Umfjöllun: Góður sigur Norðlendinga Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 3. febrúar 2011 19:42 Akureyringar eru enn á toppi deildarinnar. Fréttablaðið Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari. Geir Guðmundsson var ekki með Akureyri vegna meiðsla, og verður hann líklega frá út tímabilið. Valdimar Fannar Þórsson lék ekki með Val en hann var í banni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins en annars var sókn liðsins léleg í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-10. Vörn Akureyrar var frábær og hikandi Valsmenn áttu í stakasti vandræðum með að finna nokkrar glufur á henni. Fyrir aftan var Sveinbjörn Pétursson, sem spilaði í stuttbuxum í kvöld, vel á verði en hann hafði reyndar óvenju lítið að gera. Valsmenn skutu alls 27 sinnum á markið í fyrri hálfleik en hittu aðeins 17 sinnum á rammann. Tíu skot fóru í vörnina eða framhjá. Fremstir í flokki þar voru Anton Rúnarsson og Alex Jedic en sá síðarnefndi skoraði eina mark tvímenninganna fyrir utan í fyrri hálfleik en samtals áttu þeir tólf skot að marki. Á meðan skaut Akureyri 26 sinnum að marki og skoraði 17 mörk. Með frábærri vörn fengu Akureyringar mörg hröð upphlaup og þeir skoruðu alls níu af sautján mörkum úr hröðum upphlaupum, úr fyrstu eða annarri bylgju. Hlynur Morthens fann sig ekkert sérstaklega í markinu, hann varði sex skot í fyrri hálfleik. Akureyri leiddi því 17-10 í hálfleik og hafði þá keyrt algjörlega yfir Valsmenn. Eftir sex mínútur hafði Valur minnkað muninn í fjögur mörk, 18-14 og eftir níu í þrjú mörk. Munaði þar mikið um Hlyn Morthens sem varði jafn mikið á fyrstu tíu mínútunum og allan fyrri hálfleikinn, sex skot. Þegar 10 mínútur voru eftir leiddi Akureyri 22-18. Hlynur kom Val aftur inn í leikinn með góðri markvörslu og hélt þeim algjörlega á floti. Sveinbjörn varði líka vel í stuttbuxunum. Valsmenn minnkuðu muninn í 24-22 fimm mínútum fyrir leikslok en Akureyri svaraði strax. Ernir Hrafn var allt í öllu í sóknarleik Vals síðustu mínúturnar og virtist sá eini sem tók almennilega af skarið. Rúmum tveimur mínútum fyrir leiksklok missti Akureyri boltann klaufalega, og Valur fór í sókn. Liðið fékk strax á sig skref, Akureyri fór í hraðaupphlaup en fékk dæmdan á sig ruðning. 90 sekúndum fyrir leikslok skaut Ernir svo yfir og staðan 26-24. Hlynur varði frá Bjarna en Akureyri náði ómetanlegu frákasti og Oddur skoraði. Þar með var björninn unninn. Lokatölur voru 28-26 fyrir Akureyri.Akureyri –Valur 28-26 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (10), Bjarni Fritzson 6/2 (11), Heimir Örn Árnason 5 (11), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Daníel Einarsson 4 (8), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (8). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (42) 43%, Stefán U. Guðnason 0 (2/2) 0%.Hraðaupphlaup: 12 (Heimir 3, Bjarni 3, Hörður 2, Oddur 2, Guðmundur, Daníel).Fiskuð víti: 1 (Bjarni)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 9/3 (16), Orri Freyr Gíslason 5 (6), Sturla Ásgeirsson 4/1 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Alex Jedic 1 (7), Anton Rúnarsson 0 (8). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (44) 36%,Hraðaupphlaup: 8 (Orri 3, Heiðar 3, Einar, Ernir).Fiskuð víti: 5 (Jón 2, Anton, Ernir, Orri)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson. Mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari. Geir Guðmundsson var ekki með Akureyri vegna meiðsla, og verður hann líklega frá út tímabilið. Valdimar Fannar Þórsson lék ekki með Val en hann var í banni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins en annars var sókn liðsins léleg í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-10. Vörn Akureyrar var frábær og hikandi Valsmenn áttu í stakasti vandræðum með að finna nokkrar glufur á henni. Fyrir aftan var Sveinbjörn Pétursson, sem spilaði í stuttbuxum í kvöld, vel á verði en hann hafði reyndar óvenju lítið að gera. Valsmenn skutu alls 27 sinnum á markið í fyrri hálfleik en hittu aðeins 17 sinnum á rammann. Tíu skot fóru í vörnina eða framhjá. Fremstir í flokki þar voru Anton Rúnarsson og Alex Jedic en sá síðarnefndi skoraði eina mark tvímenninganna fyrir utan í fyrri hálfleik en samtals áttu þeir tólf skot að marki. Á meðan skaut Akureyri 26 sinnum að marki og skoraði 17 mörk. Með frábærri vörn fengu Akureyringar mörg hröð upphlaup og þeir skoruðu alls níu af sautján mörkum úr hröðum upphlaupum, úr fyrstu eða annarri bylgju. Hlynur Morthens fann sig ekkert sérstaklega í markinu, hann varði sex skot í fyrri hálfleik. Akureyri leiddi því 17-10 í hálfleik og hafði þá keyrt algjörlega yfir Valsmenn. Eftir sex mínútur hafði Valur minnkað muninn í fjögur mörk, 18-14 og eftir níu í þrjú mörk. Munaði þar mikið um Hlyn Morthens sem varði jafn mikið á fyrstu tíu mínútunum og allan fyrri hálfleikinn, sex skot. Þegar 10 mínútur voru eftir leiddi Akureyri 22-18. Hlynur kom Val aftur inn í leikinn með góðri markvörslu og hélt þeim algjörlega á floti. Sveinbjörn varði líka vel í stuttbuxunum. Valsmenn minnkuðu muninn í 24-22 fimm mínútum fyrir leikslok en Akureyri svaraði strax. Ernir Hrafn var allt í öllu í sóknarleik Vals síðustu mínúturnar og virtist sá eini sem tók almennilega af skarið. Rúmum tveimur mínútum fyrir leiksklok missti Akureyri boltann klaufalega, og Valur fór í sókn. Liðið fékk strax á sig skref, Akureyri fór í hraðaupphlaup en fékk dæmdan á sig ruðning. 90 sekúndum fyrir leikslok skaut Ernir svo yfir og staðan 26-24. Hlynur varði frá Bjarna en Akureyri náði ómetanlegu frákasti og Oddur skoraði. Þar með var björninn unninn. Lokatölur voru 28-26 fyrir Akureyri.Akureyri –Valur 28-26 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (10), Bjarni Fritzson 6/2 (11), Heimir Örn Árnason 5 (11), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Daníel Einarsson 4 (8), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (8). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (42) 43%, Stefán U. Guðnason 0 (2/2) 0%.Hraðaupphlaup: 12 (Heimir 3, Bjarni 3, Hörður 2, Oddur 2, Guðmundur, Daníel).Fiskuð víti: 1 (Bjarni)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 9/3 (16), Orri Freyr Gíslason 5 (6), Sturla Ásgeirsson 4/1 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Alex Jedic 1 (7), Anton Rúnarsson 0 (8). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (44) 36%,Hraðaupphlaup: 8 (Orri 3, Heiðar 3, Einar, Ernir).Fiskuð víti: 5 (Jón 2, Anton, Ernir, Orri)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson. Mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira