Foreldrar eru fyrirmynd Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. nóvember 2011 06:00 Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar er ár hvert helgaður íslenskri tungu. Svo hefur verið í hálfan annan áratug og mun þorri nemenda í leikskólum og grunnskólum landsins gera sér dagamun í dag, víðast með rækt við ljóðaarfinn. Það er gaman að íslensk skólabörn skuli líta á dag íslenskrar tungu sem hátíð. Árlega sendir Íslensk málnefnd frá sér ályktun um stöðu íslenskrar tungu, enda er kveðið á um þá skyldu málnefndar í lögum. Í ár beinist ályktun málnefndar að stöðu barna, því málnefndin er uggandi yfir minnkandi bóklestri og dvínandi lesskilningi íslenskra barna. Samhliða bendir hún á að hér á landi sé minni tíma varið til móðurmálskennslu í grunnskólum en annars staðar á Norðurlöndunum og að íslensk kennaraefni fái ekki nægilega menntun í íslensku. Rannsóknir sýna að verulega hefur dregið úr bóklestri barna og unglinga undanfarin ár. Í evrópskri könnun frá síðasta ári kom fram að 23 prósent 15 til 16 ára íslenskra unglinga kváðust aldrei lesa bækur sér til skemmtunar. Þessar tölur má síðan setja í samhengi við tölur sem nýlega birtust og sýndu að tæplega fjórðungur 15 ára pilta og níu prósent jafngamalla stúlkna lesa sér ekki til gagns. Fyrir liggur að lestur, lestrarvenjur og í raun öll notkun ritmáls hefur ekki bara breyst heldur umbylst á undanförnum árum og áratugum. Bóklestur var fyrir fáeinum áratugum ráðandi dægradvöl. Nú eru valkostirnir hins vegar fjölmargir. Sumir þeirra krefjast vissulega einhverrar lesfærni, svo sem tilteknir tölvuleikir og notkun skjátexta í sjónvarpi. Lestrarþjálfunin sem þetta veitir er samt afar léttvæg miðað við þá sem fæst með því að lesa, nú eða gleypa í sig bækur, jafnvel tugi síðna á dag. Þessi breyting leggur aukna ábyrgð ekki bara á skólana heldur ekki síður foreldra. Nú þarf að halda lestri að börnum og unglingum í stað þess að stór hluti bar sig eftir honum sjálfur fyrr á tímum. Allir vita hversu miklu máli skiptir að foreldrar og uppalendur lesi fyrir ólæs börn. Þennan sið á þó alls ekki að leggja af eftir að barn hefur náð tökum á lestækninni heldur halda áfram að búa til samverustund með bókum. En það er ekki nóg. Foreldrar eru fyrirmynd, og barn sem sér aldrei foreldri taka sér bók eða lesbretti í hönd er ekki endilega líklegt til að sækjast eftir slíku sjálft. Ekki verður nægilega ítrekað hversu miklu máli lestur skiptir í námi, í starfi og öllu daglegu lífi. Úr því mun ekki draga. Nefna má sem dæmi að nú færist í vöxt að opinberar stofnanir beini afgreiðslu erinda á netið. Þetta þýðir að borgarar þurfa bæði að lesa og skrifa í samskiptum sínum við stjórnsýsluna. Ástæða er til að vera uggandi um afdrif eins af hverjum fjórum unglingspiltum og einnar af hverjum tíu stúlkum sem ekki lesa sér til gagns. Þessi ungmenni eru ekki nægilega vel nestuð til að vera þegnar í samfélagi þar sem opinberar stofnanir veita drjúgan hluta þjónustu í gegnum netið. Því verður að styrkja þjálfun í lestri og lesskilningi bæði með bóklestri og annars konar vinnu með texta í sem fjölbreytilegustu samhengi í skólum og á heimilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun
Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar er ár hvert helgaður íslenskri tungu. Svo hefur verið í hálfan annan áratug og mun þorri nemenda í leikskólum og grunnskólum landsins gera sér dagamun í dag, víðast með rækt við ljóðaarfinn. Það er gaman að íslensk skólabörn skuli líta á dag íslenskrar tungu sem hátíð. Árlega sendir Íslensk málnefnd frá sér ályktun um stöðu íslenskrar tungu, enda er kveðið á um þá skyldu málnefndar í lögum. Í ár beinist ályktun málnefndar að stöðu barna, því málnefndin er uggandi yfir minnkandi bóklestri og dvínandi lesskilningi íslenskra barna. Samhliða bendir hún á að hér á landi sé minni tíma varið til móðurmálskennslu í grunnskólum en annars staðar á Norðurlöndunum og að íslensk kennaraefni fái ekki nægilega menntun í íslensku. Rannsóknir sýna að verulega hefur dregið úr bóklestri barna og unglinga undanfarin ár. Í evrópskri könnun frá síðasta ári kom fram að 23 prósent 15 til 16 ára íslenskra unglinga kváðust aldrei lesa bækur sér til skemmtunar. Þessar tölur má síðan setja í samhengi við tölur sem nýlega birtust og sýndu að tæplega fjórðungur 15 ára pilta og níu prósent jafngamalla stúlkna lesa sér ekki til gagns. Fyrir liggur að lestur, lestrarvenjur og í raun öll notkun ritmáls hefur ekki bara breyst heldur umbylst á undanförnum árum og áratugum. Bóklestur var fyrir fáeinum áratugum ráðandi dægradvöl. Nú eru valkostirnir hins vegar fjölmargir. Sumir þeirra krefjast vissulega einhverrar lesfærni, svo sem tilteknir tölvuleikir og notkun skjátexta í sjónvarpi. Lestrarþjálfunin sem þetta veitir er samt afar léttvæg miðað við þá sem fæst með því að lesa, nú eða gleypa í sig bækur, jafnvel tugi síðna á dag. Þessi breyting leggur aukna ábyrgð ekki bara á skólana heldur ekki síður foreldra. Nú þarf að halda lestri að börnum og unglingum í stað þess að stór hluti bar sig eftir honum sjálfur fyrr á tímum. Allir vita hversu miklu máli skiptir að foreldrar og uppalendur lesi fyrir ólæs börn. Þennan sið á þó alls ekki að leggja af eftir að barn hefur náð tökum á lestækninni heldur halda áfram að búa til samverustund með bókum. En það er ekki nóg. Foreldrar eru fyrirmynd, og barn sem sér aldrei foreldri taka sér bók eða lesbretti í hönd er ekki endilega líklegt til að sækjast eftir slíku sjálft. Ekki verður nægilega ítrekað hversu miklu máli lestur skiptir í námi, í starfi og öllu daglegu lífi. Úr því mun ekki draga. Nefna má sem dæmi að nú færist í vöxt að opinberar stofnanir beini afgreiðslu erinda á netið. Þetta þýðir að borgarar þurfa bæði að lesa og skrifa í samskiptum sínum við stjórnsýsluna. Ástæða er til að vera uggandi um afdrif eins af hverjum fjórum unglingspiltum og einnar af hverjum tíu stúlkum sem ekki lesa sér til gagns. Þessi ungmenni eru ekki nægilega vel nestuð til að vera þegnar í samfélagi þar sem opinberar stofnanir veita drjúgan hluta þjónustu í gegnum netið. Því verður að styrkja þjálfun í lestri og lesskilningi bæði með bóklestri og annars konar vinnu með texta í sem fjölbreytilegustu samhengi í skólum og á heimilum.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun