Togari knúinn áfram með orku úr dýrafitu 16. desember 2011 02:30 Kristján Vilhelmsson Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að um tímamót sé að ræða. Veiðiferðin hafi verið þrír sólarhringar núna en fyrirtækið nýti allt það magn af lífdísli sem fáanlegur er. Framleiðslugeta verksmiðjunnar setji því hins vegar skorður að mögulegt sé að keyra eitt eða fleiri skip í lengri tíma, hvað þá á ársgrundvelli. „En það sem við getum fengið munum við nota,“ segir Kristján og bætir við að Björgúlfur brenni 5.500 lítrum af lífdísli á sólarhring við veiðar og á keyrslu. „Þetta er verulega spennandi. Ég vil kalla þetta afganga sem verið er að nota til að búa til þetta eldsneyti því þetta er ekki notað í neitt annað,“ segir Kristján. Spurður hvort það sé ódýrara að nýta lífdísil heldur en hefðbundna olíu svarar Kristján því til að sparnaðurinn liggi í því að gjaldeyrir sparast. „Þetta er unnið úr innlendu hráefni og það er stóri sparnaðurinn. Þjóðhagslegi sparnaðurinn.“ Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir að framleiðslugeta verksmiðjunnar í dag sé fimmfalt þau 300 tonn sem framleidd eru í dag af lífdísli. „Það sem stendur í vegi fyrir aukinni framleiðslu eru aðdrættir á hráefni. Það fellur mikið til víða um land. Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns.“ Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Áætlanir fyrirtækisins, sem skýrir framleiðslumagnið í dag, gerðu ráð fyrir að 300 tonn myndu duga til að greiða niður fjárfestinguna við verksmiðjuna, sem var töluverð. „Núna þegar við sjáum hvað er hægt að gera þá herðir það í mönnum,“ segir Kristinn sem getur þess að tækjabúnaður verksmiðjunnar var að stærstum hluta smíðaður á Akureyri. Tækifærin fyrir fyrirtækið liggja víða enda 500 þúsund tonn af olíu flutt til landsins á ári hverju. Skipaflotinn notar 300 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að um tímamót sé að ræða. Veiðiferðin hafi verið þrír sólarhringar núna en fyrirtækið nýti allt það magn af lífdísli sem fáanlegur er. Framleiðslugeta verksmiðjunnar setji því hins vegar skorður að mögulegt sé að keyra eitt eða fleiri skip í lengri tíma, hvað þá á ársgrundvelli. „En það sem við getum fengið munum við nota,“ segir Kristján og bætir við að Björgúlfur brenni 5.500 lítrum af lífdísli á sólarhring við veiðar og á keyrslu. „Þetta er verulega spennandi. Ég vil kalla þetta afganga sem verið er að nota til að búa til þetta eldsneyti því þetta er ekki notað í neitt annað,“ segir Kristján. Spurður hvort það sé ódýrara að nýta lífdísil heldur en hefðbundna olíu svarar Kristján því til að sparnaðurinn liggi í því að gjaldeyrir sparast. „Þetta er unnið úr innlendu hráefni og það er stóri sparnaðurinn. Þjóðhagslegi sparnaðurinn.“ Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir að framleiðslugeta verksmiðjunnar í dag sé fimmfalt þau 300 tonn sem framleidd eru í dag af lífdísli. „Það sem stendur í vegi fyrir aukinni framleiðslu eru aðdrættir á hráefni. Það fellur mikið til víða um land. Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns.“ Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Áætlanir fyrirtækisins, sem skýrir framleiðslumagnið í dag, gerðu ráð fyrir að 300 tonn myndu duga til að greiða niður fjárfestinguna við verksmiðjuna, sem var töluverð. „Núna þegar við sjáum hvað er hægt að gera þá herðir það í mönnum,“ segir Kristinn sem getur þess að tækjabúnaður verksmiðjunnar var að stærstum hluta smíðaður á Akureyri. Tækifærin fyrir fyrirtækið liggja víða enda 500 þúsund tonn af olíu flutt til landsins á ári hverju. Skipaflotinn notar 300 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira