Komumst ekki undan tugmilljarða skuldbindingum Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. febrúar 2011 13:50 Bjarni Benediktsson útskýrði afstöðu sína í Valhöll í dag Mynd/Pjetur Íslenska þjóðin getur ekki komist undan tugmilljarða skuldbindingum í Icesave málinu, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fjölmennum fundi í Valhöll í dag. Hann sagði að sú niðurstaða sem nú hefði fengist í samningaferlinu væri ekki fengin með hótunum Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum. Þær hafi vissulega verið hafðar uppi á fyrri stigum málsins, til dæmis með hryðjuverkalögum sem sett voru á Ísland og innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar leið að endurskoðun efnahagsáælun Íslands. Bjarni sagði að sú niðurstaða sem hefði nú fengist í Icesave væri mun betri en þau samningstilboð sem áður hefði borist. Bjarni sagðist telja að réttarstaða Íslendinga í málinu væri góð. Það væri þess vegna sem Íslendingar hefðu náð betri samningum í málinu. Hins vegar væri ekki á vísan að róa í dómsmáli. Ef dómsmál myndi tapast gæti skuldbinding Íslendinga í málinu orðið mun hærri en ef samið yrði. Þá sagði Bjarni að ekki væri hægt að gera raunhæfar væntingar til þess að hægt yrði að ganga aftur að samningaborðinu ef þessum samningi sem nú liggur á borðinu yrði hafnað. Viðsemjendur hefðu gert saminganefnd Íslands ljóst að þetta væri lokatilboð. Þá sagði Bjarni að forsætisráðherra og fjármálaráðherra gætu ekki þakkað sjálfum sér að betri samningar náðust. Það væri fyrst og fremst íslensku þjóðinni að þakka sem hefði hafnað fyrri samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Loks sagði Bjarni að eignasafn Landsbankans væri ekki eins veikt og helstu andstæðingar Icesave samningsins héldu fram. Icesave Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Íslenska þjóðin getur ekki komist undan tugmilljarða skuldbindingum í Icesave málinu, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fjölmennum fundi í Valhöll í dag. Hann sagði að sú niðurstaða sem nú hefði fengist í samningaferlinu væri ekki fengin með hótunum Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum. Þær hafi vissulega verið hafðar uppi á fyrri stigum málsins, til dæmis með hryðjuverkalögum sem sett voru á Ísland og innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar leið að endurskoðun efnahagsáælun Íslands. Bjarni sagði að sú niðurstaða sem hefði nú fengist í Icesave væri mun betri en þau samningstilboð sem áður hefði borist. Bjarni sagðist telja að réttarstaða Íslendinga í málinu væri góð. Það væri þess vegna sem Íslendingar hefðu náð betri samningum í málinu. Hins vegar væri ekki á vísan að róa í dómsmáli. Ef dómsmál myndi tapast gæti skuldbinding Íslendinga í málinu orðið mun hærri en ef samið yrði. Þá sagði Bjarni að ekki væri hægt að gera raunhæfar væntingar til þess að hægt yrði að ganga aftur að samningaborðinu ef þessum samningi sem nú liggur á borðinu yrði hafnað. Viðsemjendur hefðu gert saminganefnd Íslands ljóst að þetta væri lokatilboð. Þá sagði Bjarni að forsætisráðherra og fjármálaráðherra gætu ekki þakkað sjálfum sér að betri samningar náðust. Það væri fyrst og fremst íslensku þjóðinni að þakka sem hefði hafnað fyrri samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Loks sagði Bjarni að eignasafn Landsbankans væri ekki eins veikt og helstu andstæðingar Icesave samningsins héldu fram.
Icesave Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira