Nær að hreyfa fætur og fingur 28. desember 2011 09:00 Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. Fyrst eftir slysið var óttast að Fanney hefði lamast fyrir neðan háls, en brot var bæði á öðrum og þriðja hryggjarlið hennar. Eftir aðgerðina í gær var hún hins vegar komin með hreyfigetu í bæði fætur og fingur. „En það er lítið vitað um hvort einhver skaði er varanlegur, það kemur í ljós á næstu tveimur árum," segir Gísli Rafn Guðmundsson, bróðir Fanneyjar. „En þetta lofar allt mjög góðu." Að sögn Gísla verður Fanney á Ullevål-sjúkrahúsinu fram yfir áramót, en að því loknu taki við frekari endurhæfing ytra. Nánasta fjölskylda Fanneyjar er hjá henni úti í Ósló, en þau voru í jólaheimsókn í Geilo þegar slysið varð. Að sögn Gísla verður móðir þeirra áfram úti á meðan Fanney er að jafna sig. Fanney var meðvitundarlaus og andaði ekki þegar að henni var komið á slysstað. „Aðstoðarþjálfari á vettvangi komst fljótt til hennar. Hann náði að losa ól á brotnum hjálmi og setja hana í læsta hliðarlegu og þá tók hún aftur að anda," segir Gísli. Slysi Fanneyjar svipar til þess þegar Arna Sigríður Albertsdóttir hryggbrotnaði og lamaðist þegar hún lenti á tré í æfingaferð Skíðafélags Ísafjarðar til Geilo fyrir fimm árum. Hún var þá 16 ára. - óká Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. Fyrst eftir slysið var óttast að Fanney hefði lamast fyrir neðan háls, en brot var bæði á öðrum og þriðja hryggjarlið hennar. Eftir aðgerðina í gær var hún hins vegar komin með hreyfigetu í bæði fætur og fingur. „En það er lítið vitað um hvort einhver skaði er varanlegur, það kemur í ljós á næstu tveimur árum," segir Gísli Rafn Guðmundsson, bróðir Fanneyjar. „En þetta lofar allt mjög góðu." Að sögn Gísla verður Fanney á Ullevål-sjúkrahúsinu fram yfir áramót, en að því loknu taki við frekari endurhæfing ytra. Nánasta fjölskylda Fanneyjar er hjá henni úti í Ósló, en þau voru í jólaheimsókn í Geilo þegar slysið varð. Að sögn Gísla verður móðir þeirra áfram úti á meðan Fanney er að jafna sig. Fanney var meðvitundarlaus og andaði ekki þegar að henni var komið á slysstað. „Aðstoðarþjálfari á vettvangi komst fljótt til hennar. Hann náði að losa ól á brotnum hjálmi og setja hana í læsta hliðarlegu og þá tók hún aftur að anda," segir Gísli. Slysi Fanneyjar svipar til þess þegar Arna Sigríður Albertsdóttir hryggbrotnaði og lamaðist þegar hún lenti á tré í æfingaferð Skíðafélags Ísafjarðar til Geilo fyrir fimm árum. Hún var þá 16 ára. - óká
Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira