Lögin óvenjulega fljótt til Bessastaða 17. febrúar 2011 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson Hin nýsamþykktu Icesave-lög bárust forseta Íslands innan við klukkustund eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. „Það er mjög óvenjulegt,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Alla jafna þurfa starfsmenn þingsins að fínpússa frumvarpið og smíða úr því formlegt lagaskjal og það tekur yfirleitt einn til tvo daga. Að því loknu eru lögin send þeim ráðherra sem fer með málaflokkinn, sem í þessu tilfelli er fjármálaráðherra. Í ráðuneytinu eru síðan útbúnir pappírar til að senda á Bessastaði til formlegrar undirritunar. Til þess hefur ráðherrann tvær vikur en nýtir sjaldnast allan þann frest. Að því loknu fær fulltrúi forsætisráðuneytisins pappírana í hendur og hann ber þá á Bessastaði. Örnólfur sagðist í gærkvöldi ekkert geta sagt um það hvenær forsetinn mundi taka ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin eða hvenær hann mundi tilkynna ákvörðun sína. Alla jafna staðfestir forseti lög samdægurs eða daginn eftir að þau berast honum en ákveði hann að taka sér umþóttunarfrest, eins og hann gerði með síðustu Icesave-lög, eru engar reglur til um hversu langur fresturinn má vera. Í fyrra hugsaði forsetinn málið í sex daga og tilkynnti að því loknu að hann mundi vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar.- sh Icesave Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Hin nýsamþykktu Icesave-lög bárust forseta Íslands innan við klukkustund eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. „Það er mjög óvenjulegt,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Alla jafna þurfa starfsmenn þingsins að fínpússa frumvarpið og smíða úr því formlegt lagaskjal og það tekur yfirleitt einn til tvo daga. Að því loknu eru lögin send þeim ráðherra sem fer með málaflokkinn, sem í þessu tilfelli er fjármálaráðherra. Í ráðuneytinu eru síðan útbúnir pappírar til að senda á Bessastaði til formlegrar undirritunar. Til þess hefur ráðherrann tvær vikur en nýtir sjaldnast allan þann frest. Að því loknu fær fulltrúi forsætisráðuneytisins pappírana í hendur og hann ber þá á Bessastaði. Örnólfur sagðist í gærkvöldi ekkert geta sagt um það hvenær forsetinn mundi taka ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin eða hvenær hann mundi tilkynna ákvörðun sína. Alla jafna staðfestir forseti lög samdægurs eða daginn eftir að þau berast honum en ákveði hann að taka sér umþóttunarfrest, eins og hann gerði með síðustu Icesave-lög, eru engar reglur til um hversu langur fresturinn má vera. Í fyrra hugsaði forsetinn málið í sex daga og tilkynnti að því loknu að hann mundi vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar.- sh
Icesave Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira