Icesave afgreitt með öruggum meirihluta 17. febrúar 2011 06:00 Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana var felld á þingi með 33 atkvæðum gegn 30. Þriðja útgáfa af samningi í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga bíður staðfestingar forseta Íslands.Fréttablaðið/gva Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Samfylkingin var einróma í stuðningi við málið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að þeir sem höfnuðu samningi tefldu þjóðarhag í tvísýnu: „Það er orðið löngu tímabært að leiða til lykta þetta hörmulega mál sem hefur klofið þjóðina í fylkingar, spillt samskiptum okkar við umheiminn og valdið miklum töfum í efnahagslegri endurreisn landsins.“ Ellefu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu já í lokaatkvæðagreiðslunni, einn sat hjá en fjórir voru á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, studdi frumvarpið og sagði það öðrum þræði snúast um hvort menn vildu leysa deilur við nágrannaþjóðir með samningum: „Það er ekki þannig að við stöndum frammi fyrir þeim valkosti að sleppa við allar kröfur eða fallast á þessa niðurstöðu. Það er rangur málflutningur,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði áhættusamt að fallast ekki á samningstilboðið. Þrettán af þingmönnum VG studdu þetta frumvarp Steingríms við lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi en tveir voru á móti: „Menn verða stórir af því að ljúka málum með samkomulagi en ekki af því að halda tilgangslausu stríði áfram, stríðsins vegna,“ sagði Steingrímur. Allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn Icesave: „Ég get aldrei samþykkt það að einkaskuldum verði velt yfir á herðar almennings,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá en sjö greiddu atkvæði gegn Icesave-lögunum, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður: „Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur reynst rangur,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann skoraði á forseta Íslands að velta því fyrir sér hvort hann ætti að taka mark á þeim stjórnmálamönnum „sem hafa haft rangt fyrir sér um öll atriði málsins í meira en tvö ár“.peturg@frettabladid.is Icesave Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Samfylkingin var einróma í stuðningi við málið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að þeir sem höfnuðu samningi tefldu þjóðarhag í tvísýnu: „Það er orðið löngu tímabært að leiða til lykta þetta hörmulega mál sem hefur klofið þjóðina í fylkingar, spillt samskiptum okkar við umheiminn og valdið miklum töfum í efnahagslegri endurreisn landsins.“ Ellefu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu já í lokaatkvæðagreiðslunni, einn sat hjá en fjórir voru á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, studdi frumvarpið og sagði það öðrum þræði snúast um hvort menn vildu leysa deilur við nágrannaþjóðir með samningum: „Það er ekki þannig að við stöndum frammi fyrir þeim valkosti að sleppa við allar kröfur eða fallast á þessa niðurstöðu. Það er rangur málflutningur,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði áhættusamt að fallast ekki á samningstilboðið. Þrettán af þingmönnum VG studdu þetta frumvarp Steingríms við lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi en tveir voru á móti: „Menn verða stórir af því að ljúka málum með samkomulagi en ekki af því að halda tilgangslausu stríði áfram, stríðsins vegna,“ sagði Steingrímur. Allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn Icesave: „Ég get aldrei samþykkt það að einkaskuldum verði velt yfir á herðar almennings,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá en sjö greiddu atkvæði gegn Icesave-lögunum, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður: „Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur reynst rangur,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann skoraði á forseta Íslands að velta því fyrir sér hvort hann ætti að taka mark á þeim stjórnmálamönnum „sem hafa haft rangt fyrir sér um öll atriði málsins í meira en tvö ár“.peturg@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira