Fleiri ökumenn teknir dópaðir en drukknir 2. desember 2011 06:00 hvalfjarðargöngin Maðurinn gafst upp á akstrinum þegar hann var rétt kominn niður í göngin, enda réði hann ekkert við bílinn. Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu. Hann segir að nokkuð sé um liðið síðan þessi breyting varð og að til skamms tíma hefði ölvunarakstur verið algengari. Ökuníðingurinn, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og reyndi að komast undan Borgarneslögreglunni í fyrrakvöld sætti yfirheyrslum í gær. Gert var ráð fyrir að hann yrði látinn laus að þeim loknum. Maðurinn, sem er nær þrítugu og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, var að koma að norðan áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan veitti einkennilegu aksturslagi hans í gegnum Borgarnes athygli. Ákveðið var að stöðva bílinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur gaf í og lagði á flótta. Lögregla veitti honum eftirför og ók hann á allt upp í 150 kílómetra hraða. Kallað var eftir aðstoð frá lögreglu á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu meðan á eftirförinni stóð. Til móts við bæinn Gröf, nokkru áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum ók ökufanturinn utan í hlið lögreglubíls. Að því búnu hélt hann akstri sínum áfram á fullri ferð. Rétt áður en ekið er að hringtorginu við norðurmunna Hvalfjarðarganga lagði lögregla út naglamottu sem ökuþórinn ók yfir. Við það sprungu dekk undir bíl hans. Hann linnti þó ekki ferðinni heldur komst dálítinn spöl ofan í göngin. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði ökuferðina utan í kantsteini, þar sem lögreglan handtók hann og færði á lögreglustöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér.- jss Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu. Hann segir að nokkuð sé um liðið síðan þessi breyting varð og að til skamms tíma hefði ölvunarakstur verið algengari. Ökuníðingurinn, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og reyndi að komast undan Borgarneslögreglunni í fyrrakvöld sætti yfirheyrslum í gær. Gert var ráð fyrir að hann yrði látinn laus að þeim loknum. Maðurinn, sem er nær þrítugu og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, var að koma að norðan áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan veitti einkennilegu aksturslagi hans í gegnum Borgarnes athygli. Ákveðið var að stöðva bílinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur gaf í og lagði á flótta. Lögregla veitti honum eftirför og ók hann á allt upp í 150 kílómetra hraða. Kallað var eftir aðstoð frá lögreglu á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu meðan á eftirförinni stóð. Til móts við bæinn Gröf, nokkru áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum ók ökufanturinn utan í hlið lögreglubíls. Að því búnu hélt hann akstri sínum áfram á fullri ferð. Rétt áður en ekið er að hringtorginu við norðurmunna Hvalfjarðarganga lagði lögregla út naglamottu sem ökuþórinn ók yfir. Við það sprungu dekk undir bíl hans. Hann linnti þó ekki ferðinni heldur komst dálítinn spöl ofan í göngin. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði ökuferðina utan í kantsteini, þar sem lögreglan handtók hann og færði á lögreglustöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér.- jss
Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira