Krydda tómatarækt með hestasýningum 13. desember 2011 05:30 Knútur Rafn Ármann Ræktar á 5.200 fermetrum eftir stækkun. Ferðamenn eru mjög forvitnir um ræktun grænmetis á „sólarlausu“ Íslandi.fréttablaðið/stefán Tómatar Þau hjón rækta þrjár tegundir tómata allt árið um kring. Ræktun tómata hefur breyst mikið, því áður var ræktuð ein tegund á Íslandi en nú eru ræktaðar átta tegundir alls.fréttablaðið/stefán „Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag. Knútur og eiginkona hans, Helena Hermundardóttir, keyptu Friðheima árið 1995 og sameinuðu þar garðyrkju og hrossabúskap. Upphaflega ræktuðu þau tómata, paprikur og agúrkur en árið 2002 settu þau upp lýsingu og sneru sér eingöngu að tómatarækt, og þá heilsársrækt. Aðalbúgreinin er garðyrkjan en Friðheimar eru í senn hestamiðstöð þar sem þau hjónin stunda hestarækt, halda hestasýningar og sinna reiðkennslu. „Við tókum á móti fimm þúsund gestum í ár til að sjá hestasýninguna okkar. Rúmlega helmingur þeirra skoðar hjá okkur gróðurhúsin. Nú er talað um ferðamannaátak undir merkjum Ísland allt árið og við sjáum fyrir okkur að ferðamenn sem hafa skoðað vatnaauðlindina okkar úti í náttúrunni komi til okkar þar sem matur er framleiddur í Miðjarðarhafsloftslagi. Síðan geta menn sest niður og fengið sér tómatasúpu í notalegheitum á meðan frostið bítur úti,“ segir Knútur, sem framleiðir þrjár tegundir tómata. Hann segir átta tegundir í ræktun á Íslandi, sem sé mikil breyting frá því sem áður var þegar Íslendingar ræktuðu og borðuðu „þessa einu sönnu tegund“. Ræktun þeirra hjóna er vistvæn, gróðurhúsin hituð með jarðhita og lífrænar varnir notaðar gegn meindýrum. Lýsing tryggir að ræktun er möguleg allt árið, sem erlendum gestum þeirra finnst heillandi. Knútur og Helena eru með samninga við ferðaskrifstofur sem færa hópa erlendra ferðamanna heim að dyrum til að njóta hestasýningar. „Sýningin okkar hefur þróast á síðustu fjórum árum og er hugsuð til að kynna sérstöðu íslenska hestsins. Saga hestsins er kynnt og við getum nú sagt fólki þessa sögu á fjórtán tungumálum, þannig að það skiptir okkur litlu máli hvort hópurinn kemur frá Danmörku eða Kína,“ segir Knútur. Spurður um hag garðyrkjubænda segir Knútur það vera stærsta hagsmunamál garðyrkjubænda að fá orku á sanngjarnari taxta. „Við notum orku eins og þrjú þúsund manna bæjarfélag og það er stærsti kostnaðarhlutinn í okkar framleiðslu.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Tómatar Þau hjón rækta þrjár tegundir tómata allt árið um kring. Ræktun tómata hefur breyst mikið, því áður var ræktuð ein tegund á Íslandi en nú eru ræktaðar átta tegundir alls.fréttablaðið/stefán „Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag. Knútur og eiginkona hans, Helena Hermundardóttir, keyptu Friðheima árið 1995 og sameinuðu þar garðyrkju og hrossabúskap. Upphaflega ræktuðu þau tómata, paprikur og agúrkur en árið 2002 settu þau upp lýsingu og sneru sér eingöngu að tómatarækt, og þá heilsársrækt. Aðalbúgreinin er garðyrkjan en Friðheimar eru í senn hestamiðstöð þar sem þau hjónin stunda hestarækt, halda hestasýningar og sinna reiðkennslu. „Við tókum á móti fimm þúsund gestum í ár til að sjá hestasýninguna okkar. Rúmlega helmingur þeirra skoðar hjá okkur gróðurhúsin. Nú er talað um ferðamannaátak undir merkjum Ísland allt árið og við sjáum fyrir okkur að ferðamenn sem hafa skoðað vatnaauðlindina okkar úti í náttúrunni komi til okkar þar sem matur er framleiddur í Miðjarðarhafsloftslagi. Síðan geta menn sest niður og fengið sér tómatasúpu í notalegheitum á meðan frostið bítur úti,“ segir Knútur, sem framleiðir þrjár tegundir tómata. Hann segir átta tegundir í ræktun á Íslandi, sem sé mikil breyting frá því sem áður var þegar Íslendingar ræktuðu og borðuðu „þessa einu sönnu tegund“. Ræktun þeirra hjóna er vistvæn, gróðurhúsin hituð með jarðhita og lífrænar varnir notaðar gegn meindýrum. Lýsing tryggir að ræktun er möguleg allt árið, sem erlendum gestum þeirra finnst heillandi. Knútur og Helena eru með samninga við ferðaskrifstofur sem færa hópa erlendra ferðamanna heim að dyrum til að njóta hestasýningar. „Sýningin okkar hefur þróast á síðustu fjórum árum og er hugsuð til að kynna sérstöðu íslenska hestsins. Saga hestsins er kynnt og við getum nú sagt fólki þessa sögu á fjórtán tungumálum, þannig að það skiptir okkur litlu máli hvort hópurinn kemur frá Danmörku eða Kína,“ segir Knútur. Spurður um hag garðyrkjubænda segir Knútur það vera stærsta hagsmunamál garðyrkjubænda að fá orku á sanngjarnari taxta. „Við notum orku eins og þrjú þúsund manna bæjarfélag og það er stærsti kostnaðarhlutinn í okkar framleiðslu.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira