá íslenska hálendinu.Gámarnir hafa séð um að hýsa leikara við erfiðar aðstæður eins og sést.Verkefnin sem fylgja kvikmyndagerðinni eru æði fjölbreytt og þannig hefur Gísli yfir að ráða tankbíl en hann kemst nánast hvert á land sem er. Eins og önnur farartæki Gísla. „Stundum þarf að bleyta og rykbinda fyrir tökur og stundum þarf að framleiða snjó uppá jökli. Þá kemur tankbíllinn að góðum notum," útskýrir Gísli og viðurkennir að hann hlakki mikið til að sjá Prometheus eftir Ridley Scott sem tekinn var upp hér á landi í sumar. „Þar var gríðarlega flott leikmynd og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu." En starf Gísla er síður en svo auðvelt og vinnudagarnir geta verið ansi langir, stundum tuttugu klukkustundir. „Ég þarf að vera fyrstur á tökustað til að setja allt upp og svo síðastur í burtu þegar allt er búið. En þetta getur verið þrælgaman inná milli." freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira