Telja líðan nemenda í Gerðaskóla ólíðandi 29. nóvember 2011 08:00 Gerðaskóli Óvenjumargir nemendur í Gerðaskóla telja sig verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði.Mynd/víkurfréttir Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði. Þeir þættir sem kannaðir verða eru líðan nemenda og einelti, skólabragur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra og fleira, að því er fram kemur í bréfi ráðuneytisins til Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði. Ásmundur segir bæjarstjórnina sérstaklega hafa óskað eftir stjórnsýsluúttekt á störfum skólans. Því var þessi ákvörðun tekin og samþykki menntamálaráðuneytisins kom í kjölfarið. „Það má alltaf gera gott betra," segir Ásmundur. „Það er vilji allra til þess að þessi úttekt verði gerð." Einelti í Gerðaskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fram hafa komið frásagnir foreldra sem hafa þurft að taka börnin sín úr skólanum sökum eineltis og afskiptaleysis skólastjórnenda. Í skoðanakönnun meðal nemenda skólans sem gerð var fyrr á þessu ári kom fram að 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. Það er um helmingi hærra hlutfall en meðaltal á landsvísu. Fram hefur komið að meirihluti skólanefndar Gerðaskóla telji eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi. Pétur Brynjarsson, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að mikið hafi áunnist í eineltismálum innan skólans að undanförnu. Olweusar-könnunin, sem leiddi í ljós 13,3 prósent hlutfall nemenda sem verða fyrir einelti, hafi verið gerð fyrir nær ári, en önnur könnun sem gerð var í september meðal starfsmanna skólans hafi sýnt fram á mun lægra hlutfall þolenda, eða um 4,1 prósent. „Við tókum reyndar aðeins aðra nálgun þá," segir Pétur. „Fyrri könnunin var nafnlaus en sú síðari fór fram í samtali með kennara, foreldra og nemanda." Spurður hvort hann hafi tölu á því hversu margir nemendur hafi hætt í skólanum sökum eineltis á síðustu árum, segist Pétur ekki hafa þá tölu. Hann segir þó að slíkt hafi gerst. „Hér er unnið vel og markvisst að þessum málaflokki og ég fagna því að ráðuneytið ætli að gera hér ítarlega úttekt," segir Pétur. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði. Þeir þættir sem kannaðir verða eru líðan nemenda og einelti, skólabragur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra og fleira, að því er fram kemur í bréfi ráðuneytisins til Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði. Ásmundur segir bæjarstjórnina sérstaklega hafa óskað eftir stjórnsýsluúttekt á störfum skólans. Því var þessi ákvörðun tekin og samþykki menntamálaráðuneytisins kom í kjölfarið. „Það má alltaf gera gott betra," segir Ásmundur. „Það er vilji allra til þess að þessi úttekt verði gerð." Einelti í Gerðaskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fram hafa komið frásagnir foreldra sem hafa þurft að taka börnin sín úr skólanum sökum eineltis og afskiptaleysis skólastjórnenda. Í skoðanakönnun meðal nemenda skólans sem gerð var fyrr á þessu ári kom fram að 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. Það er um helmingi hærra hlutfall en meðaltal á landsvísu. Fram hefur komið að meirihluti skólanefndar Gerðaskóla telji eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi. Pétur Brynjarsson, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að mikið hafi áunnist í eineltismálum innan skólans að undanförnu. Olweusar-könnunin, sem leiddi í ljós 13,3 prósent hlutfall nemenda sem verða fyrir einelti, hafi verið gerð fyrir nær ári, en önnur könnun sem gerð var í september meðal starfsmanna skólans hafi sýnt fram á mun lægra hlutfall þolenda, eða um 4,1 prósent. „Við tókum reyndar aðeins aðra nálgun þá," segir Pétur. „Fyrri könnunin var nafnlaus en sú síðari fór fram í samtali með kennara, foreldra og nemanda." Spurður hvort hann hafi tölu á því hversu margir nemendur hafi hætt í skólanum sökum eineltis á síðustu árum, segist Pétur ekki hafa þá tölu. Hann segir þó að slíkt hafi gerst. „Hér er unnið vel og markvisst að þessum málaflokki og ég fagna því að ráðuneytið ætli að gera hér ítarlega úttekt," segir Pétur. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira