Landaði flottu hlutverki í Rose-leikhúsinu í London 2. desember 2011 18:00 Flott hlutverk Guðmundur Ingi leikur ókunnuga manninn í Konunni við Hafið eftir Henrik Ibsen í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston. Aðalhlutverkin verða í höndunum á Joely Richardson og Malcolm Storry. Fréttablaðið/Vilhelm „Æfingar byrja í lok janúar. Þetta er virkilega spennandi,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari. Hann hefur hreppt hlutverk Ókunnuga mannsins í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston-hverfinu í London á verki Henrik Ibsen, Konan við hafið. Mótleikkona Guðmundar í verkinu verður enska leikkonan Joely Richardson sem er dóttir Vanessu Redgrave og er því af miklu leikhúsfólki komin. Hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð Patriot og sjónvarpsþáttaröðinni Nip/Tuck. Hún leikur jafnframt Anitu Vanger í ensku útgáfunni af Karlar sem hata konur. Verkinu er leikstýrt af Stephen Unwin. Það verður frumsýnt þann 23. febrúar en hitt aðalhlutverkið verður í höndunum á Malcolm Storry. Sá er ákaflega virtur í sínu fagi en hefur jafnframt brugðið fyrir í kvikmyndum á borð við The Last of the Mohicans. Guðmundur segir Unwin vera einn virtasta leikhús-leikstjóra Breta og það séu því forréttindi að fá að vinna með honum. „Bretum er nefnilega alveg sama með hverjum þú hefur unnið heima á Íslandi, þeir vilja bara vita með hverjum þú hefur unnið hérna úti. Þetta er því mikilvægt skref fyrir mig,“ segir Guðmundur og bætir því við að umboðsmaðurinn hans í London sé himinlifandi með niðurstöðuna. „Hann getur núna loksins sent fólk á sýningu með mér og leyft því að sjá mig.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru var Guðmundur boðaður í prufur fyrir sjónvarpsþættina Game of Thrones. Planið var þá að fara út í október en prufunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Verkefnið í Rose-leikhúsinu kom því eins og himnasending. „Ég er mjög ánægður með þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Æfingar byrja í lok janúar. Þetta er virkilega spennandi,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari. Hann hefur hreppt hlutverk Ókunnuga mannsins í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston-hverfinu í London á verki Henrik Ibsen, Konan við hafið. Mótleikkona Guðmundar í verkinu verður enska leikkonan Joely Richardson sem er dóttir Vanessu Redgrave og er því af miklu leikhúsfólki komin. Hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð Patriot og sjónvarpsþáttaröðinni Nip/Tuck. Hún leikur jafnframt Anitu Vanger í ensku útgáfunni af Karlar sem hata konur. Verkinu er leikstýrt af Stephen Unwin. Það verður frumsýnt þann 23. febrúar en hitt aðalhlutverkið verður í höndunum á Malcolm Storry. Sá er ákaflega virtur í sínu fagi en hefur jafnframt brugðið fyrir í kvikmyndum á borð við The Last of the Mohicans. Guðmundur segir Unwin vera einn virtasta leikhús-leikstjóra Breta og það séu því forréttindi að fá að vinna með honum. „Bretum er nefnilega alveg sama með hverjum þú hefur unnið heima á Íslandi, þeir vilja bara vita með hverjum þú hefur unnið hérna úti. Þetta er því mikilvægt skref fyrir mig,“ segir Guðmundur og bætir því við að umboðsmaðurinn hans í London sé himinlifandi með niðurstöðuna. „Hann getur núna loksins sent fólk á sýningu með mér og leyft því að sjá mig.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru var Guðmundur boðaður í prufur fyrir sjónvarpsþættina Game of Thrones. Planið var þá að fara út í október en prufunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Verkefnið í Rose-leikhúsinu kom því eins og himnasending. „Ég er mjög ánægður með þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning