Hýsir leikara uppá jökli í 25 fermetra gámahúsum 14. nóvember 2011 08:00 Gísli D. Reynisson keypti trukkana og með þeim fylgdu gámahús sem hægt er að setja upp hvar sem er. „Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra," segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreytilegum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Gísli og fyrirtæki hans verður þannig tökuliði Game of Thrones innan handar en tökur hefjast í lok þessa mánaðar fyrir austan; fyrst við Skálafellsjökul og svo á Höfðabrekkuheiði. Gámarnir sem um ræðir eru fjögurra metra langir en þegar hliðarnar hafa verið felldar út og öllu tjaldað til eru þeir eins og 25 fermetra hús. Gísli er eldri en tvívetra í þessum bransa og hóf að aðstoða kvikmyndatökufólk fyrir tíu árum. Vík og nágrenni hefur verið vinsæll tökustaður hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki og Gísli því unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, Tomb Rider og Die Another Day. „Maður er bara að reyna skapa sér eitthvað meðfram öðrum verkefnum, ég byrjaði á því að kaupa trukka sem henta mjög vel í þetta og þeim fylgdu þessi hús," segir Gísli og reynir að gera lítið úr sínum hlut í þessum stóru Hollywood-kvikmyndum þótt húsin hans hafi örugglega reynst hin besta vin uppá íslenska hálendinu.Gámarnir hafa séð um að hýsa leikara við erfiðar aðstæður eins og sést.Verkefnin sem fylgja kvikmyndagerðinni eru æði fjölbreytt og þannig hefur Gísli yfir að ráða tankbíl en hann kemst nánast hvert á land sem er. Eins og önnur farartæki Gísla. „Stundum þarf að bleyta og rykbinda fyrir tökur og stundum þarf að framleiða snjó uppá jökli. Þá kemur tankbíllinn að góðum notum," útskýrir Gísli og viðurkennir að hann hlakki mikið til að sjá Prometheus eftir Ridley Scott sem tekinn var upp hér á landi í sumar. „Þar var gríðarlega flott leikmynd og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu." En starf Gísla er síður en svo auðvelt og vinnudagarnir geta verið ansi langir, stundum tuttugu klukkustundir. „Ég þarf að vera fyrstur á tökustað til að setja allt upp og svo síðastur í burtu þegar allt er búið. En þetta getur verið þrælgaman inná milli." freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
„Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra," segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreytilegum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Gísli og fyrirtæki hans verður þannig tökuliði Game of Thrones innan handar en tökur hefjast í lok þessa mánaðar fyrir austan; fyrst við Skálafellsjökul og svo á Höfðabrekkuheiði. Gámarnir sem um ræðir eru fjögurra metra langir en þegar hliðarnar hafa verið felldar út og öllu tjaldað til eru þeir eins og 25 fermetra hús. Gísli er eldri en tvívetra í þessum bransa og hóf að aðstoða kvikmyndatökufólk fyrir tíu árum. Vík og nágrenni hefur verið vinsæll tökustaður hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki og Gísli því unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, Tomb Rider og Die Another Day. „Maður er bara að reyna skapa sér eitthvað meðfram öðrum verkefnum, ég byrjaði á því að kaupa trukka sem henta mjög vel í þetta og þeim fylgdu þessi hús," segir Gísli og reynir að gera lítið úr sínum hlut í þessum stóru Hollywood-kvikmyndum þótt húsin hans hafi örugglega reynst hin besta vin uppá íslenska hálendinu.Gámarnir hafa séð um að hýsa leikara við erfiðar aðstæður eins og sést.Verkefnin sem fylgja kvikmyndagerðinni eru æði fjölbreytt og þannig hefur Gísli yfir að ráða tankbíl en hann kemst nánast hvert á land sem er. Eins og önnur farartæki Gísla. „Stundum þarf að bleyta og rykbinda fyrir tökur og stundum þarf að framleiða snjó uppá jökli. Þá kemur tankbíllinn að góðum notum," útskýrir Gísli og viðurkennir að hann hlakki mikið til að sjá Prometheus eftir Ridley Scott sem tekinn var upp hér á landi í sumar. „Þar var gríðarlega flott leikmynd og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu." En starf Gísla er síður en svo auðvelt og vinnudagarnir geta verið ansi langir, stundum tuttugu klukkustundir. „Ég þarf að vera fyrstur á tökustað til að setja allt upp og svo síðastur í burtu þegar allt er búið. En þetta getur verið þrælgaman inná milli." freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira