Vilja draga úr yfirvinnu til að jafna laun 3. desember 2011 07:00 Ráðhús Reykjavíkur Óútskýrður launamunur hjá borginni nemur rúmum átta prósentum.Fréttablaðið/gva Sóley Tómasdóttir Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjölskylduvænni vinnustað. Rökin fyrir þessu eru þau að líklegra sé að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir þegar sinna þurfi veiku barni eða öldruðum foreldrum vegna þess að þær hafi lakari laun. Þetta viðhaldi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði og leiði jafnframt til ójafnt vinnuálags kynjanna á heimilum. Athugun starfshópsins leiddi í ljós að karlar í fullu starfi hjá borginni væru að meðaltali með 8,2 prósentum hærri laun en konur í fullu starfi, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, starfsaldri og starfi. Óleiðréttur er munurinn 13 prósent. Segir í skýrslunni að mikilvægt sé að skoða hvort tveggja, enda sé óleiðréttur launamunur oft afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, konur eigi til dæmis gjarnan styttri starfsaldur að baki vegna þess að þær taki á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi. Tvennt kemur sérstaklega til skoðunar varðandi kynbundna muninn: yfirvinna og akstursgreiðslur. Í ljós kemur að konur í fullu starfi fá ekki nema 53 prósent af yfirvinnugreiðslum karla í fullu starfi og 37 prósent af akstursgreiðslum. Starfshópurinn telur að draga megi úr þessum mun með því að afnema leynd um það á hvaða forsendum aksturs- og yfirvinnugreiðslur byggjast í hverju tilfelli fyrir sig. „Leiða má að því líkur að í einhverjum tilvikum hafi föst eða metin yfirvinna verið notuð til að hækka laun starfsmanna,“ segir í skýrslunni. „Vegna þessa miklar munar sem úttektin sýnir á yfirvinnu kynjanna er ljóst að mat yfirmanna er í mörgum tilvikum á þá leið að karlmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg þurfi að inna af hendi meiri yfirvinnu en konur sem vinna hjá borginni. Slík ákvarðanataka tekur greinilega mið af ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um karlinn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar.“ Þá segir að einnig sé mikilvægt að huga að afköstum. „Þar sem konur eru með færri yfirvinnutíma en karlar þá mætti draga þá ályktun að þær ráði við, í meiri mæli en karlar, að ljúka sínum störfum á dagvinnutíma.“ Starfshópurinn leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur sem fari í saumana á allri yfirvinnu og akstursgreiðslum hjá borginni og rökstyðji og skilgreini þörfina fyrir vinnuna og aksturinn í hverju tilviki. Því verði þannig fyrir komið að stjórnendur þurfi ávallt að rökstyðja það ef yfirvinna og akstursgreiðslur breytast. Þá þurfi að auka áherslu á starfsmat hjá borginni, enda falli mun fleiri karlastörf undir starfsmatið en kvennastörf. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira
Sóley Tómasdóttir Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjölskylduvænni vinnustað. Rökin fyrir þessu eru þau að líklegra sé að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir þegar sinna þurfi veiku barni eða öldruðum foreldrum vegna þess að þær hafi lakari laun. Þetta viðhaldi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði og leiði jafnframt til ójafnt vinnuálags kynjanna á heimilum. Athugun starfshópsins leiddi í ljós að karlar í fullu starfi hjá borginni væru að meðaltali með 8,2 prósentum hærri laun en konur í fullu starfi, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, starfsaldri og starfi. Óleiðréttur er munurinn 13 prósent. Segir í skýrslunni að mikilvægt sé að skoða hvort tveggja, enda sé óleiðréttur launamunur oft afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, konur eigi til dæmis gjarnan styttri starfsaldur að baki vegna þess að þær taki á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi. Tvennt kemur sérstaklega til skoðunar varðandi kynbundna muninn: yfirvinna og akstursgreiðslur. Í ljós kemur að konur í fullu starfi fá ekki nema 53 prósent af yfirvinnugreiðslum karla í fullu starfi og 37 prósent af akstursgreiðslum. Starfshópurinn telur að draga megi úr þessum mun með því að afnema leynd um það á hvaða forsendum aksturs- og yfirvinnugreiðslur byggjast í hverju tilfelli fyrir sig. „Leiða má að því líkur að í einhverjum tilvikum hafi föst eða metin yfirvinna verið notuð til að hækka laun starfsmanna,“ segir í skýrslunni. „Vegna þessa miklar munar sem úttektin sýnir á yfirvinnu kynjanna er ljóst að mat yfirmanna er í mörgum tilvikum á þá leið að karlmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg þurfi að inna af hendi meiri yfirvinnu en konur sem vinna hjá borginni. Slík ákvarðanataka tekur greinilega mið af ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um karlinn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar.“ Þá segir að einnig sé mikilvægt að huga að afköstum. „Þar sem konur eru með færri yfirvinnutíma en karlar þá mætti draga þá ályktun að þær ráði við, í meiri mæli en karlar, að ljúka sínum störfum á dagvinnutíma.“ Starfshópurinn leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur sem fari í saumana á allri yfirvinnu og akstursgreiðslum hjá borginni og rökstyðji og skilgreini þörfina fyrir vinnuna og aksturinn í hverju tilviki. Því verði þannig fyrir komið að stjórnendur þurfi ávallt að rökstyðja það ef yfirvinna og akstursgreiðslur breytast. Þá þurfi að auka áherslu á starfsmat hjá borginni, enda falli mun fleiri karlastörf undir starfsmatið en kvennastörf. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira